Fálkinn


Fálkinn - 30.08.1965, Side 6

Fálkinn - 30.08.1965, Side 6
IIVAÐ KOSTAMt FEGfJRÐIA ? .. . . . Auður Hildur er dökk á brún og brá með fallega og heilbrigða húð . . c " Hvaða fegrunarlyf á hún að nota? Og Steiney svarar: — HREINSUNARKREM, — og sérstaklega að gæta þess, að hver og ein kona kaupi það krem, sem hæfir hennar húð eftir því, hvort hún hefur þurra eða feita. viðkvæma eða sterka húð. — En er nokkur gæðamunur á ódýrum og dýrum krem- um? — Já, ég tel það óvéfengjanlegt, þótt þetta geti sjálf- sagt verið nokkuð deiluefni. Kannski er eitthvað til í þvi að ýmislegt er meira eða minna auglýsingabrella í þessu sem öðru, — en ég hef séð þess augljós merki, að krem hafa gert kraftaverk á illa farinni húð. Eg tel einnig bráðnauðsynlegt, að afgreiðslustúlkur í snyrtivöruverzlunum séu hæfar til að gefa viðskiptavin- unum ráð í því efni, hvaða vörur þeir eiga að kaupa, því að það getur haft slæmar afleiðingar bæði fyrir viðskipta- vininn og fyrirtækið, þegar skakkt er afgreitt og skakkt er keypt. — Hvernig kanntu við vatn og sápu? — Sápa á alls ekki að koma nálægt andlitinu, að því er fegrunarsérfræðingar telja. Snyrtisérfræðingur, sem kom hingað til landsins ekki alls fyrir löngu hafði orð á því, að íslenzkar unglingsstúlkur væru með óvenjumikla húð- orma (,,fílapensa“) sökum þess, að þær hirtu ekki húðina eins og vera bæri, — og eldri konur væru með þurra og hrukkótta húð, — sökum þess, að þær hefðu ofnotað sápu en vanrækt næringar- og ,,rakakrem“. ANDLITSVATN tel ég, að allar konur þurfi að eiga. Þó er það ekki alveg eins nauðsynlegt hérlendis og viðast hvar annars staðar, sökum þess, hvað við höfum gott vatn úr jörðu. KREM, næringarkrem og dagkrem eða krem, sem gegnir báðum þessum hlutverkum og inniheldur ennfremur efni, sem varnar þurrkun húðarinnar, — ennfremur feitara næringarkrem yfir nóttina, — ef húðin er þurr og aldur- inn tekinn að færast yfir. FYRIR UNGU STÚLKURNAR — (það eru allar ungar nú orðið), — ANDLITSFARÐI (Make-up) LAUST PÚÐUR (það gefur fallegri áferð en annað), AUGNSKUGGI (helzt tvo liti) AUGNALOKSPENSILL (eye-liner), STEINPÚÐUR til þess að grípa til, en gæta skal þess, að nota aldrei stein- púður — né neitt annað púður raunar — beint á hörundið, án þess að undirkrem hafi verið borið á. Það stíflar svita- holurnar og veldur húðormum. AUGNAHÁRALITUR (mascara), VARALITUR, helzt tvo, því að nú nota marg- ar konur svo ljósan varalit á daginn, að hann er ónothæf- ur á kvöldin, AUGNABRÚNAPLOKKARI og BLÝANTUR Þá er ég kannski búin að telja upp það allra nauðsyn- legasta fyrir andlitið, þótt það sé reyndar glettilega gaman að eiga sitthvað fleira — svo sem: ljósan andlitsfarða, sem er nýkominn á markaðinn hér og líkist einna helzt hvítum varalit í útliti, en er ætlaður til þess að bera á í kringum augun til þess að hækka augabrúnirnar og fela augnpoka. Ennfremur skaðar sízt að eiga annað galdralyf, sem líka er nýkomið á markaðinn hér en það er borið á allt andlit- ið með burstum eða bómull, nema hvað nefið er haft út undan. Þetta heitir á erlendu máli blush-on og á aðgera húðina frísklega á að sjá. Nú og svo skaðar ekki að eiga kinnalit í kistuhandraðanum, — sem getur verið fallegur ef hann er notaður í hófi á sólbrúnu andliti. 6 falmnn

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.