Fálkinn


Fálkinn - 20.09.1965, Qupperneq 16

Fálkinn - 20.09.1965, Qupperneq 16
ÞAÐ RÍKTI HIIKIL SORG um viða veröld, þegar Kennedy Bandaríkjaforseti varð fyrir skoti ofstækismanns í Dallas 22. nóvember 1963. Heimurinn var lengi á eftir í sárum, enda var Kennedy einhver mikilhæfasti leiðtogi, sem heimurinn hefur átt. Og ekkja Kennedys átti ríka samúð, því þótt fráfall hans hefði snortið alla djúpt, þá var missir hennar og barnanna auðvitað mestur. En margt er í heiminum hverfult og margt er auvirðilegt í henni veröld. Og nú er svo komið, að fóik er farið að smjatta á því, hvort Jacquline giftist aftur. Sögusagnir eru um einhverja fimm menn, sem allir eiga að elska hana, og sem allir hafa orðið fúlir, þegar Kennedy heitinn kvæntist henni, og nú eiga þeir að vera komnir á stúfana og hún á að vera í miklum vafa! Því þótt tvö ár séu liðin frá dauða Kennedys, þá er lífið ennþá erfitt fyrir hana, og ekki bætir slíkt sorptal það. Nei, oft er fólk fljótt að gleyma ... i TÍZ.KU K'ÆRt) liMOif-itúf*. ,4 Erlend vikublöð gera talsvert að því að setja texta inn á ljósmyndir, og verða kunnir stjórnmálamenn oftast fyrir barðinu á sniðugum blaðamönnum, en í þetta sinn hefur ágæt fíiamynd þótt tiivalin fyrir þennan saklausa leik. Ef þú ert orðinn leiður á gamla Fólksvagninum þínum, þá skaltu panta þér nýja yfirbyggingu úr svonefndu Aztec gerviefni og henda þeirri gömlu. Aztec VW vegur um 600 kg, eða um 160 kg minna en venjulegur VW, og hæðin er 1,06 m á móti 1,50 m á venjulegum VW. Og til að gera þetta að virkilegum sportbíl, þá er ekki annað en skipta á venjulegum VW hreyfli og Porsche- eða Corvairhreyfli. Myndirnar sýna hvernig gamli VW getur breytzt, ef pen- ingar og áhugi er fyrir hendi. SAGA AF LÖGREGLUIMNI Eitt sinn varð það slys fyrir utan verkstæði líkkistusmiðs eins í bænum, að ekið var yfir kött með þeim afleiðingum, að hann andaðist. Líkkistusmiðurinn var áhorfandi að slysinu, og hringdi því þegar til lögreglunnar, kynnti sig og bað þá vinsamlegast að koma og hirða köttinn. Lögreglumaðurinn eygði þarna tækifæri til þess að vera fyndinn, og spurði hvort hann gæti ekki smíðað utan um köttinn fyrst. — Jú, ég ætlaði einmitt að fara að gera það, en ég kunni betur við að láta ættingjana vita áður. Sumir vilja halda því fram, að konan sé furðulegasta fyrirbæri, sem guð almáttugur hefur sk?"^ð. Enginn ev kom- inn til með að segja hvað rétt er eða ra: því sambandi. en vissulega hefur konan marga eiginleika marga galla, sem önnur börn jarðar hafa ekki. Þessar sex samanburðarmyndir eiga að sýna þróunarstig konunnar, allt frá æskunni og sakleysinu til ellinnar og ... En hvað um það, myndirnar eru góðar, og hver má dæma, sem vill. 13 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.