Fálkinn


Fálkinn - 30.08.1965, Blaðsíða 31

Fálkinn - 30.08.1965, Blaðsíða 31
SMÁSAGA UM AFBRYÐISAMAN DREIMG SEM VAR í MÖP VIÐ FÖÐUR SlftllXI OG VILDl EIGA MÖMMU SÍMA EIMIV, EM SVO KOM LITLI BRÓDIR . . . og hugsaði með mér, hvort ég ætti að skæla, en hann virtist jafnvel of fjarhuga til að það gæti vakið gremju hans. Svei mér þá, ég hefði eins getað verið á gönguferð með fjalli! Hann ýmist skeytti ekkert um það þótt ég togaði og berði eða hann leit niður til mín og glotti afan úr hæðunum eins og honum væri skemmt. Ég hef aldrei kynnst neinum, sem var eins upptekinn af sjálfum sér, eins og hann virtist vera. Við kvöldverðarborðið hófst „talið við pabba“ á ný, en nú bættist það við, að hann hafði blað í höndunum, sem hann lét síga öðru hvoru og sagði mömmu eitthvað nýtt úr því. Þetta fannst mér fantabragð. Ék var reiðubúinn að keppa við hann um athygli mömmu hvenær sem væri á jöfnum grundvelli, en þegar allt var lagt upp í hendurn- ar á honum af öðru fólki þá var það auðvitað ekki til neins. Nokkrum sinnum reyndi ég að breyta umræðuefninu, en varð ekki ágengt. „Þú verður að hafa hljótt, meðan pabbi er að lesa, Larry,“ sagði mamma óþolinmóð. Það var greinilegt, að annað hvort þótti henni í raun og veru skemmtilegra að tala við pabba en mig, eða að hann hafði á henni eitthvert hræðilegt tak, sem gerði hana hrædda við að viðurkenna sannleikann. „Mamma,“ sagði ég um kvöldið þegar hún var að breiða ofan á mig sængina, „heldurðu, að ef ég bæði mjög heitt, að Guð myndi þá senda pabba aftur í stríðið?“ Hún virtist velta þessu fyrir sér augnablik. „Nei, vinur,“ sagði hún brosandi. „Ég held ekki að hann myndi gera það.“ „Af hverju myndi Hann ekki gera það, mamma?“ „Vegna þess, að stríðið er búið, vinur minn.“ „En, mamraa, gæti ekki Guð gert annað stríð, ef Hann vildi?“ ,.Hann myndi ekki vilja það, góði minn. Það er ekki Guð, sem gerir stríð, heldur vondir menn.“ „Nú-ú!“ sagði ég. Þetta urðu mér vonbrigði. Ég fór að halda, að Guð væri nú kannski ekki alveg sá, sem af var látið. Næsta morgun vaknaði ég á sama tíma og ég var vanur, ólgandi eins og kampavínsflaska. Ég stakk fótunum út- undan og bjó til langt samtal, þar sem frú Hægri lýsti þeim erfiðleikum, sem hún hafði átt í með sinn pabba, þangað til hún lét hann fara á Elliheimilið. Ég vissi ekki alveg, hvað Elliheimili var, en einhvern veginn virtist það rétti staðurinn handa pabba. Síðan náði ég í stólinn og stakk höfðinu út um gluggann. Það var rétt að byrja að daga. Með höfuðið sneisafullt af sögum og fyrirætlunum ramb- aði ég inn í næsta herbergi og brölti upp í stóra rúmið í rökkrinu. Mömmu megin var ekkert pláss, svo ég varð að reyna að komast milli hennar og pabba. Mér hafði alveg gleymst að gera ráð fyrir honum og nú sat ég teinréttur í rúminu og braut heilann um hvað ég ætti að gera við hann. Hann tók meira pláss í rúminu en honum bar og ég gat ekki látið fara vel um mig svo ég sparkaði nokkr- um sinnum í hann. Hann umlaði og teygði úr sér, en rýmdi að lokum til fyrir mér. Mamma vaknaði og þreifaði eftir mér og ég kúrði mig niður í hlýtt rúmið og stakk þumal- fingrinum upp í mig. „Mamma!“ kumraði ég. hátt og ánægjulega „Uss-s! elskan,“ hvíslaði hún. „Vektu ekki pabba!“ Þetta var alveg ný hlið á málinu, sem virtist geta orðið miklu alvarlegri en jafnvel „talið við pabba.“ Lífið án þessara morgunráðstefna var óhugsandi. „Af hverju?“ spurði ég strangur. „Af því að aumingja pabbi er þreyttur.*4 Þetta virtist mér alls ófullnægjandi ástæða og mér blöskraði alveg viðkvæmnistónninn í þessu „aumingja pabbi.“ Mér geðjaðist aldrei að þess háttar mjálmi: það var eitthvert hræsnisbragð af því. „Á!“ sagði ég umhyggjulaus. Því næst sagði ég í mínum ísmeygilegasta rómi: „Veiztu, hvert ég vil að við förum í dag, mamma?“ „Nei, elskan,“ andvarpaði hún. „Ég vil fara niður í gil og veiða hornsíli með nýja net- inu mínu og síðan vil ég fara í krána og . . „Vektu ekki pabba!“ hvæsti hún reið, og skellti hend- inni yfir munninn á mér. En það var um seinan. Hann var vaknaður, eða því sem næst. Hann rumdi og teygði sig eftir eldspýtunum. Síðan starði hann vantrúaður á klukkuna sína. „Langar þig í tebolla, góði?“ spurði mamma, auðmjúkri, hálfkæfðri röddu, sem ég hafði aldrei heyrt hana nota áður. Það var engu líkara en hún væri hrædd. „Te?“ hrópaði hann hneykslaður. Veiztu, hvað klukkan er?“ „Og svo á eftir vil ég fara upp á Rathcooney veginn," sagði ég hátt og snjallt, hræddur um að glevma ef til vill einhverju í öllum þessum truflunum. „Farðu strax aftur að sofa, Larry!“ sagði hún hvöss. Ég fór að snökta. Mér var ómögulegt að einbeita mér eins og fólkið lét, og að kæfa dagskrána fyrir mér í fæð- ingunni, það var svívirðilegur verknaður. Pabbi sagði ekkert, en kveikti i pípu sinni og tottaði hana, horfði út í rökkrið og gaf okkur engan gaum. Ég visi að hann var öskuvondur. í hvert skipti, sem ég ætl- aði að segja eitthvað, þaggaði mamma æst niður í mér. Þetta var hræðileg auðmýking. Mér fannst það ekki sann- gjarnt; það var jafnvel eitthvað uggvænlegt við það. í hvert sinn, sem ég hafði bent henni á hvílík sóun á orku það væri, að búa um tvö rúm, þegar við gætum bæði sofið í einu, þá hafði hún svarað því til, að það væri miklu heilnæmara þannig; og nú var þessi maður kominn hér, þessi ókunni maður og svaf hjá henni án minnsta tillits til heilsu hennar! Hann fór snemma á fætur og bjó til te, enda þótt hann færði mömmu bolla, þá kom hann með engan fyrir mig. „Mamma,“ kallaði ég, „ég vil líka fá tebolla.“ „Já, vinur,“ sagði hún þolinmóð. „Þú getur drukkið af undirskálinni hennar mömmu.“ Þetta reið baggamuninn. Annar hvor okkar pabba yrði að fara af heimilinu. Ég vildi ekki drekka af undirskál mömmu; ég vildi að komið væri fram við mig sem jafn- ingja á mínu eigin heimili, svo ég drakk allt teið, aðeins til að storka henni, og skildi henni ekkert eftir. Hún tók því einnig með rósemi En kvöldið eftir, þegar hún var að koma mér í rúmið, sagði hún blíðlega: „Larry, ég vil að þú lofir mér einu.“ „Hvað er það?“ spurði ég. „Að koma ekki og vekja aumingja pabba á morgnana. Lofarðu því?“ „Aumingja pabba“ aftur! Ég var að gerast tortrygginn gagnvart öllu, sem viðkom þeim gjörómögulega manni. „Af hverju?" spuiði ég. „Vegna þess, að aumingja pabbi er áhyggjufullur og þreyttur og sefur ekki vel.“ „Af hverju sefur hann ekki vel, mamma?“ „Ja, þú veizt, að þegar pabbi var í stríðinu, þá fékk

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.