Fálkinn


Fálkinn - 20.09.1965, Síða 5

Fálkinn - 20.09.1965, Síða 5
1 kringum sautjón hundruð böm hóíu sína fyrstu skólagöngu i byrjun september, um 1400 í skólum Reykjavíkurborgar og um 300 í einkaskólum. í skólum Reykjavíkurborgar er hópnum skipt niSur í 57 deildir og bömin fá 17—18 tíma kennslu á viku og það þýSir a3 þa3 þarf eina 30 kennara til a3 frœða þennan hóp og ala hann upp í góSum siðum. Skólar borgarinnar eru nú 13 talsins og innan tíSar tekur sá 14. til starfa — bamaskóli í Hvassaleiti, en hann verSur byggóur í áföngum. Við bamaskólana eru nú starfandi um 280—290 fastir kennarar, a3 skóla- stjórum meStöldum, og um 50 stundakennarar. Við fengum þá hugmynd hér á Fálkanum aS fylgja tveim sjö ára börnum í skólann þegar þau mœttu í tíma í fyrsta skipti. Fyrir valinu varS Langholtsskólinn, en í kennaraliSi hans er HreiSar Stefánsson frá Akureyri, þekktur smábamakennari og barnabókarhöfundur, og segir hann frá því í viStali hvernig hann kennir litlu bömunum aS átta sig á þessum nýja heimi — skólanum. verða samferða, en hún verður að bíða þangað til Auður er búin að kveðja mömmu sína. Svo er haldið af stað, en rétt fyrir utan húsið hittir hún vinkonur sínar, Hrund og Eddu, sem eru afskaplega brosmildar og forvitnar. Þær eru orðnar 8 ára. Þegar við komum að skólanum tekur Hreiðar Stefáns- son kennari á móti Auði og heilsar henni með virktum, því að hann á að kenna henni í vetur og næsta vetur. Þar hittir hún líka bekkjarbróður sinn Ólaf, sem við fylgd- um frá Álfheimum 38. Nú kemur yfirkennarinn og les upp nöfn þeirra barna sem eiga að vera hjá Hreiðari og Auður og Ólafur hverfa inn í skólann ásamt bekkjarsystkinum sínum. ALVEG NÓGUR TÍMI........................................... Það var mikið um að vera á heimili Guðmundar Björns- sonar, verkfræðings og konu hans þann 4. september sl. Og það ekki að tilefnislausu, því yngsti sonur þeirra hjóna var að stíga stórt spor á sinni lífs- og framabraut. Hann var að fara í barnaskólann í fyrsta skipti. Þegar okkur bar að garði sat Ólafur í eldhúsinu og borð- aði hafragraut. Þau hjónin buðu okkur upp á kaffi og kök- ur í stofunni, og Ólafur settist inn til okkar og sýndi okk- ur skólatöskuna og pennaveskið. Hann var vissulega eftir- væntingarfullur, enda var það ekki smávægilegt sem átti að ráðast innan nokkurra mínútna: Kennari og bekkjar- félagar í 6 ár, og þeir jafnvel lengur. Ólafur var ’ tímakennslu í fyrra, og er því orðinn flug- læs. Hann sagði, að sér hefði fundizt gaman í tímakennsl- ri I' } unni, sem þó var frekar leikskóli en bókalærdómur. Hann sagði að það hefði ekkert inntökupróf verið fyrir barna- skólann, en hins vegar hefði verið vorskóli í Langholts- skólanum, og líklega væri það frammistaðan þar, sem væri látin ráða, þegar raðað er í bekki. Vissulega vildi Ólafur ekki koma of seint svona fyi'sta daginn, svo við lögðum tímanlega af stað. Frúin hjálpaði Ólafi i frakkann. Og þau hjónin fylgdu syni sínum niður, þar sem þau kvöddu hann með virktum, en hann lagði af stað út í lífið. Við Ólafur spjölluðum margt á leiðinni, og þá trúði hann mér fyrir því að hann hefði svo sem ekkert á móti því að fá Hreiðar Stefánsson fyrir kennara, en hann hefur kennt eldri systur hans. Ólafur kvaðst ekkert vera búinn að ákveða hversu langt skyldi haldið á námsbrautinni, og benti réttilega á það, að tíminn væri nógur. Þegar í skólaportið var komið hitti Ólafur kunningja sinn, en sá átti að fara í ellefuárabekk, og hafði mætt i skólann um morguninn. Kunninginn lagði Ólafi lífsreglurn- ► Edda voru brosmildar og forvitnar. Þarna er Ólafur í síðasta skipti áður en hann leggur af stað út í lífið. Aðdáunarsvipurinn Ieynir sér ekki á andlit- um foreldranna. f .:■ ’ Hrund og

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.