Fálkinn


Fálkinn - 20.09.1965, Qupperneq 18

Fálkinn - 20.09.1965, Qupperneq 18
RTll CGZa1®Œ}B MAGNÚS var að hvíla sig eftir matinn, þegar konan hans sagði reiðilega: „Magnús! Nú verður þú að tala við hann nágranna okkar. Þetta getur ekki gengið lengur. Ég er hætt að sofa um nætur af ótta um börnin síðan hann fór að setja þessa giidru fyrir framan útidyrnar okkar.“ Magnús leit hneykslaður, sárþreyttur og þjakaður á konu sína. — Þú heldur þó ekki að börnin okkar séu svo heimsk að þau geti ekki varazt eina gildru? spurði hann. „Þá sverja þau sig ekki í mína ætt.“ „Ég veit ekki betur en þín ætt sé líka mín ætt,“ sagði konan hans, „ég veit ekki hverjum þau ættu að likjast ef ekki okkur báðum eða honum Gullgrími afa mínum eða honum Alexander langalangalangaafa okkar beggja eða . .. Magnús greip fram í fyrir henni: „Ég er nú vanur að fara út á kvöldin og flytja hana svo hún sé ekki beint fyrir framan dyrnar okkar.“ „En hver heldurðu að viti upp á hverju blessaðir krakka* angarnir taka?“ spurði konan hans. „Hver veit nema þau steypist i gildruna eitthvert kvöldið eins og þau ólátast og ærslast? „Jæja, jæja,“ sagði Magnús rétt til að halda friðinn. „Ég skal tala við hann á morgun.“ „Þú talar ekkert við hann á morgun,“ sagði konan hans og stappaði í gólfið af reiði. „Þú gerir það nú þegar í kvöld um leið og hann setur gildruna upp: Þú verður að gera það annars annars . .“ „Annars hvað?“ spurði Magnús. „Annars skil ég við þig!“ hrópaði konan hans. „Skilnaðir eru óþekktir í minni ætt,“ sagði Magnús. „f minni líka,“ sagði konan hans, „en einhvern tíma verður allt fyrst. Annaðhvort sannarðu mér að þú getir þetta eða . .“ Hún þagnaði um stund og starði á Magnús: „Ertu maður eða mús? spurði hún svo. „Mús,“ tautaði Magnús og gekk til dyranna. Hann stillti sér upp í horninu og beið unz hann heyrði fótatak nálgast og gildruna setta við dyrnar, þá tók Magnús til máls. „Halló!“ hrópaði hann. Hann gægðist út fyrir. Maðurinn virtist ógurlegur risi, en Magnús vissi vel að hann var frekar skorpinn og lítill hóteldyravörður. Magnús dró andann djúpt. Scrstæð smásaga cftir ingibjörfju Júnsdútíur „Halló!“ hrópaði hann eins hátt og hann gat. Dyravörðurinn reis upp og leít umhverfis sig. „Halló!“ öskraði Magnús aftur. Hann var orðinn aumur í hálsinum af hrópunum. Dyravörðurinn leit niður á fætur sér, því þaðan heyrðist honum hljóðið koma og þá sá hann Magnús. „Halló sjálfur/1 sagði hann. Hann steig ekki í vitið blessaður dyravörðurinn og þegar hann sá mús, sem sagði halló, þá fannst hon- um eðlilegast að segja halló á móti. Kannski var þetta einhver angi af deleríum, sem hann hafði fengið um síðustu helgi eftir whisky* flöskurnar fimm, sem hann fékk frá hótel- inu þegar hann varð sjötugur. „Ég vil losna við gildruna," hrópaði Magnús. „Hættu þessum óhljóðum,“ sagði dyravörð- urinn reiðilega. „Því viltu losna við gildr- una?“ „Konan min vill ekki hafa hana þarna,'* sagði Magnús og hrópaði nú ekki jafn hátt og áður þótt hann talaði mjög hátt til að öruggt væri að dyravörðurinn heyrði til hans. „Hún er hrædd um að börnin meiði sig á henni.“ „Meiða börnin sig á henni?“ spurði dyra- vörðurinn höstuglega. „Nei, nei,“ sagði Magnús. „Ég hef fyrir löngu kennt þcim á gildrur og ketti, en kon- an mín vill ekki hafa hana þarna samt.“ „Mér er skipað að setja gildruna þarna á hverju kvöldi,“ sagði dyravörðurinn. „Ég geri bara það sem mér er sagt. Þetta er fínt hótel og við getum ekki verið þekktir fyrir að hafa mýs hér.“ „Hvar eigum við þá að vera?“ spurði Magnús. „Hér hef ég búið frá því að ég man eftir mér. Þetta er allt ykkur mönnunum að kenna.“ „Því er það okkur að kenna?“ spurði dyra- vörðurinn. „Af því að þið sprengduð svo margar kjarnorkusprengjur að hann langilangilangi- afi minn sem hét Alexander varð fyrir geisla- virkum áhrifum og lærði að hugsa. Ef þið hefðuð ekki gert þetta hefði ég ekki staðið hér núna.“ „Ég get ekkert fyrir þig gert,“ sagði dyra vörðurinn. „Ég hef minar fyrirskipanir.“ „Og hvað á ég að segja konunni minni?“ spurði Magnús. „Hvað á ég að segja henni?“ „Ég gæti náttúrlega reynt að tala við hótel- stjórann fyrir þig,“ sagði dyravörðurinn og klóraði sér í kollinum. „Komdu hérna skinn- ið mitt við skulum koma saman.“ Dyravörðurinn kraup á kné, Magnús skreið upp á höndina á honum og dyravörðurinn setti Magnús í vasann á borðalagða gull- skreytta einkennisjakkanum sínum. Dyravörðurinn barði að dyrum á skrifstofu hótelstjórans, sem var lítill og feitlaginn mað- ur. „Hvað gengur á?“ spurði hótelstjórinn. :,Það er mús sem vill að við hættum að setja gildru fyrir framan músaholuna við herbergi númer 672,“ sagði dyravörðurinn. !8 FÁLKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.