Fálkinn


Fálkinn - 20.09.1965, Page 25

Fálkinn - 20.09.1965, Page 25
ÉG ER EKKILL, missti konuna í bílslysi fyrir þremur árum. Á afmœlisdaginn minn þegar ég varð fertugur fastréð ég í einverunni að kvœnast aftur# og morguninn eftir bað ég um samþykki dóttur minnar sem er sjö ára. — Ég hef ekki miklar tómstundir, en ef ég er laus þá dunda ég gjarnan í 'garðinum. Þar fyrir utan á ég mikið áhugamál sem er dóttir mín, Móna. Hún íer bæði falleg og skemmtileg, og ef ég ■á að vera alveg hreinskilinn þá var það mest hennar vegna að ég fór að hugsa um að gifta mig aftur. — Mér þykir gaman að börnum. Hvernig lítur hún út? Ég tók upp mynd. — En hvað hún er indæl, sagði Kari. — Já, hún er það. Ég geri ráð fyrir að stúikan á skrifstofunni hafi sagt yður að ég er ekkiil, missti konuna mína í bílslysi fyrir þremur árum. Hún náfölnaði. — Hræðilegt. Ég get skilið hvernig ;yður hefur liðið. Hún kveikti sér aftur í sígarettu og það var augljóst að samúð hennar var ekki uppgerð. Hún sýndist vera djúpt snortin, og dró í efa að konan mín heitin væri eina tilefnið. Það hlaut að vera eitthvað í hennar eigin lífi er sársaukanum olli. — Yður brá, hvernig stóð ,á því? spurði ég ofur rólega. — Undarlegt að yðar kona skyldi lika... — Hefur bílslys komið við yðar sögu? — Já. — Þér viljið kannski segja mér frá því. Ég veit ekki. Ég lagði höndina á arm henni. — Það er ef til vill betra að tala. Hún svaraði ekki. Það varð óþægi- leg þögn. Ég reyndi með öllu móti að koma samræðunum af stað, en það heppnaðist ekki. Að lokum sagði hún: — Það er ef til vill bezt að ég segi yður það. Svo kom það. Hún hafði verið heitbundin í fjögur ár. Hann var eidri, tilbað hana og Spillti henni með dekri og umhyggju. Hann stóð á bryggjunni þegar hún fór. og hann stóð þar líka þegar hún kom. — í tvö ár dró ég hann á táiar. Ég meira að segja reyndi ékki að leyna hann þvi. Ég vildi heizt losna. Hann komst að því, en honum varð ekki við eins og fiestum karimönnum mundi hafa orðið. — Hvað gera þá karlmenn í slíku til- felli? — Þeir verða brjálaðir af vonzku. En það varð unnusti minn ekki. Hann sagði ekki orð. Daginn eftir ókum við út á baðströndina. Hann ók af ofsa hraða og þegar við komum að knappri beygju steig hann alls ekki á hemlana. Þegar ég raknaði við á sjúkrahúsinu tveimur dögum seinna var mér sagt að hann væri dáinn. Síðan hef ég ekki getað fundið nokkurn frið. Ég á sök á því að hann er dáinn? Skiljið þér mig? Hún horfði á mig bænaraugum. Ég skildi hana, en hvað átti ég að segja? — Mér hefur dottið í hug að mér tækist að gleyma, ef ég gifti mig. Hvað haldið þér um það? Ég var nú raunar á annarri skoðun, því að hjónaband er ekki neitt hress- ingarhæli. En hvernig átti ég að segja henni það með viðeigandi hætti? — í hreinskilni sagt: Ég er ef til vill dálítið gamaldags í skoðunum. Ég held að kærleikurinn sé grundvöllur hjóna- bandsins. Haldið þér að yður geti þótt vænt um mig? Varla á meðan þér eruð að hugsa um hinn manninn. Fyrst þegar þér eruð lausar undan afleiðing- um þessa áfaíls gætuð þér farið að hugsa til hjónabands, annars köiluðuð þér yfir yður annað áfall. Hún kinkaði kolli. — Ég hef sagt eitthvað sama við sjálfa mig. Það er kannski þýðingar- laust fyrir konu eins og mig að hugsa til hjónabands. En það hefur verið mér til góðs að ræða við yður um þetta. Það sem eftir var kyöldsins ■ rædd- um við um daginn og veginn. Að hitt- ast aftur var ekki nefnt á nafn. NOKKRU seinna hélt hjónabands- skrifstofan dansleik ■ fyrir við- skiptavinina! Ég var settur til borðs með kennslukonu á fertugsaldri. Hún var í grænum kjól með áberandí skreyt- ingum, en annars svolítið óstyrk & taugum óg dreypti heldur ört á víninu. Svö fór hún að tala um bækur. Ég er etiginn bókamaður, les oft lítið annað en blöðin. Ég fylgdi kennslukonunni heim og þurfti að styðja hana síðasta spölinn. Þar með var því ævintýri lok- ið. TVTÚ fór ég að missa trúna á hjóna- -*- ^ bandsskrifstofuna. Ekki ein einasta af þeim konum sem á dansleikinn komu var þeim kostum búin að ég gæti hugs- að mér hana fyrir konu. í fyrsta sinn á ævinni fór ég að lesa hjónabandsauglýsingar í blöðunum. Ég átti að velja á milli sjö eða átta tilboða frá háskólagengnum konum, og eðlileg- um uppgerðarlausum konum sem voru hneigðar fyrir útivist, og ekkjum með góða menntun og börn sem voru að leita að feðrum. Einhverra hluta vegna nam ég helzt staðar við eftirfarandi auglýsingu: „Systir mín sem er 34 ára gömul ekkja þarf að fá traustan mann á heim- ilið. Hvar er hann að finna? Svar með mynd merkt . . .“ „Traustur maður.“ Það var þetta vanalega. Ég sendi tilboð og fann ein- hverja mynd. Anne Jensen og eldri systir hennar Björg, 34 ára, bjuggu saman í gamalli íbúð í miðbænum. Þar rak ég inn höf- uðið síðdegis á laugardegi. Sú sem opn- aði dyrnar var nákvæmlega sú tegund sem ég kaus mér, kvenleg og þokka- full. Ég féll þegar fyrir brosi hennar. Spurningin var bara: Var þetta Björg eða yngri systirin Anne. Svarið kom áður en ég hafði fengið tíma til að rétta henni blómvöndirin. Hún lagði fingurinn á munninn og hvisl- aði: — Uss, ekki segja orð um auglýsing- una, viljið þér gera það? Við skulum látast vera gamlir vinir. Leynibrugg er ekki min sérgrein. En það var ef til vill skynsamlegt að eiga svo lítið leyndarmál með Anne. Ég von- aði bara að systiri hennar væri ekki lakari. En ég var einu sinni enn fyrir von- brigðum. Þegar ég kom inn í stofuna sá ég strax að Björg var allt önnur gerð: stíf og súr á svip, allt annað en fríð sýnum. Það vottaði ekki fyrir brosi þegar við vorum kynrit. — Þetta er Knut Storm, gamall vin- ur minn. Hann átti leið hér hjá og var svo vingjarnlegur að líta inn. — Hvers vegna hefurðu aldrei sagt mér neitt frá honum? spurði Björg. — Hef ég ekki gert það? — Nei. — Viltu ekki bolla af kaffi, Knut? og áður en ég fengi ráðrúm til að svara var hún horfin. Tilgangurinn var auðsær. Hún vildf að ég yrði einn með systurinni. En ég var ekkert hrifinn. — Hvar hafið þið systir mín kynnzt? FÁLKINN 25

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.