Fréttablaðið - 12.10.2009, Blaðsíða 4
4 12. október 2009 MÁNUDAGUR
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
26°
9°
10°
9°
14°
13°
11°
9°
9°
24°
15°
26°
14°
33°
7°
15°
16°
7°
Á MORGUN
Víðast 3-8 m/s
og stöku skúrir.
MIÐVIKUDAGUR
5-10 m/s.
10
9
8
8
4
5
6
4
3
4
8
10
10
9
6
7
9
7
7
18
9
15
11
7 8
9
10
10
11
12
118
BLAUTT VEÐUR
Það verður satt
best að segja
leiðinlegt veður
sunnan- og vest-
anlands í dag. Víða
strekkingur og rign-
ing og sums staðar
slagveður. Á þriðju-
dag dregur úr vindi
og vætu, en útlit er
fyrir að miðviku-
og fi mmtudagur
verða vindasamir
og blautir. Það
verður milt í veðri
út vikuna.
Elísabet
Margeirsdóttir
Veður-
fréttamaður
TYRKLAND, AP Recep Tayyip
Erdogan, forsætisráðherra Tyrk-
lands, segir að Armenar verði að
yfirgefa Nagorno-Karabach, fjalla-
hérað í Aserbaídsjan sem að mestu
er byggt Armenum. Þetta sagði
hann í gær, daginn eftir að Tyrk-
land og Armenía undirrituðu samn-
ing um að hefja stjórnmálasam-
skipti á ný eftir sextán ára hlé.
Samningur Tyrklands og
Armeníu á laugardag þykir sögu-
legur, því samband ríkjanna hefur
áratugum saman verið ákaflega
stirt. Tyrkir hafa aldrei viljað
fallast á að fjöldamorð Tyrkja
á Armenum fyrir tæpri öld geti
fallið undir þjóðarmorð. Auk þess
hafa þjóðirnar deilt hart um her-
nám Armena á Nagorno-Karabach
árið 1993.
Samningur Tyrkja og Armena
var undirritaður á laugardag, en
fram á síðustu stundu stóðu yfir
deilur um orðalag í yfirlýsingum
beggja ríkjanna, sem gefa átti í
kjölfar undirritunar samnings-
ins. Sú deila var leyst með því að
hvorugt ríkið sendi frá sér yfirlýs-
ingu.
Óvíst er hvort ummæli Erdogans
um að Armenar verði að láta
Nagorno-Karabach af hendi setji
samskipti ríkjanna í uppnám að
nýju. Aserar segja hins vegar að
endurupptaka stjórnmálasam-
bands Tyrkja og Armena varpi
skugga á annars nána vináttu
Tyrkja og Asera. - gb
Tyrkir og Armenar undirrituðu um helgina samkomulag um bætt samskipti:
Samskipti ríkjanna enn stirð
UNDIRRITUN SAMNINGA Edouard
Nalbandian, utanríkisráðherra Armeníu,
og Ahmet Davutoglu, utanríkisráðherra
Tyrklands, undirrituðu tímamótasamn-
ing í Sviss á laugardag. NORDICPHOTOS/AFP
ALÞINGI Sex þingmenn úr þremur
flokkum leggja til að þingmenn
sem skipaðir eru ráðherrar víki
úr þingsæti meðan á ráðherra-
dómi stendur og að varamenn
setjist í þeirra stað.
Flutningsmenn eru Siv Frið-
leifsdóttir, Höskuldur Þórhalls-
son, Eygló Harðardóttir og
Vigdís Hauksdóttir Framsóknar-
flokki, Pétur Blöndal Sjálfstæðis-
flokki og Valgerður Bjarnadóttir
Samfylkingunni. Þetta er í sjö-
unda sinn sem frumvarp þessa
efnis er lagt fram á Alþingi. - bþs
Ráðherrar víki úr þingsæti:
Lagt fram í
sjöunda skipti
ÞÝSKALAND Græningjaflokkurinn
í Saarlandi, einu af sextán sam-
bandslöndum Þýskalands, hefur
ákveðið að ganga til stjórnar-
samstarfs með Kristilegum
demókrötum og Frjálsum demó-
krötum, tveimur helstu hægri-
flokkum landsins.
Græningjar segja stjórnar-
samstarfið tilraun, en flokkurinn
hefur aldrei áður starfað í stjórn
með hægriflokkunum. Sósíal-
demókratar og Vinstriflokkurinn
segja þetta vonbrigði.
Kristilegir demókratar misstu
þingmeirihluta sinn í Saarlandi í
kosningum í lok ágúst. - gb
Nýstárlegt stjórnarmynstur:
Græningjar
í hægristjórn
SVEITARSTJÓRNIR Bæjarsjóður
Hafnarfjarðar var rekinn með
347 milljóna króna halla á fyrri
hluta þessa árs, að því er fram
kemur í milliuppgjöri bæjarins.
Sagt er að rekstrartekjur hafi
verið í samræmi við áætlun, en
útgjöld umfram áætlun.
„Helstu frávik í rekstri frá
áætlun koma fram í auknum
útgjöldum til félagsmála, fram-
færslu og húsaleigubóta sem
hafa hækkað um nær 100 prósent
frá sama tíma á síðastliðnu ári.
Þessi mikla hækkun er töluvert
umfram það sem áætlað hafði
verið,“ segir í frétt frá bæjaryfir-
völdum. Í fréttinni segir einnig að
duldar eignir í lóðum og löndum
séu tuga milljarða króna virði. - gar
Hallarekstur í Hafnarfirði:
Tvöfalt meira
til félagsmála
Múslimar vilja búrkubann
Samtök múslima í Kanada hvetja
ríkisstjórn landsins til þess að banna
konum að ganga í búrkum, síðum
klæðnaði sem hylur andlit. Samtökin
segja búrkur vera tákn miðalda og
kvenfyrirlitningar og eiga sér enga
stoð í íslam.
KANADA
STJÓRNMÁL Hvorki hefur verið um
það rætt í norsku eða norrænu
samhengi að hækka þær lánaupp-
hæðir sem Íslendingum standa til
boða frá Noregi. Þetta kemur fram
í bréfi Jens Stoltenberg, forsætis-
ráðherra Noregs, til Jóhönnu Sig-
urðardóttur frá því 8. október.
Bréfið er svar Stoltenbergs við
bréfi Jóhönnu dagsettu 5. október,
þar sem hún óskar eftir viðbrögð-
um forsætisráðherrans við full-
yrðingum Per Olov Lundteigen,
þingmanns norska Miðflokksins,
við íslenska Framsóknarflokkinn,
um að Norðmenn væru tilbúnir að
lána Íslendingum allt að 100 millj-
örðum norskra króna, án skilyrða
um samninga varðandi Icesave og
endurskoðun á efnahagsáætlun
Íslands og Alþjóða gjaldeyris-
sjóðsins. Sú upphæð jafngildir
um 2.200 milljörðum íslenskra
króna.
Í bréfinu segir Stoltenberg það
skipta miklu að Ísland komi sam-
skiptum við umheiminn í samt lag.
„Við styðjum ykkur í þessari við-
leitni og vonum að stjórn AGS geti
fljótlega samþykkt fyrstu endur-
skoðun stöðugleikaáætlunarinnar,
þannig að næsta útborgun lánsins
frá AGS og fyrsta útborgun af nor-
rænu lánunum geti átt sér stað,“
segir Stoltenberg.
Norðmenn vilja lána 480 millj-
ónir evra af því 1,8 milljarða evra
heildarláni sem Norðurlöndin
eru sameiginlega tilbúin að veita
Íslendingum. 480 milljónir evra
jafngilda um 4,2 milljörðum
norskra króna. Það lán verður
veitt með þeim skilyrðum að
Ísland virði alþjóðlegar skuldbind-
ingar, þar með talið varðandi inn-
lánstryggingar, og að þau lönd sem
hafa helst orðið fyrir vanefnum
íslenska innlánstryggingasjóðs-
ins veiti lán til að fjármagna þær
skuldbindingar sem íslensk stjórn-
völd gangast við í þessu samhengi,
eins og segir í bréfinu.
Meðferð íslenskra skuldbind-
inga um innlánstryggingar gagn-
vart erlendum innistæðueigendum
í bönkunum sem féllu skipti mjög
miklu fyrir styrkleika stöðugleika-
áætlunarinnar. „Í þessu samhengi
eru Icesave-samningarnir við
Stóra-Bretland og Holland mikil-
vægir. Við leggjum þunga áherslu
á norræna samstarfið. Það gagn-
ast bæði Noregi og Íslandi að það
eflist og að norska aðstoðin við
Ísland gerist í slíkri samvinnu,“
segir að lokum í niðurlagi bréfs-
ins. holmfridur@frettabladid.is
Stoltenberg tekur fyrir risa-
lán til handa Íslendingum
Forsætisráðherra Noregs segir það hvorki hafa verið rætt í norsku né norrænu samhengi að hækka lána-
upphæðir sem standa Íslendingum til boða. Samnorrænt lán er háð samkomulagi um Icesave.
„Þetta bréf Jóhönnu til Stoltenbergs er hneyksli,“ segir
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknar-
flokksins. „Það er svo augljóst að hún er að biðja um
að möguleikinn á láninu verði sleginn út af borðinu. Í
ferð okkar til Noregs tóku sjö af átta þingflokkum vel í
beiðni um tvíhliða samninga. Svarið var hins vegar alltaf
að það hefði ekki borist beiðni frá Íslandi. Á meðan
hún hefði ekki borist væri ekki hægt að taka afstöðu
til málsins. Ef Jóhönnu hefði verið alvara með því að
óska eftir hjálp hefði hún ekki sent Stoltenberg nokkrar
línur í tölvupósti, þar sem hún segist beinlínis vita hvert
svarið verður og biður hann að staðfesta það sem hún
telur sig vita. Hefðu íslensk stjórnvöld farið formlega
fram á það við norsk stjórnvöld að leitað yrði annarra
leiða en þeirrar samnorrænu sé ég ekki fyrir mér að
norski Verkamannaflokkurinn hefði getað hafnað því,“
segir Sigmundur. Þá er hann ósáttur við áhersluna á
upphæðina 2.200 milljarða króna. „Við höfum aldrei
sagt að við viljum fá tvö þúsund milljarða lán, eins
og fjölmiðlar hafa slegið upp í fyrirsögnum. Hundrað
milljarðar norskra króna voru nefndir af talsmanni
Miðjuflokksins, sem taldi það upphæð sem hægt væri
að lána. Við höfum alltaf talað um lánalínu, sem fæli í
sér mun lægri upphæð.“
ÓSÁTTUR VIÐ ÁHERSLU Á 2.200 MILLJARÐA
JENS STOLTENBERG Forsætisráðherra Noregs segir mikilvægt
að Ísland komi samskiptum við umheiminn í lag, svo næsta
útborgun AGS og fyrsta útborgun norrænna lána geti átt sér
stað. MYND/AFP
GENGIÐ 09.10.2009
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
237,1425
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
124,94 125,54
199,6 200,58
184,11 185,15
24,73 24,874
22,123 22,253
17,896 18
1,4058 1,414
198,27 199,45
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR