Fálkinn


Fálkinn - 20.09.1965, Side 20

Fálkinn - 20.09.1965, Side 20
HEILDSÖLUBIRGÐIRr KRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRÐ H.F. SÍMI 24120 roNsiiL (oimv i bílaleiga magmisar skiplmlti 21 símar: 2II»0-2IIS5 Haukuf ýuðmuhdMcn HEÍM ASÍIV11 21037 gat hann lésið hugsanir allra hinna og hann var þegar kom- inn í samband við stórvitrar mýs, sem byggðu stjórnarráðið. „Þetta er njósnari fyrir Rússa,“ sagði varnarmálaráð- herrann. „Við verðum að draga hann fyrir lög og dóm.“ „Ég njósna hvorki fyrir einn né neinn,“ sagði Magnús sár. „Margir af mínum beztu vin- um hafa flutzt til Rússlands, en þeir eru ekki síður margir, sem skruppu til Ameríku. Ég kom hingað bara til að biðja ykkur um að taka gildruna í burtu svo að konan mín geti sofið róleg um nætur.“ Hann skreið upp borðplöt- una. i,Þið valdið tjóni,“ sagði varnamálaráðherrann. „Þið er- uð stórhaettulegar.“ „Ég er ekki hættulegur," sagði Magnús ákveðinn. „Ég er góður eins og allar aðrar mýs. Það eru rotturnar (hann hryllti við) sem eru stórhættu- legar og við erum á góðum vegi með að útrýma þeim fyrir ykkur.“ „Músaplágan hefur lengi valdið okkur áhyggjum," sagði heilbrigðismálaráðherr- ann. „Þarna kemur útskýring- in á því hvers vegna. Ef mýs geta talað og hugsað þá eru mýs hættulegar okkur mönn- unum. Við verðum að ríkja einir á jörðinni. Við getum ekki þolað aðrar hugsandi ver- ur hér. Ég segi niður með mýsnar." Og hann beindi þumalfingr- inum niður á við eins og róm- verskur keisari í hringleika- húsi. Magnúsi kom til hugar að hann myndi aldrei komast lif- andi úr þessum hildarleik. „Gerið þér yður það Ijóst kæri Magnús,“ sagði forsætis- ráðherrann, ,,að mýs tímgast mjög ört? Ef langilangilangi- langiafi yðar Alexander hefur verið forfaðir allra þessara músa, sem hvorki gildrur, eitur né kettir fá grandað, þá eruð þið hvorki meira né minna en nokkrar milljónir.“ „Ég vissi að við erum mörg,“ sagði Magnús, „en svona mörg hafði ég ekki hugmynd um að við værum.“ „Gerið þér yður það Ijóst góði,“ sagði byggingamálaráð- herrann og fór að þéra Magnús. Það sem var nógu gott fyrir forsætisráðherrann var nógu gott fyrir hann, „að þér og þessir vinir yðar hér og erlendis gætuð nagað í sundur allar símaleiðslur, allar leiðslur í ílugvélum og bifreiðum og gjöreyðilagt það allt?“ „Gerirðu þér það ljóst vin- ur hvað þú ert hættulegur,“ sagði lögreglumáláráðherrann og skvetti whiskysjússnum sín- um yfir Magnús, sem sleikti út um og varð á svipstundu agnarlítið kenndur, „að þið gæt- uð sprengt í loft upp allar heimsins kjarnorkusprengjur og lagt jörðina í rúst?“ „Ég hef aldrei hugsað út í þetta,“ sagði Magnús og slag- aði pínulítið því hann var mesti hænuhaus og þoldi lítið að drekka. „Svo erum við mýsn- ar friðsamlegar og alls ekki svona.“ „Annaðhvort drepið þið okk- ur eða við ykkur. Það er lög- mál náttúrunnar að sá sterkari sigrar," sagði lögreglumálaráð- herrann og teygði stóra kruml- una í áttina til Magnúsar, sem slagaði æ meira. En annað- hvort var Magnús ekki jafn drukkinn og hann lézt verá eða lögreglumálaráðherrann var ekki jafn laginn við hand- tökur og hann áleit sig verá, Mikið er víst, Magnúsi tókst að skjótast í músaholuna. Þarna gægðist hann fram og hrópaði: „Og hvað á ég svo að segja konunni minni?“ „Það kemur okkur ekki við,“ sagði forsætisráðherrann. Magnús þaut af stað því þeir hentu öðru whiskyglasi 1 hann og hann hljóp og hann hljóp og hann hljóp til að komast sem lengst á brott, því mýsnar, sem gátu lesið hugsanir hverr- ar annarrar og vissu að menn- irnir ætluðu að útrýma þeirn, höfðu þegar nagað sundur allar símaleiðslur, allar leiðsl- ur í flugvélum og bifreiðum, alla kapla og snúrur og sprengj- ur, fellt niður hús og gert annað álíka, sem blessaðir mennirnir höfðu kennt þeim. Magnús lagði af stað heim- leiðis að hótelinu, sem enn stóð sem minning um langa- langalangalangaafa hans. „Magnús," sagði konan hans, þegar hann kyssti hana. „Gildr- an er hér enn. Þú verður blátt áfram að tala um þetta við hann nágranna í kvöld.“ „Skal gert,“ sagði Magnús, sem var glaður yfir að vera kominn heim og vildi allt gera til að halda friðinn. „Að vísu spennir hann ekki fjöðrina lengur og ostbitinn lokkar ekki börnin mín fram- ar,“ sagði konan hans, „en ég vil losna við gildruna samt." Magnvre gekk fram á gang

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.