Fréttablaðið - 21.10.2009, Side 6

Fréttablaðið - 21.10.2009, Side 6
6 21. október 2009 MIÐVIKUDAGUR 668 kr.á mánuði Vefhysing_ Pantaðu núna á www.1984.is ISLENSK VEFHYSING = MEIRI HRADI >> MEIRA ÖRYGGI >> MUN ODYRARI Sími 546 1984 ::: info@1984.is Ríkisendurskoðun er sjálfstæð eftirlitsstofnun sem starfar á vegum Alþingis. Meginhlutverk hennar er að endurskoða ríkisreikning og reikninga ríkisaðila, hafa eftirlit með og stuðla að umbótum á fjármálastjórn ríkisins og nýtingu almannafjár. Megingildi hennar eru óhæði, hlutlægni, hæfni og trúverðugleiki. Frambjóðendur í prófkjörum vegna alþingiskosninganna 2009 athugið Frestur til að skila Ríkisendurskoðun uppgjöri um kostnað af prófkjörsbaráttu rennur út 25. október nk. Hafi kostnaður frambjóðanda ekki farið fram úr 300 þús.kr. nægir að hann skili undirritaðri yfirlýsingu þar um fyrir sama tímamark. Nánari upplýsingar og eyðublöð er að finna á heimasíðu Ríkisendurskoðunar, www.rikisend.is. Stilling hf. • Sími 520 8000 • www.stilling.is • stilling@stilling.is Rafgeymar Japanskir ALÞINGI Fjárhagsleg staða Lands- virkjunar er mjög góð miðað við íslensk fyrirtæki en fremur veik í alþjóðlegum samanburði. Lægra lánshæfismat hjá alþjóð- legum matsfyrirtækjum hefur ekki áhrif á lán Landsvirkjunar þar sem kveðið er á um í samn- ingum að breytt mat gjaldfelli ekki lánssamninga. Þetta sagði Steingrímur J. Sig- fússon fjármálaráðherra í umræð- um um Landsvirkjun á Alþingi í gær. Vigdís Hauksdóttir, Framsókn- arflokki, lýsti þungum áhyggjum af stöðu Landsvirkjunar þar sem skuldirnar væru miklar, síst minni en Icesave-skuldirnar. Hafði hún sérstakar áhyggjur af lækkuðu lánshæfismati. Þá sagði hún bók- hald Landsvirkjunar hafa verið fegrað svo hægt væri að taka meiri lán og velti meðal annars fyrir sér í því ljósi hver væri raunverulegur eigandi Landsvirkjunar: íslenska ríkið eða kröfuhafar. Steingrímur sagði áætlanir gera ráð fyrir að Landsvirkjun gæti mætt skuldbindingum sínum út næsta ár og hefði bæði aðgang að svonefndu veltiláni og ríkisfram- lögum samkvæmt sérstökum við- búnaðarsamningi við ríkið. Þá væri eiginfjárhlutfallið nokkuð sterkt og engir samningar um ófjármögnuð verkefni verið gerðir. Steingrímur sagði að endingu að óþarfi væri að efast um eign- arhald Landsvirkjunar. Ríkið eða öllu heldur þjóðin ætti fyrirtækið. - bþs Fjármálaráðherra metur stöðu Landsvirkjunar góða en Framsókn hefur áhyggjur: Lækkað mat gjaldfellir ekki lánin VIGDÍS HAUKSDÓTTIR STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON TÆKNI Nýju stýrikerfi Microsoft, sem nefnist Windows 7, verður formlega hleypt af stokkunum á morgun. Stýrikerfisins er beðið með eftirvæntingu. Forstjóri Mic- rosoft, Steve Ballmer, hefur lýst því yfir að hann leggi framtíð sína að veði takist ekki vel til. Síðast sendi hugbúnaðarrisinn frá sér stýrikerfið Windows Vista fyrir þremur árum og þótti takast held- ur hrapallega. Prufu- og þróun- arútgáfur nýja stýrikerfisins eru hins vegar sagðar lofa góðu. Halldór Jörgensson, fram- kvæmdastjóri Microsoft á Íslandi, segir fyrirtækið ætla sér að „bjarga andlitinu“ með Wind- ows 7 og segir Steve Ballmer hafa vakað yfir því að ekki yrðu end- urtekin fyrri mistök í þróunarferl- inu. „Meira að segja þeir svartsýn- ustu á að við gætum komið út með almennilegt stýrikerfi eru farn- ir að segja að þetta sé gott,“ segir Hallldór. Microsoft notaði enda aðra aðferðafræði en áður við þróun stýrikerfisins og kallaði að þró- unarvinnunni fjölda samstarfsað- ila. Þetta þýðir að eldri hugbúnað- ur og vélbúnaður á að vinna jafn vel með nýja stýrikerfinu og með þeim eldri. Þetta er mikill munur frá Windows Vista. Þar segir Hall- dór að 30 til 40 prósent rekla (e. driver) hafi reynst í ólagi, en sú tala sé sjaldan yfir fimm prósent- um þegar Windows 7 er sett upp á eldri tölvur. Þá segir hann flestar tölvur sem notist við Windows XP eiga að geta keyrt nýja stýrikerfið. Það sé þó ekki alveg algilt og vissara að keyra upp á eldri tölvum frítt forrit sem kallast Wind- ows 7 Upgrade Advisor. „En við heyrum dag- lega fréttir af fólki sem hefur verið með gaml- ar tölvur eða fartölvur sem öðlast hafa nýtt líf eftir að Windows 7 var sett upp á þeim.“ Haldór segir að í samanburði við Windows XP, Windows Vista og Windows 7 þá sé það síðastnefnda hraðvirkast. Í stýrikerfinu er aukinheld- ur töluvert af nýjungum. Til að mynda er í því svonefndur BitLock- er sem geri að verkum að hægt er að tryggja að óviðkomandi komist ekki í ákveðin svæði harða drifs- ins, eða jafnvel gögn sem sett eru á minnislykil eða geisladisk. Stýri- kerfið styður svokallaða fjölsner- titækni á snertiskjám og ending rafhlaðna fartölva sé mun meiri vegna fullkomnari orkunotkunar- stýringar en í eldri stýrikerfum. „Ég prófaði þetta sjálfur á gam- alli fartölvu sem var komin niður í þetta tveggja tíma rafhlöðutíma. Eftir smá keyrslutíma var hún komin yfir fjögurra stunda end- ingu.“ olikr@frettabladid.is Microsoft segist hafa lært af mistökunum Á morgun kemur út nýtt stýrikerfi frá Microsoft sem nefnist Windows 7. Stýri- kerfið sem tölvurisinn sendi þar áður frá sér, Windows Vista, þótti um margt misheppnað. Nú eiga tölvur að geta gengið í endurnýjun lífdaga með nýju kerfi. SKJÁBORÐ TÖLVU MEÐ WINDOWS 7 Tölvusérfræðingar segja útlit fyrir að breytt aðferðafræði Microsoft í þróun stýrikerfis skili sér á morgun loksins í stýrikerfi sem vinni vel, sé samhæft eldri tækni og laust við vandamál sem plagað hafa önnur stýrikerfi hugbúnaðarrisans. MYND/SKJÁSKOT HALLDÓR JÖRGENSSON VIÐSKIPTI Breskur dómstóll komst að þeirri niður- stöðu í gær að lög hefðu ekki verið brotin þegar breska fjármálaráðuneytið flutti innstæður af Edge-reikningum hjá Kaupthing Singer & Fri- edlander (KSF) til hollenska bankans ING Direct 8. október í fyrra. KSF var breskur banki í eigu Kaupþings og laut breskum lögum. Sama dag og innlán bankans voru send ING Direct tók skilanefnd lyklavöldin hjá Kaupþingi hér. Bankinn taldi breska fjármálaráðuneytið hafa farið út fyrir valdsvið sitt með aðgerðunum og taldi tilmæli um eignaflutning sett í þeim tilgangi að verja innstæðueigendur KSF í Bretlandi en ekki til að viðhalda stöðugleika breska fjármálakerfis- ins í heild. Í niðurstöðu dómsins segir að þótt gögn málsað- ila um afskipti breska ríkisins af rekstri KSF séu ekki tæmandi þá séu viðbrögðin í samræmi við ríkjandi viðmið. Ráðuneytið hafi starfað á grund- velli gildandi laga og engin mistök verið gerð í ákvörðunarferlinu. Ekki náðist í Steinar Guðgeirsson, formann skilanefndar Kaupþings, í gær. Haft er eftir honum í tilkynningu að nauðsynlegt hafi verið að láta dómstóla skera úr um hvort aðgerðir breskra yfir- valda hafi verið sanngjarnar og lögmætar. - jab BANKASTJÓRINN Ármann Þorvaldsson var bankastjóri KSF þegar breska fjármálaráðuneytið ákvað að flytja innstæður af Edge-reikningum bankans til hollenska bankans ING Direct. Dómur fallinn í máli Kaupþings gegn breska fjármálaráðuneytinu: Máttu flytja innstæðurnar Er samningurinn um Icesave ásættanlegur? Já 27,8% Nei 72,2% SPURNING DAGSINS Í DAG Á að setja lög um Vítisengla? Segðu þína skoðun á vísir.is ATVINNUMÁL Vinnueftirlitið hefur veitt fyrirtækjunum Óskalandi og Eyrarodda viðurkenningar vegna fyrirmyndar vinnuverndarstarfs. Óskaland er leikskóli í Hvera- gerði. Segir Vinnueftirlitið að þar sé margt gert til að koma í veg fyrir óþarfa líkamlegt álag, til dæmis með stólum og borðbúnaði. Þá hafi starfsfólk verið haft með í ráðum við skipulag húsnæðisins þegar leikskólinn var stækkaður fyrir tveimur árum. Eyraroddi er sagður fylgja skýrri stefnu í vinnuverndarmál- um. Þar hafi verið ráðist í mark- vissar úrbætur á áhættuþáttum eftir undangengið áhættumat. - bþs Óskaland og Eyraroddi: Vinnuvernd til fyrirmyndar KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.