Mjölnir - 01.03.1934, Qupperneq 9
MJöLNIR
7
jafnréttis- og frelsisátt, sem átt hefur sér stað
meðal vestrænna þjóða allt frá fornöld, er kristn-
inni að þakka?
Veit hann ekki, að með kristninni hefir breiðzt
út um heiminn sá skilningur á lífi mannanna,
sem borið hefur uppi allar félagslegar umbætur
hvítra manna fram á þenna dag?
Að við jarðbúar séum allir jafnbornir til að
njóta lífsins hefir aldrei neinum manni dottið í
hug að neita í trúarbragðanna nafni. En í hvaða
merkingu er Lárus Blöndal að tala um »að njóta
lífsins«?
Af því hann er Kommúnisti, verður ekki hjá
því komizt að skilja orð hans í mjög efnahags-
legri merkingu. Hann mun þá t. d. eiga við það,
að allir hafi jafnan rétt til að drekka eins mikið
áfengi og þá langar í, svo eitthvert dæmi sé tekið.
— Þarna er lífsskoðun Kommúnista lifandi komin!
Um þetta er barizt. Fyrir þetta á að útrýma
þjóðskipulaginu, kirkjunni og öllu, sem hvítir
menn hafa sett sér til að vernda og efla með sér
siðferðilega menningu. — Blindar fýsnir í fánýt-
ustu og skaðlegustu stundaránægju heimta yfir-
ráðin yfir heiminum. —■ En þó kastar tólfunum,
þegar þessi ályktun kemur:
»Það þarf auðvitað þroska til að setja óskum sínum
takmörk og biðja einungis um það, sem skynsamlegt er
að biðja um. Það þarf hófstillingu til að láta sér nægja
-eitt líf.«
Það er nýstárlegt að heyra talað um hófstill-
ingu í þessari merkingu. En þetta er laukrétt
kommúnistiskt viðhorf: Mennirnir eiga að hætta
að gera andlegar og siðferðilegar kröfur til sjálfra
sín. Þeir eiga að setja óskum sínum þau takmörk,
að láta sér aðeins nægja að vera dýr í maura-
búi þess skiplags, sem viðbjóðslegustu námenni
stjórna með harðri hendi (eins og nú er í Rúss-
landi). Þeir eiga að velja óskum sínum þau tak-
mörk, að hætta að líta á sál sína sem eilífa veru.
Þeir eiga að velja óskum sínum þau takmörk, að
lífið hafi engan æðra tilgang en þann að þægja
frumstæðustu og dýrslegustu þörfum Iíkamans.
Þeir eiga að temja sér þá hófstillingu að láta sig
hætta að langa til að vaxa upp úr heimsku og
skepnuskap og verða andlega frjálsir menn.
Hafi einhver efazt um, að kirkjan á Islandi
væri öflug og áhrifarík stofnun, þá mætti benda
þeim sama á þessa klausu Kommúnistans. Til þess
að venja menn á þá hófstillingu að loka augun-
um fyrir gildi allra andlegra verðmæta í lífinu,
þá einu hófstillingu, sem getur þolað kommúnist-
ískt skipulag, þarf að afnema kirkjuna.
Kirkjan, vígi kristinnar lífsskoðunar í landinu,
frjálslynd og víðsýn menningarstofnun með vak-
andi skilning á fjölbreyttum, andlegum þörfum
einstaklinganna, er öruggasta vígið gegn villi-
mennsku Kommúnistanna, ef hún rækir hlutverk
sitt vel. Lictor.
[1 næsta blaði verður vikið örfáum orðum að frammi-
stöðu Sölva H. Blöndals, hins bróðurins.]
Starfsaðferðir Marxista.
Stéttabarátta — Alþjóðastefna.
Eitt höfuðstefnuskráratriði Marxismans er
kenningin um hinar tvær alþjóðlegu stéttir, stétt
eignamanna, þ. e. a. s. stétt hinna svokölluðu auð-
kýfinga, borgara o. s. frv., og stétt öreiganna,
verkamanna.
Þessar tvær stéttir eiga svo að vera fullkom-
lega andstæðar, og á milli þeirra á að vera stað-
fest hið ógurlegasta djúp, sem alltaf sé að dýpka.
Ef vér lítum yfir þróunarsögu mannkynsins í
stórum dráttum, og athugum, hvernig atvinnulíf-
inu er háttað á hinum ýmsu tímum, munum vér
fljótt komast að raun um, að hið gagnstæða við
framantalda kenningu hlýtur að vera ríkjandi í
þi’óuninni.
I upphafi mannkynssögunnar, þá er maðurinn
eigi hefir nein tæki, lifir hann á jurtum og sein-
færum smádýrum, er hann getur náð í. öll fjöl-
skyldan flakkar um og stundar þessa söfnunar-
atvinnu með honum. Þá lærist manninum að nota
tæki, sem gera honum kleift að ráða niðurlögum
stærri dýra. Þá kemur fyrsta atvinnuskiftingin
fram. Karlmaðurinn, sá sterkari, hæfari, gjörist
veiðimaður, en konan heldur hinni fyrri söfnunar-
atvinnu áfram.
Þá gerist tvennt jafnsnemma: 1. maðurinn fer
að ternja dýrin og fylgja þeim eftir haglendinu;
hann er orðinn hirðingi. 2. maðurinn fer sjálfur
að rækta tré þau og jurtir, er hann þarf að nota,
en heldur jafnframt áfram veiðunum. Karlmaður-
inn stundar enn veiðarnar, en konan hugsar um
akurinn, ásamt heimilinu, því að nú hefir hann
fengið fastan bólstað. Heilu kynkvíslirnar eiga akr-
ana í sameiningu, vinna að þeim sameiginlega og
skifta arðinum hlutfallslega með sér eftir vinnu
þeirra hvers um sig. Meðal hirðingjanna aftur á