Stúdentablaðið - 01.03.2000, Blaðsíða 17
króna. Hörður segir að málið sé mjög flók-
ið lagalega séð og er ekki tilbúinn til að taka
afstöðu til þess hvað það varðar.
„Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að séu
einhverjir í þessu samfélagi reiðubúnir að
grciða þessa fjárhæð fyrir MBA próf, eigi að
gera þeim það kleift. I’að er nauðsynlegt að
taka upp umræðuna um hvernig háskólar
cru fjármagnaðir. Það þarf meira fé en það
sem skattgreiðendur vilja leggja til ef þróa á
kennslu og rannsóknir við Háskóla íslands
hraðar og betur en nú er. Leita verður nýrra
leiða í því sambandi, hvort sem það er sam-
starf við atvinnulíf eða með því að taka upp
skóla- eða kennslugjöld að einhverju leyti.
Það er eitt af því sem ræður því í ffamtíðinni
hversu hratt skólinn þróist. Ekki má gleyma
því að hér eru komnar aðrar menntastofnan-
ir á háskólastigi sem að einhverju marki
keppa við Háskóla íslands þótt það sé ckki
umsvifamikil samkeppni í bili. Einnig er Há-
skólinn í alþjóðlegri samkeppni."
J’cgar Hörður er spurður hvort hann sé
hlynntur skólagjöldum, svarar hann:
„Ég tel að óhjákvæmilegt sé að horfa al-
varlega til þess að taka upp skólagjöld með
einhverjum hætti. Hvernig og að hvaða
marki verða menn að þróa með sér og ná
samstöðu um. Það yrði sjálfsagt gert í
áföngum. Þetta hefur verið gert víða erlend-
is með mjög góðum árangri.
Þetta er spurning um aðhald og gæði
menntunarinnar. Fyrir þrjátíu árum var ég í
skóla sem tók há skólagjöld. Það var mjög
ffóðlegt að sjá fólk keppast um að komast
inn í þennan góða háskóla og hvernig það
hagaði sér. Fólk gerði miklar kröftir um að
það fengi út úr kennslunni það sem það
hafði borgað fyrir.“
„Ég ætla Háskólanum að hafa það bein í
nefinu að geta stýrt slíku samstarfi og sett
sér reglur um það. Þetta er gert víða um
heim. Þeim mun sterkari sem háskóla eru
því auðveldara eiga þeir með búa sér til
grundvallarreglur.
Almennt talað held ég að í rannsóknar-
verkefnum skipti háskólinn og rann-
Óþarfa hræðsla
Þótt Háskóli íslands hafi verið tregur til að
stíga skrefin í átt að atvinnulífinu er þó eitt
hæst metna fyrirtæki nú um stundir, Marel,
sprottið upp úr háskólasamfélaginu. Nýlega
var það tilkynnt að eitt umdeildasta fyrirtæki
landsins, íslensk erfðagreining væri á leið-
inni í Vatnsmýrina og hyggja HÍ og ÍE á
samstarf í ffamtíðinni. Svo virðist því vera að
menn óhræddari nú en áður við náin tengsl
Háskólans og atvinnulífsins. Hörður telur
það óþarfa hræðslu að tengsl fyrirtækja við
rannsóknarverkefni þurfi að grafa undan
Háskólanum og akademísku ffelsi.
sóknaumhverfið meira máli fyrir fyrirtækið
en öfiigt og því eigi háskóhnn í fullu tré við
fyrirtækin. Mér sýnist þetta viðhorf vera
víkjandi og þörfin fyrir þekkingu sé svo mik-
il að háskólarnir geti stýrt þessu.“
Háskólar í Reykjavík
Viðskiptaháskólinn í Reykjavík tilkynnti
fyrir nokkrum vikum að nafni skólans hefði
verið breytt í Háskólinn í Reykjavík. Að-
spurður um það segir Hörður:
„Ég er þeirrar skoðunar að það sé aðeins
einn háskóli á íslandi sem standi undir nafni,
hvað sem verður. Það eru engar rannsóknir
stundaðar í Háskólanum í Reykjavík en það
bannar þcim ekki að kalla skólann háskóla.“
Áhersla á háskólamenntun stór þáttur
Hörður segir fyrirtæki sitt, Eimskip, fjárfesta
mjög mikið í þekkingu og mikil áhersla sé
lögð á að ráða háskólamenntað fólk í hclstu
stöður. Framhaldsmenntun og það að hluti
af náminu hafi farið fram erlendis skiptir
einnig miklu máli. Hann telur að þessi
áhersla Eimskips á háskólamenntun sé stór
þáttur í velgengi fyrirtækisins á síðustu ár-
um. Mikil áhersla er einnig lögð á ffæðslu
innan fyrirtækisins en 35-40 milljónum
króna er varið til ffæðslu- og þekkingarmála
hjá Eimskipi á hverju ári.
Hörður segir að á sínum tíma hafi hann
ekki verið sannfærður um hvað hann fengi
út úr framhaldsnámi sínu annað en ánægj-
una.
„Mér er fyrir löngu ljóst að þetta er það
skynsamlegasta sem ég hef nokkru sinni
gert.“
Sigtryggur Magnason
Vantar þig
í sumar?
nýttu þér námiö
www.fs. s
Opió kl. 10 -17 alla virka daga
ATVINNUMIÐSTÖÐIN
Stúdentaheimilinu v/Hringbraut
stúdentablaðið - mars ‘00 17