Fálkinn


Fálkinn - 30.08.1965, Side 29

Fálkinn - 30.08.1965, Side 29
af djúpum svefni, og settist i stóra stólinn sin. „Jæja þá,“ sagði hann. „Við skulum ganga tii verks.“ „Mín skoðun er sú,“ sagði Todd hressilega, „að þriggja ráð- stafana sé þörf. Fyrst kallarðu Scott hingað og rekur hann úr embætti. í öðru lagi sendirðu öllum herstjórnarstöðvum skeyti með tilkynningu um lausnar- beiðni Scotts og fyrirskipar að engir herflutningar megi eiga sér stað næstu tvo sólarhringa án þíns samþykkis. 1 þriðja lagi sendirðu Rutkowski hershöfð- ingja í þessa stöð með fyrirmæl- um um að leggja hana niður tafarlaust." „Þetta er rétt,“ sagði Ciark. „Og ég myndi fela Rutkowski að skipa svo fyrir að herflutn- ingavélarnar hreyfi sig ekki af jörðinni í Fort Bragg — að við- lögðum herrétti, ef hann telur þess með þurfa." „Auðvitað verðum við að skýra Barney frá öllu saman,“ sagði Lyman. Casey strauk lófanum yfir snöggklippt hárið. „Herra for- seti,“ sagði hann. „Mér er ekkert um að hallmæla hershöfðingja, en þú værir í mun betri aðstöðu ef þú vikir Hardesty hershöfð- ingja líka úr embætti og fælir Rutkowski hershöfðingja völd hans. Þá gæti hann skipað fyrir af fullum myndugleik.“ ,.Það hef ég þegar ákveðið að gera, Jiggs,“ svaraði Lyman. Casey lá fleira á hjarta. „Herra forseti, ef ég má komast svo að orði þá finnst mér það væri viturlegt ef þú hringdir sjálfur I alla yfirforingjana á herstjórn- arsvæðunum sem taldir eru upp í Preaknessskeyti Scotts hers- höfðingja. Bara til að segja þeim að viðbúnaðaræfingunni sé af- lýst og þeir skuli bíða átekta þangað til frekari fyrirskipanir berist." „Það skýtur þeim skelk í bringu,“ sagði Clark og kímdi. „Æðsti yfirboðari hersins aflýs- ir viðbúnaðaræfingu, sem þeim er ókunnugt um að hann viti af og sem þeir eiga ekki að vita að standi til.“ „Ég held Casey hafi líka rétt fyrir sér um þetta," svaraði Ly- man. „Chris, skrifar þú þetta allt saman hjá þér?“ . Todd þurfti ekki að svara. Hann var önnum kafinn með stóru, gulu blokkina og ánægju- svipur var á andlitinu. „Jæja," sagði Lyman, „þá er komið að þvi sem ég vonaði að aldrei þyrfti að gérast. Ég verð að játa að ég hef enga trú á að okkur heppnist þetta. Ég er hræddur um að á mánudag liggi við uppreisnarástandi í landinu. ímyndið ykkur bara Scott í sjón- varpinu." „Þú þarft að bæta einu á list- ann, Chris," sagði Clark. „For- setinn verður að hringja í for- stjóra RBC og fá hann til að gera sér þann persónulega greiða að aflýsa dagskrá MacPhersons á morgun." „Það er rétt," sagði Lyman. Hann reis á fætur á ný og gekk út að glugganum. Það var eins og tjald félli milli hans og hinna mannanna í herberginu. öðrum finnst þetta svo einfalt, hugsaði sagði hún, „en það er maður niðri sem staðhæfir að hann verði að hitta þig þegar í stað. Hann heitir Henry VVhitney.' Rödd einkaritarans skaif. „Hann er aðalræðismaður okkar í Madrid." Fjölbreytt úrval af Ijosmyndavórum svo sem Zeiss Ikon, Pentax, MAMIA. YASHICA, KONICA, VOIGTLÁNDER og AGFA myndavélar 8. mm kvikmyndavélar frá BELL og HOWELL Kr. 6711 LJÓSMYNDAPAPPÍR frá LEONAR og ILFORD Sýningartjöld á fæti 120x120 (perlu) kr. 1.232.- NEGATIV-ALBUM (sænsk). fyrir 6x6 eða 35 mm kr. 237.- Kornið — Hringið — Skrifið SÍMI 21556. Fótohúsið Garðastræti 6. hann, en það tekst bara ekki. Honum varð -litið á súlnaröð minnismerkis Jeffersons. Var það ekki Jefferson, hugsaði hann, sem sagði: „Ég nötra af ótta um land rnitt?" Nú veit ég við hvað hann átti. Hefði ég undir höndum skeifileg sönnun- argögn um þetta samsæri, gæti allt heppnazt, mér tekizt að losa mig við Scott í kyrrþey, haft deiluna um sáttmálann fyrir á- tyllu og þjóðin fengi aldrei neitt að vita. En á þennan hátt? Með þessu móti er ekki nema einn möguleiki af þúsundi á að við berum hærri hlut. Ekki einu sinni Ray skilur það. Hann stóð enn úti við glugg- ann, þegar Esther kom inn. „Afsakaðu, herra forseti," Föstudagur kl. 4 e.h. Henry Whitney hafði varið tuttugu árum ævinnar til að temja sér að fara aldrei hjá sér og láta engin geðbrigði i ljós hvað sem að höndum bar og hvar sem hann var staddur. En nú var hann hingað kominn eftir tryllingslegt ferðalag frá La Granja um Madrid og New York til Washington, í einkaíbúð for- seta Bandarikjanna, óbeðinn, ó- boðinn og utan við rétta boðleið. Hann elti ungfrú Townsend gegn- um forsalinn með hvelfda þak- inu. „Forsetinn er í Monroe-her- berginu," sagði hún og vísaði honum inn um dyr. „Herra for- seti, hér er herra Henry Whitn- ey.“ Jordan Lyman kom fijötlega á móti honum með frarm'étta hönd. „Gott að sjá yður, herra Whitney." Ákafa gætti í rómn- um ,,Er það eitthvað um Paul — Girard?" „Já, herra minn Það er út af herra Girard. Ég veit ekki, herra minn, hvernig ég á að skýra yður frá þessu. Ég held að það sé bezt að ég fái yður það bara.“ Whitney lét þunna skjala- möppu sína standa á stól, opnaði lásana og tók upp beyglað síga- rettuveski úr silfri. Lyman næstum hrifsaði það af honum. Hann opnaði það með erfiðismunum og tók upp tvær samanbrotnar pappírsarkir guln- aðar af hita en að öðru leyti óskaddaðar. Hann leit yfir þær í skyndi og marg las svo ein- stakar málsgreinar. „Fáið yður sæti,“ sagði hann. „Hafið þér lesið þetta?" „Já, herra minn.“ Whitney sat vandræðalegur á stól með sveigðu baki hinum megin i herberginu, og Lyman virti þennan grannvaxna, rauð- hærða mann fyrir sér af vin- gjarnlegri forvitni þess sem langar til að kynnast bláókunn- ugum manni sem gert hefur honum óvæntan greiða. „Skiljið þér það?“ spurði hann. „Ekki til fullnustu, herra minn. Ég varð bara að leggja saman tvo og tvo. En mér fannst það hlyti að vera — þýðingar- mikið fyrir yður að fá það i hendur." „Rædduð þér það við nokkurn mann?“ spurði Lyman. „Eða sýnduð þér það nokkrum? Kannski ambassadornum?" „Nei, herra minn, ég hefði kannski átt að gera það, en ég gerði það ekki. Enginn hefur séð þetta nema þér og ég. Þetta plagg virtist aðeins ætlað aug- um viðtakanda. Ég er viss um að spánska lögreglan leit aldrei í veskið, og ambassadorinn veit ekki einu sinni að ég er hér. Ég býst við að farið sé að sakna min.“ Lyman kom blöðunum var- færnislega fyrir í sígarettuvesk- inu og stakk því í vasa sinn, Hann settist við hlið Whitney. „Segið mér fyrst frá Paul," sagði hann. „Var hann ... var það „Herra forseti, líkin voru öll brunnin.” Svo bætti hann við, þegar hann sá svipinn sem kom á andlit forsetans: „Ég er viss um að það tók fljótt af. Við áreksturinn." Lyman horfði út um glugg- ann. „Við vorum mjög nánir vin- ir,“ sagði hann og sá andlit Girards fyrir sér. Svo knúði hann sig til að halda áfram að ræða það sem fyrir lá. „Ég þarí ekki að segja yður, að þetta er þýðingarmesta skjal sem nokk- Framh á bls. 38. FALK.I NN 29

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.