Fálkinn


Fálkinn - 20.09.1965, Page 15

Fálkinn - 20.09.1965, Page 15
íslands svo ég viti. Þetta var gríðar- stór bleikur stóðhestur frá Noregi, sem Petersen flutti hingað og ætlaði að nota til kynbóta. Eitthvað voru folöldin, af- kvæmi hans og íslenzku hryssanna mis- lukkuð og nú munu þau algjörlega úr sögunni fyrir lcingu. Petesen flutti út eitthvað af hrossum en þessir kynblend- ingar urðu að vera sérstaklega merktir. • FLUGAN ÆTLAÐI ALVEG AÐ J&REPA OKKUR. Ég hef ekki sagt þér frá því, að flest mitt móðurfólk flutti til Ameríku fyrir og eftir aldamót. Þangað fóru bæði afi minn og amma, og móður- systkini mín. Mér varð oft hugsað til frænda minna fyrir vestan haf og þar kom, að afi minn sendi mér farseðil vestur. Ég lagði af stað frá íslandi 9. maí 1913 með gömlu Botníu. Við sigld- um til Leith í Skotlandi, en þaðan var farið með járnbrautarlest til Glasgow. Þá var ég 19 ára. Kristinn Oddfriðsson og Vera, kona hans. Við vorum þarna saman, nokkrir ís- lendingar, allir á leið til Kanada. Ein- hver bið varð í Glasgow. Skipið sem við áttum að fara með vestur tafðist og þegar það loksins kom, var þetta gamall kláfur, sem sýnilega var í hveiti- flutningum því hveitihrúgur voru á bitum og syllum í lestinni, þar sem við vorum. Að öðru leyti var lestin þiljuð sundur, enda voru tólf hundruð farþeg- ar með skipinu, sem hét S.S. Pretoria. Við vorum 10 daga frá Glasgow til Quebec. Ég man sérstaklega eftir Pétri Brynjólfssyni í Engey. Pétur gekk í herinn og var sendur til Frakklands, þar sem hann féll. Þá voru þarna tveir togaramenn. Seinna frétti ég að þeir hefðu farið heim aftur. Nokkrir fóru til Gimli og enn aðrir urðu eftir i Winnipeg, en ég hélt áfram alla leið til Saskatchewan. Þar bjuggu margir íslendingar í Þingvallanýlendu. Ég réðst þarna til móðurbróður míns, Magnúsar Hinrikssonar. Magnús var orðinn sæmi- lega stæður, eins og reyndar flestir, sem þarna höfðu búið í 25 til 28 ár. Flestir áttu það sem þeir höfðu handa á milli, þótt sumir skulduðu auðvitað nokkuð, sérstaklega þeir sem höfðu lagt í kaup á þreskivélum. Þær kostuðu ásamt gufukatlinum og tilheyrandi svona um 6 þúsund dali og þótti mikið fé. Landið þarna vesturfrá var hæðótt. Þar skiptust á skógivaxnar hæðir og tjarnir í lægðum. Fallegt var þar, en moskitoflugan ætlaði alveg að drepa okkur. Þær ollu bæði mönnum og skepnum miklum kvölum og létu ekk- ert í friði. Mér féll hitinn ákaflega illa og kvaldist af heimþrá. Annax-s var fólkið gott óg gott atlæti og ágæt- ur matur. Já, flugan var versta þlágan. Á hvei-ju kvöldi gerðum við: brælur. Við dróg- um mykju og tað út úr fjósum og hest- húsum, — þetta var blandað hálmi — og svo var þetta látið í gii-ðingu og kveikt i. Við urðrm að gii-ða þetta, svo skepnurnar fæi’u ekki í eldinn, en reykurinn fældi flugurnar bui’tu og kýr og hestar fóru inn í reykinn og fengu þar frið fyrir flugnavarginum. Við urðum að gæta þess að þetta log- aði ekki upp, því reykurinn lagðist allt um kring í logninu. Þetta var eina ráð- ið. í gluggum og dyrum húsanna varð að hafa flugnanet, en samt var maður útpikkaður eftir fluguna.. Ég vann þarna við landbúnað hjá Magnúsi frænda mínum í þrjú ár. Hann hafði stórt bú, 100 gripi, kýr og holdanaut. Á þessu svæði bjuggu mai’gir landar og þeir voru umtalaðir fyrir það hve vel þeir færu með skepnur. Fyrir norðan okkar byggð, voru Miðevrópumenn, serrt við í daglegu tali kölluðum Þýzkara, en voru að mestu frá Póllandi, Rúss- landi og baltnesku löndunum. Við kynntumst þessurn mönnum aðal- lega í vegavinnu, eftir að hún hófst. Vegirnir voru lagðir þannig, að hver bóndi varð að leggja fram tvö dags- verk fyrir hverjar 160 ekrur lands. Ríkið lagði fram einhvei’ja peninga til vegarina. Þetta voru fyi-stu samgöngu- bæturnár. • ÞYKIR VÆNT UM ÖLL DÝR NEMA ROTTUNA. Eftir þrjú ár 'hjá: Magriúsi fór ég til annars bórida Ég átt.i nú'oi’ðið nokkrar skepnur, aðallega holdanaut en einnig nokkrar mjólkux'kýr. Gripirnir gengu þarna sjálfala og maður fór öðru hvei’ju ríðandi til þess að líta eftir. Villidýr voru þarna ekki önnur en úlfar, sem gátu verið hættu- legir, en mikið af ýmsum skógardýrum. Ég hef alltaf verið þannig, að þykja vænt um öll dýr nema árans rottuna. Þess vegna þótti mér gott að vera í sveitinni og vinna við búskapinn, og það gerðu reyndar flestir íslendingar sem fluttu vestur, þótt einstaka maður stundaði verzlunarstörf. Svo komu þurrkai'nir. Tjai'nirnar þornuðu upp og það varð erfitt með vatn handa bú- peningnum. fslenzku bændurnir tóku sig þá upp, margir hverjir og fluttu vestur til Foam Lake og til Wynyard. Það voru kallað- ar Vatnabyggðir. Landarnir héldu sam- an. Þeir höfðu snemma byggt skóla og fengið kennara og um það leyti sem ég kom vestur, voru bjálkakofarnir að hverfa, fólk var sem óðast að byggja reisuleg timbui’hús. — Aldrei heyrði ég nokkrum manni hallmæla gamla landinu, þótt það hefði vei’ið höi’ð móðir. Ég man að einu sinni barst í tal við afa minn að mikið væri nú fallegt í Vatnabyggðunum og hann sagði: „Fallegt, já víst er fallegt hérna, en hvað sem því líður, þetta sem þú sérð hér er allt matur.“ Það var gaman að sjá kornið bylgjast á ökrunum þegar komið var fram á sumarið og svo hófst uppskeruvinnan. Ég fór í þreskingu á haustin. Þetta var heilt ævintýi’i og þegar maður lítur til baka, þá var mikil rómantík og gaman að vera til, þrátt fyrir þrældóm- inn og heimþrána, sem aldrei yfirgaf mig. Kornið var slegið með sjálfbind- ara, þ. e. sláttuvél með fjórum hestum fyi'ir, sem sló kornið 6—8 feta skára í einu, og batt það í knippi. Bindunum var síðan hreykt á akrinum og síðar stakkað. Á sínum tíma kom svo þreski- vélin. Jú, það var mikill gangur og kapp og vinnan stóð þetta 12—14 tíma á dag. Þreskivélin fór á milli búgai’ð- anna og venjulega stóð þi’eskingin i mánuð. Átján til tuttugu og tveir menn unnu við þreskinguna og það var mikið um að vera á bænum meðan á henni stóð: Húsmæðurnar máttu steikja stór- Framh á bls 41. FÁLKINN 15

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.