Fálkinn


Fálkinn - 30.08.1965, Qupperneq 32

Fálkinn - 30.08.1965, Qupperneq 32
Sérútgáfa á ensku, þýzku og dönsku, auk íslenzku. Texti eftir Þorleif Einarsson jarðfrseðing. 24 síður myndir, 12 í litum. Verð kr. 172,00. HEIMSKRINGLA Laugavegi 18. — Sími 15055 sonsnr mamma ailtal pening á póst- húsinu, er það ekki?“ „Hjá frú MacCarthy?" „Já. En núna á fx'ú Mac- Carthy ekki lengur neina pen- inga, skilurðu, og þess vegna vei-ður pabbi að fara út og finna þá handa okkur. Þú veizt, hvað myndi gerast, ef hann gæti það ekki?“ „Nei,“ sagði ég, „segðu frá því.“ „Jæja, ég held að við mynd- um kannski þurfa að fara út cg betla um þá, eins og aum- ingja gamla konan á föstudög- um. Við myndum ekki vilja það, er það?“ „Nei,“ viðurkenndi ég. „Það myndum við ekki.“ „Ætlarðu þá að lofa því, að koma ekki inn og vekja hann?“ „Ég lofa því.“ Og það skuluð þið vitað, að mér var rammasta alvara. Ég vissi að peningar voru ekkert gamanmál og mér var hreint ekki um að þurfa að fara út og betla eins og gamla konan á föstudögum. Mamma raðaði öllum leikföngunum mínum í hring kringum rúmið mitt, þannig, að ekki gat hjá því farið, að ég hrasaði um eitt- hvert þeirra, hvar sem ég ætl- aði framúr. Þegar ég vaknaði, mundi ég vel eftir loforðinu. Ég fór fram- úr og settist á gólfið og lék mér — klukkustundum saman, að því er mér fannst. Síðan náði ég í stólinn og horfði út um þakgluggann í margar klukkustundir í viðbót. Ég ósk- aði að tími væri til kominn fyrir pabba að vakna; ég ósk- aði að einhver vildi gefa mér tebolla. Mér fannst ég alls ekkert líkur sólinni; aftur á móti leiddist mér og mér var ógurlega kalt! Ég hreint og beint þráði hlýjuna og mjúku sængina í stóra rúminu. Að lokum stóðst ég ekki lengur mátið. Ég fór inn í her- bergið við hliðina. Þar sem ekkert pláss var enn mömmu megin, klifraði ég yfir hana og hún vaknaði með andfælum. „Larry,“ hvíslaði hún, og greip fast utan um handlegg- inn á mér, „hverju lofaðirðu?" „En ég gerði það líka, mamma,“ vældi ég, staðinn að verki. „Ég var rólegur voða lengi.“ „Ó, hamingjan hjálpi mér, og þú ert ískaldur!“ sagði hún dapurlega og þuklaði mig allan. „Jæja, ef ég lofa þér að vera, viltu þá lofa því að tala ekki?“ „En mig langar að tala, mamma,“ vældi ég. „Það kemur ekkei’t málinu við,“ sagði hún með festu, sem var mér alveg framandi. „Pabbi vill fá að sofa. Skilurðu það?“ Ég skildi það bara alltof vel. Ég vildi fá að tala, hann vildi fá að sofa — hver var það eiginlega, sem réði hér húsum? „Mamma,“ sagði ég, jafrí- festulega og hún, „ég held það væri miklu heilnæmara fyrir pabba, að sofa í sínu eigin i'úmi.“ Þetta virtist slá hana út af laginu, því hún sagði ekkert góða stund. „Jæja, í eitt skipti fyrir öll,“ hélt hún svo áfram, „þú verð- ur að hafa algjörlega hljótt eða fara aftur í þitt eigið rúm. Hvoi't viltu heldur?“ Ranglætið var yfirþyrmandi. Þarna hafði ég sannað á hana mótsagnir og ósanngirni og hún gerði ekki einu sinni til- raun til að svara mér. Fullur illsku rétti ég pabba spark, sem hún tók ekki eftir, en við það umlaði hann og opnaði augun óttasleginn. „Hvað er klukkan?" spurði hann æðislegri röddu og horfði ekki á mömmu, heldur til dyra, eins og hann sæi þar einhvern, „Hún er ekkert enn,“ svar- VINNUSLOPPAR Lækna \ Hjúkrunarkonu) Rakara / HNEPPTIR ÓHNEPPTIR VINNUHEIMIL.IÐ AO REYKJALUNDI SÍMI UM BRÚARLAND FÁLK.INN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.