Fálkinn


Fálkinn - 30.08.1965, Blaðsíða 4

Fálkinn - 30.08.1965, Blaðsíða 4
Hólmfríður K. Gunnarsdóttir: HVAB KOSTAR FEGQIRÐIN HVAD KOSTAR FEGURÐIN er sú spurning, sem rit- stjórar Fálkans báðu mig að leita svars við. Aðeins karl- menn gætu látið sér detta í hug, að slíkt svar væri nokk- urs staðar að finna. „Svo er margt sinnið sem skinnið" segir málshátturinn, og mætti eins segja öfugt: „Svo er margt skinnið sem sinnið“. Hver og ein kona er kapítuli út af fyrir sig, — hver og ein kona er undantekning frá öllum reglum. Sumar konur nota margvísleg snyrtilyf til þess að fegra sig, — aðrar lítið sem ekkert, — sumar kaupa dýrar snyrtivörur, aðrar jafnan það ódýrasta, enn aðrar stundum dýrt og stundum ódýrt og svo eru þær, sem kaupa jafnan eitthvað mitt á milli. Sumar konur eru þannig af guði gerðar, að þær hafa áskapað útlit samkvæmt kröf- um tízkunnar í dag og þurfa því litlu til sín að kosta. Aðr- ar hafa útlit samkvæmt tízkunni í gær eða tízkunni á morgun og þurfa því að gera ýmsar kúnstir til þess að halda sér til, ef vel á að vera. Og hvað er svo fegurð? Hver veit svarið við því? Þótt fegurð sálarinnar sé látin lönd og leið og aðeins miðað við fegurð líkamans, er erfitt um það segja, hvað fagurt er. því að sem betur fer finnst einum þetta og öðrum hitt. Sama er að segja um afstöðu kvenna til snyrtivara. Sum- ar konur hafa tröllatrú á snyrtivörum, telja jafnvel, að næra megi húðfrumurnar með kremi rétt eins og rollum er gefið á garða. Aðrir telja allan þennan dósamat húðar- innar eintóma auglýsingabrellu. Sumir þykjast vita með vissu, að dýrar snyrtivörur séu betri en ódýrar, — en aðrir telja þetta allt saman sama graut i sömu skál og þar í flokki eru neytendasamtökin dönsku, sem létu rannsaka efnasamsetningu hinna ýmsu húðkrema og fegrunarlyfja og komust áð þeirri niðurstöðu, að „fínu merkin“ væru ekkert fínni en þau „ófínu“. SVONA er þetta allt mismunandi og því viðmóta vonlaust að finna óyggjandi svar við hinni upphaflegu spurn- ingu og að finna óskastein í grjóthrúgu. En ekkert mælir gegn því, að við athugum málið svo- lítið, — svo að hver og ein kona geti síðan að gamni sinu gert sér að nokkru ljóst, hve miklu hún kostar til útlits- ins, — og hvort það svo hefur borið þann árangur, sem hún óskaði sér. VERÐ Á HELZTU SNYRTIVÖRUM -piG byrjaði með Því að fara í snyrtivöruverzlun, þar sem Th mér var góðfúslega gefið upp verð á helztu snyrti- vörum, sem þarna eru á boðstólum í ljós kom, að verð er ákaflega mismunandi á hinum ýmsu vörum sömu tegund- ar — eins og tölurnar sýna. — Þar fékkst t. d.: Hreinsunarkrem frá 30—300 kr. „Næringarkrem“ frá 19—700 kr. — en þá var jafnframt um að ræða hin svokölluðu „hormónakrem", svo og „nætur- krem“. Púðurundirkrem frá 25—220 kr Sérstök hormóna- krem frá 85—700 kr. Andlitsvatn frá 90—175 kr. Andlits- farði (Make-up) frá 39—219 kr. Steinpúður frá 45—175 kr. Laust púður frá 40—150 kr. Varalitur frá 23—145 kr. Augnskuggi frá 20—200 kr. Augnaháralitur frá 25—230 kr. Augnalokspensill (eye-liner) frá 64-—175 kr.. Augnabrúna- plokkari 30—60 kr. Augnabrúnauppbrettari frá 57—90 kr. Kinnalitur á 45 kr. Þetta er allt í andlitið. — Svo er fyrir hendurnar: Nagla- þjalir á 5—100 kr. Naglalakk á 25—185 kr. Viðarpinnar 4 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.