Fréttablaðið - 12.10.2009, Blaðsíða 16
16 12. október 2009 MÁNUDAGUR
timamot@frettabladid.is
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og
útfarir má senda á netfangið
timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettab-
ladid.is eða hringja í síma 512 5000.
MERKISATBURÐIR
1581 Á Patreksfirði er kveðinn
upp dómur sem skyldar
alla Íslendinga til þess
að eiga vopn.
1683 Á Hvalfjarðarströnd
finnst böðullinn
Sigurður Snorrason lát-
inn í læk og er bónd-
inn Jón Hreggviðsson
dæmdur fyrir að hafa
myrt hann.
1905 Verzlunarskóli Íslands er
settur í fyrsta sinn.
1962 Kvikmyndin 79 af stöð-
inni eftir skáldsögu Ind-
riða G. Þorsteinssonar er
frumsýnd í Reykjavík.
1985 22 punda vatnableikja,
88 sentimetra löng,
veiðist í Skorradalsvatni
og var þetta stærsta
bleikja sem veiðst hafði
á Íslandi.
Í dag eru sextíu ár frá því Óshlíðarvegur, sem
liggur milli Hnífsdals og Bolungarvíkur, var tekinn
í notkun. Fyrstur til að keyra um veginn var Sig-
urður Bjarnason alþingismaður en meðal farþega
hans voru Hannibal Valdimarsson og Einar Guð-
finnsson. Vegurinn er oft varasamur í hálku auk
þess sem þar er snjóflóðahætta yfir vetratímann.
Einnig er þar hætta á grjóthruni allan ársins hring.
Þetta kom berlega í ljós þegar því var fagnað að
fimmtíu ár voru liðin frá því að vegurinn var form-
lega tekinn í notkun en rétt eftir þau hátíðarhöld
varð mikið grjóthrun og þótti mildi að ekki urðu
slys á fólki.
Þótt vegurinn hafi þótt mikið stórvirki myndi
hann vart vera kallaður vegur nú. Hann var endur-
bættur í nokkrum áföngum, síðast á árunum
1982 til 1989 þegar hann var lagður bundnu
slitlagi og tveir vegskálar voru byggðir. Nokkru
síðar voru aðrir tveir vegskálar byggðir, vörnum
komið fyrir gegn grjóthruni og vegurinn upplýstur.
Óshlíðarvegur hefur alla tíð haft orð á sér sem
einn varasamasti vegur landsins. Haustið 2005
samþykkti ríkisstjórn Íslands að veita fjármagni til
gerðar jarðganga til að auka öryggi á leiðinni. Þau
göng verða rúmir fimm kílómetrar og var kostn-
aður talinn vera um fimm milljaðar á verðlagi í
nóvember 2007. Verklok eru áætluð 15. júlí 2010.
ÞETTA GERÐIST: 12. OKTÓBER 1949
Óshlíðarvegur opnaður
ÓSHLÍÐIN
Ljósmynd sem Guðlaugur Halldórs-
son húsasmiður frá Akureyri sendi inn
í evrópska ljósmyndakeppni á vegum
stórfyrirtækisins Sony var valin ein
af þeim fimm bestu í flokki áhuga-
manna í keppninni. Í viðurkenningar-
skyni fékk Guðlaugur að launum ferð
til Suður-Afríku þar sem hann tók
þátt í að mynda fótboltamót sem Sony
heldur um allan heim - Twilight Foot-
ball. Afraksturinn verður notaður í
auglýsingaherferð Sony.
„Árið 2007 keypti ég mér Sony-
myndavél, Sony Alpha 100, og í
kassanum sem fylgir með er fullt af
bæklingum, þar á meðal bækling-
ur um að ég geti skráð myndavélina
mína á heimasíðu Sony erlendis. Ég
gerði það og síðan þá hef ég reglulega
fengið tölvupósta frá þeim um allt það
nýjasta frá Sony. Nú í sumar kom svo
tölvupóstur þar sem þeir sögðu frá
þessari keppni og myndun fótbolta-
mótsins sem var í verðlaun. Öllum var
frjálst að senda inn mynd sem þeir áttu
í sínum fórum og ég sendi inn mynd af
syni mínum þar sem hann var að leik í
sumar á ættarmóti á Laugarvatni.“
Fyrr en varði fékk Guðlaugur tölvu-
póst frá Sony þar sem honum var
tilkynnt að mynd hans hefði verið valin
ein af fimm bestu í flokki áhugamanna
og Sony vildi fá hann til Suður-Afríku
að mynda fótboltamótið sem fyrirtækið
stæði fyrir árlega. „Ég mátti bjóða
einum með mér og við hjónin lögðum
af stað í 32 klukkustunda flug. Þetta
var ótrúleg lífsreynsla en Sony borgaði
allt – ég þurfti ekki að lyfta veskinu frá
því að ég kom á Keflavíkurflugvöll.“
Guðlaugur fékk einnig nýjustu
myndavél Sony, sem ekki er komin á
markað hérlendis, Cybershot TX1, sem
hann segist vera í skýjunum yfir.
„Þetta var mikið ævintýri, en þeir
höfðu útbúið fótboltavöll úti á miðri
sléttu, innan um fíla og flóðhesta.
Ég myndaði fótboltaæfingarnar og
mótið og þegar því var lokið fékk Sony
minnis kortið hjá mér og ég skrifaði
upp á að það mætti nota myndirnar í
auglýsingaherferð sem hefst bráðlega.
Það verður því spennandi að sjá hvað
verður notað.“
Að lokum má geta þess að Sony
Scandinavia var svo ánægt með árang-
ur Guðlaugs að fyrirtækið gaf honum
Sony Alfa 550 vél þannig að nú á hann
þrjár vélar.
juliam@frettabladid.is
GUÐLAUGUR HALLDÓRSSON: HLAUT VERÐLAUN Í EVRÓPSKRI LJÓSMYNDAKEPPNI
Var einn af fimm efstu í flokki
áhugamanna í Sony-keppni
VERÐLAUNAMYNDIN Myndin sem sló í gegn þar sem sonur Guðlaugs er að leik.
ÞURFTI AÐ SKRÁ SIG SEM DANA Í KEPPNINA
Athygli vakti að á heimasíðu Sony var ekki
gert ráð fyrir Íslendingum svo að Guðlaugur
þurfti að skrá sig sem Dana í keppnina.
MYND/ÚR EINKASAFNI
AFMÆLI
ÓLAFUR EGILL
EGILSSON
leikari er 32
ára í dag.
GUÐMUNDUR
ÓLAFSSON
hagfræðingur
er 62 ára í
dag.
MAGNÚS MAGNÚSSON (1929-2007)
FÆDDIST ÞENNAN DAG.
„Ég lýk því sem ég byrja á.“
Magnús Magnússon var ein
skærasta stjarna bresks sjón-
varps á sínum tíma fyrir þætti
sína Mastermind. Magnús
fluttist níu mánaða gamall
með foreldrum sínum, Sigur-
steini Magnús syni og Ingibjörgu
Sigurðardóttur, til Edinborgar
í Skotlandi. Magnús bjó í Skot-
landi nær alla ævina en var þó
ávallt íslenskur ríkisborgari.
90 ára afmæli
Svavar
Jóhannsson
fv. skipulagsstjóri Búnaðarbankans,
Brúnavegi 9, verður níræður þriðjudaginn
13. október. Svavar vonast til að hitta sem
fl esta samferðamenn sína um ævina þann
dag í Sunnusal Radisson SAS Hótel Sögu
milli kl. 17 og 19. Afmælisbarnið afþakkar
vinsamlegast blóm og aðrar g jafi r.
Ástkær faðir okkar,
Gísli Berg Jónsson
(Gísli frá Ási),
Silfurgötu 40 Stykkishólmi,
lést þriðjudaginn 06.10.2009 á St. Franciskusspítala
Stykkishólmi. Útför hefur farið fram í kyrrþey.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Sævar Berg Gíslason
Hafdís Berg Gísladóttir
Ragnar Berg Gíslason
Hlíf Berg Gísladóttir
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
Jón Gíslason
Fjólugötu 14, Akureyri,
lést sunnudaginn 4. október að Dvalarheimilinu Hlíð,
Akureyri. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju
þriðjudaginn 13. október kl 13.30.
Sveinn Heiðar Jónsson Erla Oddsdóttir
Sigríður Jónsdóttir Stefán G. Jónsson
Sæbjörg Jónsdóttir Jón Hlöðver Áskelsson
Karl Jónsson Helga Kristrún Þórðardóttir
afabörn og langafabörn.
Ástkær móðir okkar, stjúpmóðir, unnusta
og amma,
Sigríður Ólöf Sigurðardóttir
Jörfagrund 25, Kjalarnesi,
lést á heimili sínu sunnudaginn 4. október. Útförin fer
fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 15. október
kl. 13.00.
Sigurður Ólafur Oddsson Sandra Dögg Jónsdóttir
Sigþrúður Oddsdóttir
Jón Oddsson
Oddur Már Oddsson
Atli Björgvin Oddsson
Davíð Trausti Oddsson
Gústaf Jóhann Gústafsson
barnabörn og aðrir aðstandendur.