Fálkinn


Fálkinn - 20.09.1965, Side 33

Fálkinn - 20.09.1965, Side 33
• Hvar er til kona Framh. af bls. 30. — Ég veit ýmislegt meira: Þér eigið dóttur sem stundum kallar yður „Knut“, en ekki pabba, að talan þrír kemur þrisvar fyrir í bílnúmerinu yðar,: og að yður þykir gott að borða buff og lauk. — Þér hljótið að þekkja mig annars staðar frá? — Já, það geri ég, því að við erum nágrannar. Við mæt- umst oft á götunni, ég geng oft framhjá bílaverkstæðinu yðar og sé vinnukonuna yðar oft í búðúnum í kring. Eigin- lega ætti ég að vera móðguð við yður yfir því að þér hafið ekki tékið eftir mér. — Það viðurkenni ég strax. — Og þér getið verið vissir um að ég varð forvitin þegar þér svöruðuð auglýsingunni minni. — Og hvað svo? — Og svo verðum við að komast að raun um hvort við eigum saman. Ekki neita ég því að mér féll konan prýðilega, hreifst af lífsorkunni sem hún bjó yfir, en satt að segja fannst mér hún full aðsópsmikil fyrir fertugan mann. — Haldið þér ekki að ég sé full gamall fyrir yður, sagði ég varlega. Er fjórtán ára ald- ursmunur ekki: full mikill fyrir konu á yðar aldri. Annars vissi ég að aldurs- munur skiptir litlu, ef ekkert var annað. En hún var skarpskyggn og sá mig í gegn. — Verið ekki hræddur. Ég ætla ekki að gabba yður út í neitt sem þér viljið ekki sjálf- ur. Það var bara allt of freist- andi fyxir mig að svara bréfinu yðar. Við drukkum kaffið og svo ók ég dömunni heim. Þessi dagstund breytti ekki öðru okkar á milli en því að nú spyrjum við hvort annað þegar við mætumst á götunni: Nokk- uð að frétta? Það þýðir hvort tími sé kominn til að óska til hamingju. DÓTTIR mín var farin að kvarta yfir því að ég væri lítið heima. Ég hitti fleiri döm- ur frá hjónabandsskrifstofunni, en var ekki hrifinn. í raun- inni hafði ég aldrei haft neinn áhuga á neinni þeirra er ég hafði kynnzt nema Inger Lund. Hún hafði lofað að skrifa, en bréfið var enn ókomið. Þess i. I -. ' -■-,■ DECOWALL- viðarþiljur fullunnar og tilbúnar til uppsetningar. Verðið mjög hagstœtt. Leitið nánari upplýsinga ARÐVIÐARSALAN S.F. Þórsgötu 13. Sími 11931. vegna hringdi ég til hjóna- bandsskrifstofunnar. Áður en ég bar upp erindið sagði konan sem svaraði: — Já, þér viljið auðvitað hitta aðra dömu, úr því að ekkert varð úr þessu með frk. Inger Lund. Við höfum aðra möguleika fyrir yður. — Hvernig vitið þér að það varð ekkert meira með Inger Lund? — Hún hringdi hingað og sagðist ætla að biðja okkur að taka nafn sitt út af listanum yfir hugsanleg eiginkonuefni. Hún gaf ekki upp neina ástæðu. Um níuleytið um kvöldið hringdi ég í Inger. Ég vildi vita fyrir vist hvort hún væri hætt. — Fr. Lund, byrjaði ég, haf- ið þér slæma samvizku? Þögn. Svo sagði hún: — Þér eruð að hugsa um bréfið sem ég lofaði að skrifa. Það er tilbúið. Sannast að segja var það tilbúið fyrir 20 mín- útum. Ég skal setja það i póst á morgun. — En þá fæ ég það ekki fyrr en hinn daginn. Ég hef betra ráð. Ég kem og sæki það núna strax. — Svona seint, nei, ég get ekki... Hvað hún gat ekki veit ég ekki, því að ég lagði á og ók rakleitt heim til hennar. Ég hringdi og hún svaraði strax. — Hér er ég, másaði ég. Fæ ég nú bréfið til Knut Storm? — Komið inn. Hún bauð mér inn i stofu búna nýtízku húsgögnum, en þarna var líka ýmislegt fleira sem konur hafa lag á að finna og gerir íbúðir hlýlegar. Hún fékk mér bréfið og glas af koniakki. Svo fór hún fram í eldhús. Ég byrjaði að lesa: „Kæri Knut Storm. Ég vona að þér hafið ekki látið það fá neitt á yður hve ég var döpur þarna um kvöld- ið. Ég fór einhvern veginn úr jafnvægi eftir þessar ánægjulegu stundir sem ég átti með yður. Það er svo langt siðan ég hef skemmt mér Meira þurfti ég ekki að lesa Það þurfti ekki mikla skarp- skyggni til að greina hina duldu ástarjátningu sem lá að baki orðanna. Ég fór fram í eldhúsið. Við urðum strax sammála. — En ég verð að biðja dótt- ur þína um leyfi til að giftast þér. Hún þarf að segja síha meiningu lika. Þær urðu strax góðir vinir. Eitt verður þú að segja mér, sagði ég. Hvers vegna léztu taka nafn þitt út af listanum hjá skrifstofunni? — Viltu geta? — Nei, segðu það sjálf. — Af því að mér varð strax Ijóst að ég vildi þig eða engan annan. FALK.I NN 33

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.