Fálkinn


Fálkinn - 28.03.1966, Qupperneq 45

Fálkinn - 28.03.1966, Qupperneq 45
ORÐ AF ORÐI Verðlaun í 8. umferð hlutu: Þuríður Indriðadóttir, Giljá, Vatnsdal, A-Hún.,'429 stig. Marteinn Heiðarsson, Tjaldbúð- um, Staðarsveit, Snæfellsnesi, 423 stig. Rakarastofan, Hafn- argötu 86, Keflavík, 419 stig. Svar við fyrirspurnum: Það má gjarnan senda fleiri en eina lausn í sama umslagi. Lausn Þuríðar: aflæstar — falastir — lastari — aflæst- ar — hastari — æfastar — staflar — talfæra — ilfata — rafals. Lausn Marteins: aflahæst — falsari — lafrast — afla- hsest — hæfastar — æfastar — staflar — trafali — ilfata — rafals. Lausn Rakarastofunnar: aflæstar — flatari — lafrast — aflæstar — haltra — ærtala — staflar — trafali — ilfata — rafals. Næsta þraut: Næsta lykilorð er ÚTKJÁLKI. Nýjum þátttakendum skal bent á, að eingöngu má nota þá stafi sem koma fyrir í lykilorðinu og ekki oftar í hverju orði en þá er að finna í lykilorðinu. Ekki má nota i fyrir 1, a fyrir á, o. s. frv., og ekki i fyrir y, þá ekki persónuheiti eða staðaheiti, heima- tilbúin orð eða orðskrípi. Rita skal orð samkvæmt ríkj- andi stafsetningarreglum. Verðlaun: Fálkinn veitir vikulega þrenn verðlaun, kr. 300,00 fyrir hverja lausn, en þær eru dregnar úr fimmtán hæstu rétt- SAWT. k V N \ V V N Ni \ N V N N \ X N N N l> \ N N íb N N \ N N N Samtals: Nafn: ........................................ Heimilisfang: ................................ um lausnum. Skilafrestur er tvær vikur. Gerið svo vei að merkja umslagið ORÐ AF ORÐI 12. Utanáskrift- Vikublaðið Fálkinn, pósthólf 1411, Reykjavík. Kæri Astró! Þótt ég sé nú ekki ein af ungu kynslóðinni, þá langar mig mikið að biðja þig að segja mér eitthvað um það, hvað fram- tíðin ber í skauti sínu. Svo er mál með vexti, að ég hef kom- izt að því, að maðurinn minn hefur um nokkurn tíma um- gengizt unga stúlku all náið, og kom það eins og reiðarslag yfir mig, því að ég hélt, að hjónaband okkar væri fársælt, jafnvel þótt ýmislegur ágreiningur hafi verið stundum, þá hefur allt gengið áfallalaust þar til nú. Það getur verið, að manninum finnist ég vera orðin full gamalleg. Ég er í vand- ræðum með, livernig ég á að snúa mér í þessu. Vildi gjarnan vita álit þitt á þessu. ' Með fyrirfram þökk. S. O. Svar til S. O.: Ég birti hér bréf þitt mikið stytt og breytt, en ég vona, að það komi ekki að sök. Ég býst tæplega við, að nokkur geti vitað, annar en þú sjálf, við hverja er átt. Það er áreiðanlega rétt hjá þér, að þú og maðurinn þinn eigið vel saman, og að þarna. er aðeins um stundarhrifningu að ræða hjá honum. Hann þurfti aðeins að fullvissa sig um það, að hann væri ekki orðinn eins gamall og árin segja til um. Hann mundi aldrei láta sér detta í hug að slíta í sundur heimili ykkar og hjónaband vegna svona ævintýris. Það ger- ir ekkert til þótt hann viti, að þú hefur fengið vitneskju um þetta samband, aðeins ef þú gætir þess að hreyta ekki í hann ónotum. Þú ættir fremur að leggja þig fram við að þókn- ast honum og umfram allt áð reyna sjálf að líta vel út. Þótt kona sé komin af léttasta skeiði, er alls engin ástæða til að líta gamallega út. Það er alls ekki árafjöldinn, sem hef- ur mest að segja. Hvert aldurs- skeið hefur sína töfra, aðeins ef maður reynir að fá það bezta út úr því. Þú segir, að vinkon- ur þínar ráðleggi þér að skilja við manninn. Ég held, að þær geti tæplega talizt miklir vinir eða að þær hugsa ekki mikið út í, hvaða afleiðingar sú ákvörðun gæti haft, ekki sízt fyrir þig. Þú mundir alls ekki una lífinu ein, en það mundir þú óneitanlega verða, þar sem börnin eru uppkomin, og lífið verður alls ekki auðvelt fyrir þig. Nei, ég held, að bezt væri fyrir þig að tala í fullri alvöru um .þetta vandamál við mann- inn þinn, skýra þín sjónarmið og fá hann til að tala um sín, og síðan heid ég, að þið mun- uð bæði gleyma þessu víxl- spori, og ef þú gerir þitt til þá tel ég, að þetta ætti ekki að endurtaka sig. Vildirðu ekki stinga upp á því við hann, að þið tækjuð ykkur reglulegt sumarleyfi og færuð til útlanda næsta sumar. Þetta er einmitt mjög hagstæður tími til slíks, og ég trúi ekki öðru, en það yrði ykkur báðum til ógleyman legrar ánægju. FÁlionn 45

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.