Fálkinn


Fálkinn - 28.03.1966, Síða 42

Fálkinn - 28.03.1966, Síða 42
KYENÞJOÐIN ltlTSTJÓKl: KUISTJANA STEINGRÍMSDÓTTIII Gleymið ekki að hafa fjölbreytni í fiskréttunum Við skulum vona að farið sé að rætast úr fiskleysinu, svo ykkur sé óhætt að líta á nokkr- ar góðar fiskuppskriftir, sem matreiddar eru í ofni FISKUR MEÐ GRÆNMETI. 1-1 y2 kg þorsk- eða ýsuflök 3-4 gulrætur y2 seljurót 2 laukar Steinselja 1 sítróna Salt, pipar Smjör. Fiskurinn tekinn úr roðinu og skorinn í hæfileg stykki. Grænmetið hreinsað og skorið í sneiðar. % gulrót og selju- rót sett í botninn á eldföstu móti, nokkrum lauksneiðum raðað ofan á, dálitlu af salti stráð yfir. Fiskstykkjunum rað- að ofan á saltið og því næst er afgangurinn af grænmetinu settur í mótið. Dálitlu af salti stráð á og 5-6 piparkornum stungið með. 100 g af bræddu smjöri hellt yfir, sítrónusneið- um raðað ofan á og lok sett á mótið. Sett inn í ofn um 200° heitan í 30-40 mínútur. Athug- ið að láta borða soðið úr mót- inu. Saxaðri steinselju stráð yfir. FISKFLÖK OG GULRÓFUR. 1 kg fiskflök 1 stór rófa iy2 tsk. salt Pipar 1 laukur 75-100 g smjörlíki 3 msk. brauð- mylsna. Roðið tekið af flakinu og það skorið í stykki, rófan hreinsuð og rifin gróft, látin í smurt eldfast mót, fiskinum raðað ofan á. Saltað og piprað. Smáttskornum lauknum stráð ofan á. Brauðmylsnu stráð yfir, smjörlíkið í bitum. Sett inn í 200° heitan ofn í 25-30 mínútur. Borið fram með hrærðum kartöflum. ÞORSKUR STEIKTUR HEILL MEÐ HASSELBACH- KARTÖFLUM. Fiskurinn hreinsaður vel, og lagður í smurt eldfast mót, smjörbitar settir á hann nokk- uð þétt, salti og pipar stráð yfir og fiskurinn steiktur í ofni við 175° í 40 mínútur. Ausið smjörsoðinu yfir við og við. Þvoið og flysjið stórar kart- öflur, skerið þær í þunnar sneiðar, þó þannig, að þær hangi saman að neðanverðu. Raðið kartöflunum hlið við hlið í smurt eldfast mót, hell- ið bræddu smjöri yfir, krydd- að með salti og pipar. Einnig steikt í ofninum í 30-40 mín- útur. Gott er að bera með þessu köld soðin hrogn, sem hrærð hafa verið með majonnes og krydduð með salti, pipar og karrý. höndina? 42 FALKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.