Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.03.2000, Blaðsíða 10

Stúdentablaðið - 01.03.2000, Blaðsíða 10
7 Flestir kannast við þau miklu afirek sem hetjur íslendingasagna vinna þegar þær eru á ferð í útlöndum. Þau affek eru oftast mun magnaðri en dáðirnar sem drýgðar eru í túninu heima. Þannig virðast affekin stækka eftir því sem þau fjarlægjast í tíma og rúmi. Þær furður sem tengjast út- löndum virðast tímalaust fýrirbæri. Þannig eru þekktar ferðasögur frá 18. öld þegar evr- ópskir sæfarar rákust á risa sem bjuggu á Patagóníusléttunni í Argentínu. Þær sögur hafa verið rannsakaðar og komið hefur í ljós að örfáir hávaxnir Argentínumenn hafa þró- ast út í að verða heill her af þriggja metra háum risum. En ekki verða undrin alltaf í fjarlægum löndum. Stundum eru þau úti á hlaði og bíða þess að verða uppgötvuð. Þannig er kannski ekki öllum íbúum Setbergshverfis í Hafnarfirði kunnugt um að þeir búa á stað sem gerður hefur verið ódauðlegur í heljar- miklum annál sem nefnist Setbergsannáll. Höfundur hans var Gísh Þorkelsson. Hann fæddist um 1676, líklega á Setbergi við Hafnarfjörð. Móðurafi Gísla var talinn fjöl- kunnugur og fróður maður. Eftir hann ligg- ur kvæði á latínu, Noctes Setbergenses, eða Setbergsnætur, þar sem fyrir koma ýmsar kynjasögur, og ætti það vafalaust erindi við Setbergsbúa um þessar mundir. Talið er að Gísli hafi dvalist hjá móður sinni Þóru að Setbergi alla ævi. Hann var ókvæntur og barnlaus. Hann var líklega ekki skólagenginn en hafði greinilega mikinn áhuga á ýmis konar bókmenntum og stund- aði ekki líkamlega vinnu. Ættartölur kalla hann aumingja án þess að útlista það nánar. Þessi líkamlega vanheilsa Gísla hafði áhrif á ævi hans. Hann tók við búi eftir móður sína en réð illa við búskap, hokraði í einhver ár á Setbergi en endaði sem ómagi. Hann and- aðist 1725 og er Setbergsannáll hans helsta verk. Annáll á mörkum veruleika Sagnfræðilegt gildi Setbergsannáls hefur löngum verið talið rýrt. Mikið efni er tekið orðrétt upp úr öðrum annálum en tahð er að Gísli hafi logið upp atburðum og árferði til að fylla annál sinn. Helst er talið að Gísh skáldi í eyðurnar í fýrri hluta annálsins enda ffeistuðust annálaritarar eflaust fremur til að fýlla í eyður í löngu genginni fortíð en að skálda við atburði sem voru nálægt þeim í tíma. Sagnfræðingar hafa talið að vinnu- brögð Gísla séu einsdæmi í íslenskri annála- ritun. SetbergsannáU er því einstakt bók- menntaverk. Setbergsannáh er viðamikiU. Hann nær yf- ir fimm aldir eða frá árinu 1202 til ársins 1713. Fyrstu þrjár aldirnar fá mun minna rými en þær síðari enda heimildir um þær væntanlega af skornum skammti. í annáln- um ægir saman vísbendingum um heims- mynd þar sem saman renna töffaskUningur, trúarskUningur og vísindaskUningur. AnnáU- inn er því merk hugarfarsheimild þó að helmingur hinna eiginlegu atburða kunni að vera uppspuni. Mismunandi þekkingarkerfi Á 17. og 18. öld toguðust mismunandi þekkingarkerfi á í íslensku samfélagj. Upp- lýsingin var að halda innreið sína og tekist var á um þekkingarfræðilegar forsendur heimsmynda. Leitað var náttúrulegra skýr- inga á fýrirbærum í anda vísindaskilnings en einnig var skýringa leitað hjá almáttugum guði í anda trúarskUnings eða hjá yfirnátt- úrulegum vættum og innra krafti náttúr- unnar í anda töfraskilnings. Munur þessara þekkingarkerfa hefur m.a. verið skilgreindur þannig að vísindaskiln- ingur sé veraldlegur en töffa- og trúarskiln- ingur andlegur. í guðffæði miðalda var nauðsynlegt að aðskUja töffa og trú og mik- ið var lagt upp úr því að skUgreina guðleg kraftaverk innan réttrar trúar á meðan töffar voru afhinu Ula. En þó að aðgreiningin væri skýr í orði þá var ekki svo í reynd. Töfrar og vísindi Töfraskilningur er áberandi hjá Gísla. Reglulega er sagt ffá fýrirbærum á borð við sæskrímsli, náttúruvættir og himnasýnir eins og um staðreyndir sé að ræða enda voru þessir hlutir fastur hður í því þekkingarkerfi sem Gísh lifði og hrærðist í. Vissulega voru þau sjaldgæf en eigi að síður hluti af veru- leikanum. Þau vöktu óhug en ekki vantrú. Ég ætla að nefna nokkur slík dæmi í fýrri hlutanum eru hvers konar sæskrímsh mjög áberandi. Árin 1206, 1402, 1470 og 1532 rekur sæskrímsli á land en venjulega skolast þau til baka og hverfa þar með. Að auki rak ljón á land árið 1230 með hafís og því tókst að valda miklum skaða í stuttri heimsókn sinni á landinu. Shk ísljón eru annars lítið þekkt í heiminum. Að auki rak fimm hákarla á iand 1266 og voru þeir óvenjulega stórir. Skrímslunum er oft lýst nákvæmlega, t.d. skrímshnu sem hingað rak 1206: „Rak suður með Garði skrímsli með 8 fót- um í einu norðanveðri; var grátt sem selur með heststrjónu eður haus, en rófu upp úr bakinu; hvarf nóttina effir. Þetta skeði um veturnætur.“ Lýsingar á skrímslum standa iðulega inn- an um árferðislýsingar og annað álíka hvers- dagslegt. Ég nefni dæmi frá 1470: „Vetur harður ffá jólum til vors. Hróflað- ist víða af peningum. Hvalreki ofsamikill á Austfjörðum. Hafís lá um landið ffam á sumar. Selveiði mikil á honum fýrir norðan. Rak eitt undarlegt [skrímsl] syðra í Hafn- arfirði með tveimur höfðum, en öngvum sunduggum." Meira gerðist ekki árið 1470. Hafls og harður vetur og eitt tvíhöfða sæskrímsli. Hér renna saman vísindaskilningur þar sem lögð er áhersla á að lýsa árferði og jákvæðum efnahagslegum afleiðingum af hörðum vetri, þ.e. hvalreka og selveiði. í sama brot- inu ferðumst við svo á milli þekkingarkerfa og höldum inn í heim töffaskilnings þar sem tvíhöfða skrímsh svamla í Hafnarfirði eins og ekkert sé sjálfiagðara. Gísli leggur ekkert mat á hvorugan atburðinn en situr í sæti hlutlauss skrásetjara. Lýsingar Gísla á árferði og heilsufari bera að sjálfeögðu vott um vísindalegt gildismat. Hann setur hlutina stundum í orsakasam- hengi sem er annað einkenni á vísindaskiln- ingi og reynir þá ekki að fella aht inn í dul- ræn táknkerfi. Ég nefni sem dæmi klausu um árið 1655 þar sem segir effirfarandi: „Það vor og sumar dóu fýrir sunnan nokkr- ar manneskjur snögglega, aUs 7; sumar af of- drykkju.“ Hér er skyndilegur dauðdagi út- skýrður í anda vísindaskilnings. Forspárgildi náttúrunnar Töfraskilningurinn hefur þó átt ríkari þátt í Gísla en vísindaskilningurinn og það sem vekur mesta athygli nútímalesanda eru ýms- ar náttúruvættir og himnasýnir sem koma inn í frásögnina og virðast jafnvel hafa for- spárgildi samkvæmt Gísla. Alla 17. öldina virðast vígahnettir vera að fljúga um loftin blá, sólin að myrkvast og fleira í þeim dúr. Upphafsár aldarinnar, 1601, sýnir vel forspárgildi náttúrunnar: „Skeði hræðileg formyrkvan á sólunni á Magnúsmessu fýrir jól, hver að lengi dags stóð yfir eður mestallan daginn, hvað að haldið var boðað hefði eftirkomandi óáran og harðindi, og strax með þeim degi skipti um veðráttu til harðinda.“ Þetta er dagljóst mál, fýrir alþýðumann á 17. öld sem ekki hafði kynnt sér boðskap upplýsingarinnar hlaut slík meðferð á sólinni að boða illt. Og Gísli skefur ekki utan af hlutunum heldur fer allt að ganga heldur verr strax ffá og með þessum sólmyrkva. Velta má fýrir sér hvernig Gísli hefði lýst þeim harðinda- og eldgosavetri sem nú hef- ur gengið yfir. Mulder og Scully — afkomendur Gísla Það er eðlilegt að leggja merkingu í hluti, merkingu sem fellur að lífsskoðun manns. Þannig gerir nútímamaðurinn daglega og Gísli Þorkelsson h'ka. Þessir tveir mismun- andi skilningar á tilverunni eru enn að renna saman, til dæmis í Ráðgátuþáttunum, X- Files. Þar var Lagarfljótsormurinn nefndur sem dæmi um áhugaverð sæskrímsli í þætti þar sem Mulder og Scully ghmdu við stökk- breyttan krókódíl (eða eitthvert svipað fýrir- bæri) í stöðuvatni nálægt bandarískum smá- bæ. Þessi sami Lagarfljótsormur kcmur fýrir hjá Gísla en árið 1479 á hann að hafa sést. í Ráðgátum er alltaf leitast við að beita vísindalegum aðferðum, gerðar eru læknis- ffæðilegar prófanir og tilraunir og leitað heimilda en eins og allir vita sem þekkja til þeirra þátta verður ekki allt skýrt á þann hátt. Þær eru því erkidæmi vestræns afþrey- ingariðnaðar um samruna þekkingarkerfa. Þær sýna okkur líka að mennirnir breytast kannski ekki eins mikið og þeir halda. Katrín Jakobsdóttir 10 stúdentablaöið - mars ‘00

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.