Fréttablaðið - 12.10.2009, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 12.10.2009, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 12. október 2009 15 Austur-Indíafjelagið, elsta og vinsælasta indverska veitingahúsið hér á landi, fagnar nú 15 ára afmæli. Í tilefni þess höfum við sett saman þriggja rétta afmælismatseðil með okkar vinsælustu réttum í gegnum tíðina. Afmælismatseðillinn er í boði í október. Gríptu tækifærið og taktu þátt í indversku ævintýri á hreint frábæru verði! Borðapantanir í síma 552 1630 www.austurindia.is Indverska ævintýrið 15 ára Þriggja rétta afmælismatseðill 4.990 kr. Hverfisgata 56, 101 Reykjavík Sími: 552 1630 Opið: sun.-fim. 18:00 - 22:00 fös. og lau. 18:00 - 23:00 FORRÉTTUR Hariyali Tandoori laxateningar Marineraðir í kóríander, spínati og grænu chillí AÐALRÉTTIR Boti Kebab Grillað Tandoori lambafi llet, marinerað í Garam Masala, brúnuðum lauk og chillí Lasooni Murgh Hvítlaukskjúklingur marineraður í engiferi, broddkúmeni og kóríander grillaður í Tandoori ofni Meloni Subzi Blandað grænmeti, eldað í ríkulegri blöndu af cashewhnetum, kanil, kardemommum, negul og anís MEÐLÆTI Raitha Heimalöguð jógúrtsósa með gúrkum og kryddblöndu Pulao Rice Basmati hrísgrjón elduð í blöndu af jurtum og kryddi Naan brauð Blanda af indversku brauði úr Tandoori ofninum EFTIRRÉTTUR Kulfi Indverskur ís með saffrani og pistasíuhnetum ÚRVAL VINSÆLUSTU RÉTTA OKKAR SÍÐUSTU 15 ÁR UMRÆÐAN Þórólfur Matthíasson skrifar um efnahagsmál Sú saga er sögð af Einari Bene-diktssyni að hann hafi eitt sinn selt erlendum mönnum (enskum?) jörðina Þúfu í Ölfusi. Að kaupum frágengnum hafi hann farið með þeim austur og þegar þeir spurðu um eign sína hafi hann bent á eina þúfuna á jörðinni og snúist á hæli. Í samræmi við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið er íslenskum stjórnvöldum skylt að haga tryggingu inni- stæðna í bönkum í samræmi við fyrirmæli í tilskipun Evrópusambandsins 94/19/EC. Samkvæmt tilskipuninni skulu stjórn- völd sjá til þess að fyrstu 20.887 evrurnar á bankareikningum einstaklinga séu tryggðar þó svo banki komist í greiðsluþrot. Nokkrir íslenskir stjórnmála- menn og nokkrir íslenskir sér- fræðingar halda því fram að Ísland hafi uppfyllt sínar skyldur með því að setja lög 98/1999 um innstæðutryggingar og trygginga- kerfi fyrir fjárfesta. Þau lög kveða á um að fjármála- stofnun sem aðild á að sjóðnum skuli greiða sem svarar 1% af innistæðum til sjóðsins. Ofangreindir stjórnmálamenn og sérfræðingar telja að með setningu laga 98/1999 ljúki ábyrgð stjórnvalda gagnvart innistæðutryggingunni í samræmi við til- skipun Evrópusambandsins. Með öðrum orðum segja þessir stjórn- málamenn og sérfræðingar að Þúfa sé þúfa og sjóður sé sjóður hver svo sem stærð og greiðslugeta hans sé. Erlendir sérfræðingar og margir innlendir sem ég hef rætt við eru ekki sama sinnis. Þeir segja að selji maður Þúfu dugi ekki að benda á þúfu. Hafi íslenska ríkið undir- gengist, með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, að tryggja fyrstu 20.887 evrur á innistæðureikningi í fjármála- stofnun þá sé íslenska ríkið ábyrgt fyrir þeirri upphæð óháð því hvaða sjónhverf- ingar sé reynt að setja á svið að öðru leyti. Evrópudómstóllinn hefur reyndar tekið af öll tvímæli um að ríkisstjórnir ein- stakra landa innan sambandsins (og innan EES) séu ábyrgar séu tilskipanir ekki lög- leiddar bæði að formi og innihaldi, sbr. niðurstöður í máli Francovich gegn Ítalíu frá 1991. Þess ber að lokum að geta að þeir sem best þekkja til orða og æðis Einars Bene- dikssonar telja að orðaleikurinn um Þúfu og þúfu hafi verið hrekkur en ekki alvara. Hinir erlendu aðilar hafi fengið afhenta þá eign sem þeir keyptu. Enda farnast þeim að jafnaði betur sem heldur gerða samn- inga en hinum sem leitar allra leiða til að koma sér undan efndum. Höfundur er prófessor í hagfræði við Hagfræðideild Háskóla Íslands. Þýfð lögfræði ÞÓRÓLFUR MATTHÍASSON Með öðrum orðum þá segja þessir stjórnmálamenn og sérfræðingar að Þúfa sé þúfa og sjóður sé sjóður hver svo sem stærð og greiðslugeta hans sé. UMRÆÐAN Ögmundur Jónasson svarar grein Þorsteins Pálssonar. Í rökræðu gerist það að menn beiti fyrir sig samlíkingum sem í kjölfarið víkja rökhugsun til hlið- ar. Frægir heimspekingar hafa verið annálaðir fyrir fimi í þessu efni. Plató tókst að sannfæra marga lesendur sína um rétt- mæti fámennis- stjórnar í þjóð- fé l a g i m e ð samlíkingu við skip í stórsjó. Hásetar á skipi þurfi fortaks- laust að hlýða skipunum skipstjór- ans; ekki síst þegar gefur á. Flest- um lesendum Platós þykir þetta vera sannfærandi eða þar til þeir gaumgæfa málið. Þá rennur upp fyrir þeim hið augljósa: Þjóðfélag er ekki skip í stórsjó. Eins er það með hugarburðinn um torfærurnar sem ráðamenn á Íslandi hafa sagst vera staddir í undanfarna tólf mánuði. Síð- astliðið haust sögðust leiðtogar ríkisstjórnar innar vera að brjótast í gegnum skafla, síðan tóku brekk- urnar við, að ógleymdum stórfljót- unum. Þorsteinn Pálsson, stjórn- málarýnir Fréttablaðsins, telur sig nú vera úti í einu slíku stór- fljóti. Hann kemst að þeirri niður- stöðu í skrifum um nýliðna helgi að aldrei hafi „þótt ráðlegt að snúa hesti í miðju straumvatni. Við ríkj- andi aðstæður væri það beinlínis háskalegt.“ Hross Þorsteins er Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn. Sú skoðun, að því fyrr sem við losnum við AGS þeim mun betra, er „háskaleg“, að mati Þorsteins, sem gæti leitt til viðsnúnings bykkjunnar. En ef það er raunverulega svo að kröfur AGS um gjaldeyrisvaraforða, sem kostar skattgreiðendur 20 millj- arða á ári, og niðurskurðarkröfur sem gætu þegar til lengri tíma litið, dýpkað kreppuna gagnstætt því sem lagt er upp með, er þá ekki rétt að taka nýja og heillavænlegri stefnu? Mæla ekki rök með því? Þorsteinn Pálsson sakar mig sér- staklega um einangrunarhyggju fyrir að halda þessum sjónarmiðum fram. Nú heyri ég ekki betur en þeim fjölgi óðfluga sem eru á sama máli og ég. Þannig verður ekki betur séð en ég eigi góða sam- leið með sístækkandi hópi á sama tíma og stefnir í hugmyndalega einangrun Þorsteins Pálssonar. Höfundur er alþingismaður. Einangrun Þorsteins Pálssonar ÖGMUNDUR JÓNASSON Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.