Stúdentablaðið - 01.03.2000, Blaðsíða 26
*
Britney Spears
-Bríet þeirra Bandaríkjamanna
Frábærir hæfileikar eða frábær markaðs-
setning? I’ctta eru spurningar sem
vakna þegar rætt er um poppdívuna
Britney Spears. Hvað sem sagt verður um
Britney er ekki hægt að neita því að vinsæld-
ir hennar eru óhemjumiklar.
Stúdentablaðinu lék forvitni á að vita hver
stúlkan á bakvið andlitið og persónuleikinn
á bak við röddina er og gerði því út rit-
nefndarfúlltrúa sinn í þeim tilgangi að leita
svara við þessum spurningum. Byrjum á
nokkrum grundvallarstaðreyndum um
poppsöngkonuna sem heimurinn dáir og
dýrkar- áður en lengra er haldið.
„What Child Is This“
Britney Jean Spears fæddist 2. desember
1981 í Kentwood, sem er smábær í Louisi-
ana. Hæfileikar hennar komu snemma í ljós
því aðeins 4 ára að aldri kom stúlkan íyrst
fram. Þá söng Britney, eða Brit eða jafnvel
Bit Bit eins og hún er kölluð af vinum og
vandamönnum, lagið „What Child Is This“
í heimakirkju sinni í Kentwood við mikinn
fögnuð bæjarbúa. Sú stund er raunar sögð
ógleymanleg af þeim sem hana upplifðu.
Frami hennar hófst þó ekki af neinni al-
vöru fyrir en hnátan var orðin fúllra 8 vetra
en þá fór Britney litla alla leið til Atlanta þar
sem hún tók þátt í áheyrnarprufu hjá
skemmtanarisanum Disney í svokölluðum
Mickey Mousc Club (MMC). Hún þótti of
ung en þegar hún var orðin 11 ára þótti Dis-
ney hún tilbúin að axla þá ábyrgð að bera
Mikka Múseyrun og varð Britney við það
fúllgildur meðlimur MMC.
Árið 1993 sneri Brit heim til Kentwood í
þeim tilgangi að fara í það sem Kaninn kall-
ar High School en þörfin fýrir ffægð og
frama bar Brit ofúrliði. Hún var komin til
New York ári seinna. Það verður því seint
sagt um hana Britneyju að hún sé langskóla-
gengin. Aðeins 15 ára gömul var stelpan svo
komin á samning, að gera góða hluti og
ávöxtur vinnu hennar var ekki lengi að skila
sér. Árið 1998 kom fyrsta breiðskífa Britn-
ey Spears út.
Eins og hver önnur stelpa
Það gleymist oft þegar rætt er um Britneyju
hve ung hún er og sjálf segist hún bara vera
eins og hver önnur táningsstelpa. Hún met-
ur systkin sín mikils, þau Bryan 21 árs og
Jamie Lynn sem er 8 ára og segist um margt
leita til þeirra þegar vandi steðjar að.
Brit hefur að hæfileikum verið líkt við ekki
ómerkari söngkonur en þær Mariah Carey
og Whitney Houston. Hér sést þó aldur
telpunnar glögglega, því þessar sömu konur
eru einmitt hennar átrúnaðargoð!
Það er ekki laust við að kynhvötin sé farin
að gera vart við sig hjá Britneyju- sem er
ósjaldan upphaf ógæfú kvenna. Það sést til
að mynda þegar hún er beðin um nefna eft-
irlætishljómsveitir sínar. Þá nefnir hún
Backstreet Boys (feikilega góð hljómsveit)
og Aerosmith (ekki jafngóð) en þegar und-
irrituð spurði hana að því hvort hún hefði
heyrt um Röskvubandið sagði hún svo ekki
vera en ljómaði af spenningi þegar henni var
sagt ffá hæfileikum hljómsveitarinnar.
Britney hefúr ekki síður smekk þegar
kemur að kvikmyndum cn tónlist. Uppá-
haldsleikarar hennar eru Tom Cruise (lék í
bestu mynd allra tíma, Coctail), Mel Gib-
son („they can never take our ffecdom") og
Brad Pitt (fær gæðaprik fyrir að vera með
friendsgyðjunni Jennifer Aniston).
Aðspurð um áhugamál segir hún: „I
guess it's Singing, Dancing, Shopping,
Going To The Beach and Reading Romant-
ic Novels. These are the Things I love to
do.“
Fínar júllur
Einn af heimildarmönnum mínum (G. B
Kjartans) komst þannig að orði þegar við
ræddum um það sem þyrfti að koma ffam í
grein um Brit.
„Þú getur ekki skrifað um Britneyju án
þess að skrifa um brjóstin hennar."
Það er sannleikskorn í þessum ummælum.
Því hefúr nefnilega verið haldið ffam af
óprúttnum vonskumönnum að barmur
Britneyjar sé ekki ffá náttúrunnar hendi
heldur að um sé að ræða millennium-barm
úr plasti. Sömu menn benda máli sínu til
stuðnings á ljósmyndir af stelpunni og sjá
augljósan mun, segja þetta bersýnilega vera
„fyrir og eftir“ myndir. En bíðið nú hæg.
Britney er aðeins 18 ára gömul og því er lík-
ami hennar fyrst nú að öðlast endanlega
kvenmannsmynd. Þegar sýndar eru 2 ára
gamlarmyndirafhenni, erþánokkuð nema
von að stúlkan hafi stækkað á þeim tíma? 16
ára stúlkur hafa ekki fengið endanlegt form,
fúllkomnar kvenmannslínur.
Blekking Britneyjar
En rógsins tönn þegir sjaldnast. Þeir eru til
sem segja Birtney ljúga til um aldur. Að
stúlkan sé alls ekki stúlka heldur fúllvaxta
kona. Hvers vegna ætti Britney að ljúga,
spyr sá sem ekki veit.
Ástæðan fyrir því er sögð vera sú að það er
harla auðvelt verk að markaðssetja stút-
ungskerlingu í skólabúningi. Þess vegna
verður að segja Britney yngri en hún raun-
verulega er. Heimildir eru þó á reiki þegar
reynt er að komast að því hver „réttur“ ald-
ur hennar er.
En er ekki réttur Britneyjar að laga sig að
kröfúm markaðarins? Hvernig á hún að vera
trúverðug sem ímynd skólastúlkunnar ef
hún er langtum eldri en skólastúlkur jafnan
eru?
Þetta er jafnsjálfsagt og þegar Britney
okkar íslendinga - Bríetarkompaníð- litar
hárið á sér svart. Bitur kona er ekki ljóshærð.
Kona sem talar í sífellu um hlutgervingu
kvenna og hugsar með hryllingi til þess að
konur ráðist gegn eigin líkama með brjósta-
stækkun þarf eðli málsins samkvæmt að lita
hár sitt eldrautt eða blásvart.
Boðskapurinn
Gagnrýnendur hafa hnýtt í Britneyju og
meðal annars gert mikið úr því að textar
hennar séu þunnir. Að þar sé ekki að finna
uppbyggilegan boðskap. Lítum aðeins á lag-
ið Baby One More Time. Þar fjallar hún á
hipsurslausan máta um ástina og það hve
erfitt er að missa hana. Hver kannast ekki
við slíkar tilfinningar?
Oh baby baby, Oh baby baby
Oh baby baby, how was I supposed to know
that something wasn't right here
Oh baby baby, I shouidn't have let you go..
Svo kemur viðlagið:
My loneliness is killing me (and I)
I must confess I still believe (still believe)
When I 'm not with you I lose my mind
give me a sign, hit me baby one more time!
Viðlag lagsins Sometimes vekur óneitan-
lega upp stórar spurningar og sýnir svart á
hvítu einlægni Brit. Hún er bara eins og við
hinar, þráir ekkert heitar en að vera elskuð af
réttum manni. Þar syngur hún:
Sometimes I run
Sometimes I hide
Sometimes l'm scared ofyou
But all I really want is to hold you tight
Treat you right, be with you day and night
Baby all I need is time
Og síðar heldur hún áfram:
You'll see that, you're the only one for me
Just hang around and you'll see
There's no where l'd rather be
Ifyou love me, trust in me
The way that I trust in you
í laginu Born to Make You Happy krist-
allast þörf litlu stúlkunnar fyrir ást. Hún
syngur:
If only you were here tonight
I know that we could make it right
Viðlagið:
I don't know how to live without your love
I was born to make you happy
'Cause you're the only one within my heart
Það er því barnaleikur einn að hrekja þau
rök að Britney sé ekki djúpvitur kona,
heldur sannkölluð mannvitsbrekka.
Verðlaunadrottning
Britney Spears er verðlaunadrottning. Flest
munum við eftir því hvernig hún sópaði að
sér verðlaunum á MTV verðlaunahátíðinni.
Hún fékk verðlaun sem besta söngkonan,
besta poppsöngkonan, besti nýgræðingur-
inn í bransanum og hún hlaut vitaskuld
verðlaun fyrir besta lagið sem er „Baby One
More Time“. Á sömu hátíð fóru ekki rninni
listamenn cn Ricky Martin, Madonna og
TLC tómhent heim sem hlýtur að vera til
marks um yfirburði okkar konu.
En hver skyldi vera leiðin að þessum ár-
angri og langar Britney til þess að halda
áfram á sömu braut eða stefnir hún á frekara
nám? Britney er ekki í vafa.
“I want music to always be a part of
my life. It will always be a part of my life,
and I just want to grow as a person each
time each album comes out. I want to
focus on my music right now and if film
or something comes up, I'd go for it. But
music will always be my main priority.
Just like Madonna. I respect her so rnuch
because of her constant changes as a per-
son and as a woman and I just totally ad-
mire that.“
Þorbjörg Gunnlaugsdóttir
jgjg 'Æ ^
^ m. § **
t
26 stúdentablaðið - mars ‘00