Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.03.2000, Blaðsíða 14

Stúdentablaðið - 01.03.2000, Blaðsíða 14
Betra umhverfi betri skóli Sidbúin stefna umbótasinnans Friójóns Helga- sonar, formanns Röku. íslensku- nema og áhuga- manns um fugla- skoðun: Friðjón Helgason er einn þeirra stúd- enta sem lætur ekki mikið yfir sér og eru þeir eflaust fáir sem minnast þess að hafa séð Friðjón innan veggja HI. Kannski er það ástæðan fyrir því að Frið- jón var mánuði of seinn að tilkynna ffamboð sitt til Stúdentaráðs. „Ólíkt öðrum fylkingum sem boðið hafa fram hér við HÍ legg ég megináherslu á al- vöru velferð stúdenta. Aherslur mínar eru á hið hversdagslega og mikilvæga í daglegu lífi stúdenta. Ég birti hér stefnu Röku. Veðrið Veðrið er nokkuð sem sífellt er til trafala fyr- ir stúdenta. Ásamt öryrkjum, börnum og eldra fólki þurfa stúdentar að þvæiast um bæinn þveran og endilangan í strætisvögn- um sem eru ferðamáti í menningarborg en alls ekki í Reykjavík. Til að bæta hag stúdenta vegna veðursins er ég með nokkrar tillögur. Áfrýjunarnefnd veðurmála Hafi stúdent eitthvað út á veðrið að setja eru honum í dag allar bjargir bannaðar. Hann verður að þvælast af stað í skólann hvernig sem viðrar. Með því að koma á fót áfrýjunarnefnd veðurmála er komið til móts við stúdenta hvað varðar veðurfar. Nefndin yrði skipuð fimm mönnum, Veðurstofu- stjóra, fulltrúa stjórnsýslu Háskóla íslands og þremur fúlltrúum stúdenta (tveimur úr Röku og einum úr hinum fylkingunum tveimur (þeirra vandamál)). Veðurfarslegur jöfnunarsjóður Ég er eins og margir stúdentar ættaður að norðan þar sem ríkir ævarandi góðviðri allan ársins hring. Hér í höfbðborginni er drullu- veður alla daga ársins og hending ef sólin sér niður fyrir skýjasoppuna. Hér er ýmist míg- andi rigning eða nístandi frost með tilheyr- andi stormi og úrkomu. Eina ráðið er að stofna veðurfarslegan jöfhunarsjóð. Eins og skilja má af heiti sjóðsins er hann til þess fallinn að jafna veðr- inu út. í sjóðsstjórn sitja þrír, Veðurstofú- stjóri og tveir stúdentar, annar skipaður af Röku en hinn af hinum fylkingunum tveim- ur. Veðurfræðinám við HÍ Raunvísindadeild taki upp náið samstarf við heimspekideild um kennslu veðurfræðinga. Eins og málum er háttað eru veðurfræðing- ar menntaðir í öðrum löndum. I’að er aug- ljóst að slíkt gengur ekki upp og kemur nið- ur á veðrinu. íslenska veðrið hefúr augljósa sérstöðu miðað við önnur veður og fárán- legt að kenna ekki veðurfræði í mesta veðra- víti alheimsins. Það væri alveg eins hægt að kenna íslensku í Póllandi eða almenn mann- réttindi í Kína. Samgöngur Samgöngur eru nokkuð sem skiptir alla stúdenta máli. Ég ferðast mikið með strætis- vögnum sjálfúr og veit helstu galla leiðakerf- anna og vagnanna sjálffa. Hraðskreiðari vagna og skrækari bílstjóra Strætisvagnar eru jafnhraðskreiðir og Grundarar. I’að þarf að stokka upp inn- kaupakerfi borgarinnar og kaupa almenni- lega vagna. Ekkert vetnisrugl, ffekar helíum svo bílstjórarnir verði fyndnari þegar þeir bjóða góðan daginn. Þægilegri sæti Sætin í strætó eru óþægileg og alls ekki gerð fyrir fólk með gyllinæð. Pað er ekki hægt að bjóða fólki upp á gyllinæð að ferðast með strætó og því skilst mér að það taki miklu fremur leigubíla. Pað eru sjaldnast svo margir í strætó að vagnarnir séu fúllir og því ekki úr vegi að koma fyrir leðursófasettum og kannski bar. Hressari vagnsstjóra Strætisvagnastjórar eiga að vera svona hemmagunntýpur - ekki þessar köldu þöglu týpur sem mættd kenna við Boga Ágústsson. Og talandi um Boga... Betri fréttir Og þá ekki endilega betri fréttamenn og fféttatíma, þeir eru ágætir. Mildu fremur þarf að byrja þar sem meinið er: Góðar frétt- ir gerast mun sjaldnar en þær vondu. Skamm vondu fréttir! Betri einkunnir Ekki þýðir að tala endalaust um betri kennsluhætti. Það er ekki vandamál stúd- enta. Einkunnirnar eru vandamálið og þær verður að hækka. Hærri einkunnir þýðir betri atvinnumöguleika fyrir stúdenta og bætta ásjónu HÍ á erlendum vettvangi. Strax myndi bæta ástandið ef kennarar gæfú greinarbetri upplýsingar við próftöku eða deildu í einkunnir með þremur og marg- földuðu síðan með fjórum. Styttri námstíma Það er engum til góðs að hanga inni í skóla í mörg ár. Hægt er að stytta mjög skólaárið með einföldum aðgerðum. Samkvæmt al- þjóðlegum stöðlum verður BA-próf víst að vera með 90 einingar að baki. Það er þó ekkert því til fyrirstöðu að láta hvert nám- skeið gilda meira. Fimm eininga námskeið- um mætti breyta í 10 eða 15 eininga nám- skeið - því fleiri - því sneggri - því betri. í deildum þeim sem ekki hafa einingakerf- ið er engin ástæða til að hafa námið svona langt. Minna nám - meiri peningar Vinsælt er að tala um fjársvelti Háskólans. Til að leysa það vandamál vilja flestir fá meiri peninga úr ríkissjóði. Ég tel að þessi vanda- mál væri hægt að leysa án ffekara framlags ríkisins. Það er augljóst að hægt er að spara í dýrum deildum eins og tannlæknadeild með samstarfi við Iðnskólann í Reykjavík. Sama gildir um Verkffæðideild. í stað guðffæðikennslu væri nær að fólk sækti kirkju reglulega. Inn í jarðfræðinám væri hægt að meta störf Vinnuskóla Reykja- víkur. Og að lokum: Hver kann ekki ís- lensku? Skemmtilegri háskóla Oft vilja fylkingarnar að Háskólinn sé skemmtilegri. Ekki hafa komið fram neinar færar leiðir í þá átt ffá fyrri öflum hér við HÍ, nema þá kannski ffá Haka. í mínum huga er leiðin aðeins ein og er hún greið: Vínveit- ingar í kaffistofúm FS. Ég er aldrei skemmtilegri en þegar ég er kominn vel í glas og veit ég að það er einnig reynsla fleiri stúdenta. Almennt fyllirí gerir h'fið skemmtilegra. Niður úr tuminum Margir vilja halda því ffam að Háskóli ís- lands sé filabeinsturn og þeir sem þar kenna og stunda nám séu ekki í nægilega miklum tengslum við þjóðlífið. Þótt ég telji að þetta sé orðum aukið er ég á því að við mættum nýta krafta alþýðunnar í meira mæli en gert er. Gott væri að fá gestakennara inn í deild- ir Háskólans. Dæmi um það væru: • í efnaffæði væri tilvalið að fá Franklin Steiner sem hefúr umfangsmikla rcynslu af allskonar efnum. Hann gxti einnig haldið einstaka fyrirlestra í Lagadeild. • í bókmenntaffæði gæti Birgitta H. Halldórsdóttir haldið fyrirlestra um hvernig á ekki að skrifa bækur. • í viðskiptafræði gæti Kristinn Sigtryggs- son haldið magnaða fyrirlestra um fyrir- tækjarekstur. ... og svo mætti lengi telja. Inniskór Inniskó handa öllum stúdentum. Þar sem ég var of seinn að skila inn lista fyrir kosningar til Stúdenta- og Háskólaráðs bið ég stúdcnta að hafa þau gildi scm ég stend fyrir í huga næst þegar þeir ganga að kjörborði. Ég verð hins vegar útskrifaður þegar næst verður kosið í Háskólanum. Lifið heil!“ Friöjón Hetgason 14 stúdentablaðið - mars ‘00

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.