Fálkinn


Fálkinn - 20.09.1965, Síða 28

Fálkinn - 20.09.1965, Síða 28
EFTIR FLETCHER KNEBEl OG CHARLES VI. BAILEY mann hans og fór þess á leit fyrir hönd forsetans að William Henderson ofursta yrði sleppt úr fangageymslunni í Fort Myer. Casey fór til móts við vin sinn. Síðastur kom Billy Riley hers- höfðingi, með hökuna út í loftið eins og venjulega og augun dimm af bræði, allt í einu var þessu lokið. Corwin stóð í dyr- um Monroe-herbergisins og gaf hinum merki. „Scott hershöfðingi er að fara,“ sagði hann. Clark og Todd þustu út úr herberginu. Þeir náðu Scott við lyftudyrnar. „Megum við segja við yður nokkur orð, hershöfðingi?" sagði Clark. Þeir fylgdust þegjandi niður i lyftunni. Úti fyrir dyrum Hvíta hússins námu þeir staðar undir tjaldhimninum sem liggur frá móttökusal erlendra sendimanna út að suðurakbrautinni. „Hershöfðingi," sagði Todd, „forsetinn er stjórnmálavitring- ur og prúðmenni." „Það fyrra hefur farið fram- hjá mér,“ svaraði Scott stuttur I spuna. Todd lét sem hann heyrði ekki athugasemdina. „En fyrst og fremst er hann prúðmenni. Það er ég ekki. Ég er illskeyttur og kvikindislegur málafærslu- maður. Clark öidungadeildar- maður er stjórnmálamaður. Hvorugum okkar er mikið um óþarfa kurteisismas gefið." Todd dró umslag upp úr vasa sínum. „Þetta,“ sagði hann „er skatt- framtal ungfrú Millicent Segnier fyrir yfirstandandi ár.“ Scott stóð kyrr. I skuggan- um undir tjaldhimninum gátu þeir ekki greint andlitssvip hans. 28 FÁLKINM „Já,“ var það eina sem hann sagði. „Mér er ekki ljóst hvort yður er það kunnugt," sagði Todd, „að ungfrú Segnier færði sér til skattfrádráttar þrjú þúsund sjö- tíu og níu dollara kostnað vegna risnu veittri forseta Yfirher- ráðsins á síðasta ári. Þegar skattayfirvöldin véfengdu þetta, kvaðst hún þurfa að halda yður veizlur til að afla vitneskju um fatnað kvenna sem gegna her- þjónustu." „Athyglisvert, en ég er engu nær,“ sagði Scott kuldalega. „Við höfum undir höndum önnur sönnunargögn, mikið af sönnunargögnum," sagði Todd, „sem vitna um langan og tölu- vert náinn kunningsskap milli yður og ungfrú Segnier. For- setinn var of mikið prúðmenni til að nefna það í kvöld." „Jæja, úr því að þið eruð nú búnir að ná ykkur niðri," sagði hershöfðinginn, „ætla ég að segja góða nótt.“ Clark gekk í veg fyrir hann. „Heyrið þér hershöfðingi, ég held þér skiljið okkur ekki fylli- lega. Ef þér, víkið þó ekki sé nema eina hársbreidd út af réttri braut, ætlum við ráðherrann að reka þetta bölvað skattframtal alla leið niður í maga á yður.“ „Hvað á þetta að þýða?“ Scott næstum æpti. Clark tók aftur til máls. „Ég á við að ég er stjórnmálamaður og flokksbróðir forsetans, og ef þér farið að halda ræður á móti ríkisstjórninni, eða látið einhvern gera píslarvott úr yður, skal ég . gera úr ástarævintýrinu yðar forsíðufrétt í hverju einasta dag- blaði í landinu." „Ég er viss um að konan mín yrði afar þakklát fyrir það,“ sagði Scott beizkum rómi. „Yður gagnar ekki hót, hers- höfðingi, að skírskota til tára eiginkvenna, ekkna né munaðar- leysingja," sagði Todd. „Lyman forseti hugsaði aðeins um hag þjóðarinnar. Við Clark hugsum um hag flokks okkar." Clark otaði fingri að Scott. „Sér í lagi, hershöfðingi," sagði hann, „þér bjóðið yður ekki fram til forseta á móti Jordan Lyman eftir tvö ár, hvað sem öllum sáttmálum líður og hvað sem öllum skoðanakönnunum líður, Þér megið ekki einu sinni renna huganum að því. Ef þér gerið það, skulum við ráðherrann hengja ungfrú Millicent Segnier um hálsinn á yður eins og myllu- stein." Scott urraði. „Aldrei hef ég fyrirhitt jafn samvalda hóru- syni og ykkur tvo.“ Hann rudd- ist framhjá þeim og gekk hnar- reistur að bíl sínum. „Þið getið stært ykkur af auðvirðilegasta óþokkabragði ársins," sagði hann. „Við þurftum þó ekki að styðjast við þrjú þúsund og fimm hundruð hermenn og leyni- stöð úti í eyðimörk," anzaði Clark. Scott skellti bílhurðinni án þess að segja fleira, og bíllinn rann burt. Todd og Clark fóru 18. HLUTI aftur inn í húsið. Á leiðinni upp í lyftunni varð Todd að orði: „Það er ekki annað hægt en dást að hvernig hann tók ósigrinum. Það var engu líkara en hann stæði á stjórnpalli með sjóinn upp í mitti og hlustaði á hljóm- sveitina leika „Hærra minn guð til þín“.“ „Já. Mikill skaði að hann skyldi ekki vera okkar rnegin." Þeir komu að Lyman stand- andi fyrir framan arininn. Augu hans voru rök og hann hristi höfuðið. „Það er svo sárgræti- legt,“ hvíslaði hann. „Paul fær aldrei að vita að hann bjargaði föðurlandinu þrátt fyrir allt.“ Clark horfði á ristina. Svo sagði hann, og gat ekki fengið af sér að líta á Lyman: „Hann lagði sitt fram, Jordie, það gerði hann sannarlega. En hann gerði þetta ekki. Þú einn gazt það og þú gerðir það.“ Laugardagur Itl. 1 e. h. Æpandi þvaga blaðamanna, svo þétt að sumir urðu að láta rissblokkirnar hvíla á bökum félaga sinna, stimpaðist og brauzt um í skrifstofu blaðafull- trúa Hvíta hússins eins og síldar- torfa í nót. Frank Simon sté upp á skrifborðsstól sinn og veifaði höndunum til að þagga niður hávaðann. Loksins heyrð- ist mannsins mál. „Hvenær fáum við textann?" „Er Lyman að fara frá?“ „Hver fjandinn er um að vera?“ 5 „Ef þið fáist til að þegja andartak," æpti Simon hásri röddu, „skal ég segja ykkur það sem ég veit. I fyrsta lagi bað forsetinn um fimmtán mínútub á dagskrá allra stöðva til að flytja ræðu sem hefur mikla þýðingu fyrir þjóðina. Hann tek- ur til máls klukkan eitt. f öðru lagi, engum texta verður útbýtt fyrirfram, en ...“ „Hver fann upp á því að út- býta engum texta?“ Drynjandi rödd Hal Brennans frá Nevv York Tiines kvað við. „Enginn," hreytti Simon út úr sér. „Ræðan er bara óskrifuð ennþá. Hlustið þið nú, bölvaðir. Við látum hraðritara taka víð hvern af öðrum að skrifa ræð- una eftir sjónvarpi, og þið fáíð afrit kafla fyrir kafla meðán forsetinn er að tala. Útbýting fer fram í biðsalnum. Textinn allur verður til viðtals klukkan hálftvö." „Hver semur ræðuna?" „Forsetinn. Og sem ég lifi hef ég ekki minnstu hugmynd um hvað hann ætlar að segja." Hæðnishlátrar kváðu við I þögninni, en eftir nokkrar mín- útur var hópurinn dreifður um biðsalinn, þar sem menn stóðú í smáhópum og stungu saman nefjum. Milky Waters frá Asso- ciated Press dvaldist hjá skrif- borði Simons. Hann talaði í hálf- um hljóðum. „Eitthvað skriti’ð er að ske. 1 gærkvöld voru þrír tugir skattalögregluþjóna hafðir í einkaskrifstofu fjármálaráð- herrans, og Art Corwin bauð út öllu sínu liði.“ Hann laut niður að vanga Simons. „Kom Scott hershöfðingi hér í húsið i gær- kvöldi?" Furðusvipur kom á Simoh. Scott urraði: „Aldrei hef ég fyrirhitt jafn samvalda hérusyni og ykkur tvo.“ Hann ruddist framhjá þeim og gekk hnarreistur að bii sínum. „Þið getið stært ykkur af auðvirðilegasta óþokka- bragði ársins,“ sagði hann.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.