Fréttablaðið - 12.10.2009, Blaðsíða 39
MÁNUDAGUR 12. október 2009
Tónlist ★★★
6. október
Ego
Egóið í botni
Staðreyndin er sú að
allir hafa skoðun á
Bubba, jákvæða eða
neikvæða. Þess vegna
er best að koma því frá
strax að fyrsta plata Ego
í aldarfjórðung er ekki
líkleg til að breyta áliti
fólks á róttækan hátt. Fátt
kemur beinlínis á óvart
á 6. október. Bubbi gerir
það sem við má búast af
honum, en þó betur en
oftast á undanförnum
árum.
Bandið er í þrumuformi
á plötunni. Þegar best
tekst til er kafað ofan í
kuldarokks sánd gamla
Egosins, en það um leið uppfært yfir á 21. öldina með góðum árangri.
Hljómsveitin í heild fer hamförum og er sérstaklega vert að minnast á
dúndurgóðan gítarinn hjá Begga Morthens og hjómborðsleik Hrafns
Thoroddsen, sem gefur mörgum laganna skemmtilega nostalgískan
blæ, jafnvel nýrómantískan á köflum. Þá er söngur Bubba óvenjugóður;
kraftmikill en þó áreynslulaus.
Meginþemu í textagerð eru kreppan og ástin. Þar er fátt nýtt, en hvort
sem fólki líkar betur eða verr eiga þessi efni erindi og ástæðulaust er
annað en að tækla þau. Bubbi lýsir ömurlegustu afleiðingum ástandsins
(í tveimur af bestu lögunum, lokalaginu Hruninu, sem minnir dálítið á
U2, og frábæru titillaginu), stappar stálinu (Áður en dagarnir hverfa) eða
hvorutveggja í senn (Vonin er vina mín).
Raunar er eftirtektarvert hve bitastæð þau lög eru sem ekki voru sett
í spilun strax í vor og sumar, að undanskildu hinu fína Fallegi lúserinn
minn. Aldan (Gerði mitt besta) er „Ego-legasta“ lag plötunnar, blátt
áfram og hreinskilið, Hvenær sem er er ágætis blúsari og Að elska er
að finna til leiðir hugann að lagasmíðunum á Frelsi til sölu frá 1986.
Erki-Bubbalegar melódíurnar í Í hjarta mér og Engill ræður för hafa notið
vinsælda en virka ögn hjáróma í samanburði við önnur lög. Ástar- og
skrifblinduóðurinn Ástin ert þú á litinn er líklega sísta lag plötunnar, en
alls ekki alslæmt.
6. október er fyrst og fremst hörku rokkplata. Örlítið meiri fjölbreytni
hefði svo sem ekki skaðað (lög á borð við Kannski varð bylting vorið
2009 hefðu hugsanlega verið til þess fallin að brjóta upp stemninguna
a la Í mynd, enda hrekkur Egoið í magnaðan reggígír á tónleikum) en
platan þjónar sínu hlutverki og vel rúmlega það. Kjartan Guðmundsson
Niðurstaða: Hörku rokkplata frá fornfrægu bandi.
B
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
u
m
p
re
nt
vi
llu
r.
H
ei
m
sf
er
ði
r á
sk
ilj
a
sé
r r
ét
t t
il
le
ið
ré
tt
in
g
a
á
sl
ík
u.
A
th
. a
ð
ve
rð
g
et
ur
b
re
ys
t á
n
fy
rir
va
ra
. Kanarí
Frá kr. 99.900
Frá kr. 99.900
Aðeins örfáar íbúðir
í boði!
Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina á Kanarí-
eyjum 24. nóvember í 25 nætur á frábæru
tilboði. Í boði er m.a. frábært stökktu tilboð
þar sem þú bókar flugsæti og gistingu og
fjórum dögum fyrir brottför færðu að vita hvar
þú gistir (stökktu tilboð með „öllu inniföldu”
jafnframt í boði). Einnig bjóðum við frábær
sértilboð á Parquemar og á hinu vinsæla
Jardin del Atlantico íbúðahóteli með „öllu
inniföldu“ á hreint ótrúlegum kjörum. Gríptu
tækifærið og njóttu lífsins á þessum vinsæla
áfangastað á hreint ótrúlegum kjörum.
Ath. verð getur hækkað án fyrirvara!
25. okt.
24. nóv.
Tryggðu þér sæti strax!
Frá kr. 149.900
– með „öllu inniföldu“
ÓTRÚLEG SÉRTILBOÐ!
NÝTT!
Jardin A
tlantico
með „ö
llu innifö
ldu“
Ný jólaferð!
14 nætur frá kr. 119.500
Tryggðu þér sæti strax!