Fréttablaðið - 21.10.2009, Blaðsíða 10
10 21. október 2009 MIÐVIKUDAGUR
ÞEIR SPARA
MEST SEM SKRÁ
SIG STRAX
-15%
Dekkja-, smur- og
viðgerðaþjónusta
Reiknaðu hvað þú sparar
og skráðu þig á N1.is.
Skráðu þig í Sparitilboð N1 og lækkaðu
rekstrarkostnað bílsins um tugi þúsunda
króna á næstu 12 mánuðum.
EKKI FYNDIÐ Trúðar frá öllum
heimshornum taka þátt í trúðastefnu
í Mexíkóborg sem haldin er í þessari
viku. NORDICPHOTOS/AFP
SVISS Svissneskur dómstóll synj-
aði í gær beiðni leikstjórans Rom-
ans Polanski um að fá að ganga
laus meðan
beðið er endan-
legs úrskurð-
ar um hvort
hann verður
framseldur til
Bandaríkjanna.
Í rökstuðn-
ingi dómstóls-
ins segir að
samkvæmt
svissneskum
lögum sé það reglan að menn séu
geymdir í fangelsi þar til fram-
salsmál séu til lykta leidd.
Auk þess er talin mikil hætta á
að Polanski reyni að flýja eins og
hann gerði árið 1977 þegar hann
beið dóms í Bandaríkjunum fyrir
að nauðga þrettán ára telpu.
Polanski var handtekinn sam-
kvæmt alþjóðlegri handtökuskip-
un sem gefin var út í Bandaríkj-
unum. - ót
Beiðni leikstjóra synjað:
Polanski verður
áfram í fangelsi
ROMAN POLANSKI
ÖRYGGISMÁL „Við erum nokkrir
starfsmenn Rafiðnaðarsambands
Íslands, allir útlærðir fagmenn
í faginu, fullkomlega gáttaðir
á ábyrgðarlausu svari Jóhanns
Ólafssonar, forstöðumanns raf-
magnsöryggissviðs Brunamála-
stofnunar í Fréttablaðinu í dag“,
segir í yfirlýsingu sem barst
Fréttablaðinu í gær frá Guðmundi
Gunnarssyni, formanni Rafiðnað-
arsambands Íslands.
Tilefni yfirlýsingar Guðmundar
eru orð Jóhanns sem birtust upp-
haflega í Fréttablaðinu á föstudag
um að þótt heimilistæki úr fórum
Bandaríkjahers á Miðnesheiði séu
ólögleg til notkunar hér á landi séu
þau ekki lífshættuleg. Þessi tæki
nota aðra rafspennu en notast er
við í íslenska rafkerfinu. Nokk-
uð er um að heimilistæki ofan af
varnarsvæðinu gamla sem
átti að farga séu komin í
notkun utan vallarsvæð-
isins og þá með spennu-
breyti.
Guðmundur segir
Jóhann gera lítið
úr alvarlegum
lögbrotum og
spyr hvort hann
sé fær um að
sinna starfi sínu.
„Allir fagmenn
vita að þessar
vélar geta verið undir ákveðnum
aðstæðum lífshættulegar og vinna
þá á sviði utan lekastraums rofa
og eru ekki jarðtengdar. Allir fag-
menn vita að lágspennuslys hafa
oft mjög alvarlegar og langvar-
andi afleiðingar. Þetta virð-
ist vera utan fagsviðs forstöðu-
manns rafmagnseftirlits,“ segir
í yfirlýsingu formanns Raf-
iðnaðarsambandsins. - gar
Formaður Rafiðnaðarsambandsins kveðst gáttaður á yfirmanni rafmagnseftirlits:
Tækin af Vellinum víst lífshættuleg
GUÐMUNDUR GUNNARSSON
Varar við notkun bandarískra
heimilistækja sem
ekki eru framleidd fyrir
íslenska rafmagnskerf-
ið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
VIÐSKIPTI „Ef Íslendingar hefðu
sótt um aðild að myntbandalagi
Evrópusambandsins fyrir tveimur
til þremur árum er líklegt að regl-
ur um gegnsæi í stjórnum banka
og fyrirtækja hefðu svipt hulunni
af innbyrðistengslum þeirra við
íslensk fyrirtæki mun fyrr en ella.
Hugsanlega hefði það getað dregið
úr hættunni á hruni þeirra,“ segir
Frakkinn Jean-Dominique Rugi-
ero, stjórnandi sænska ráðgjafar-
fyrirtækisins Daxam Sustainabil-
ity Services.
Rugiero er staddur hér á landi í
tilefni af ráðstefnu á vegum Fjár-
festingarstofu, iðnaðarráðuneyt-
is og Útflutningsráðs um bein-
ar erlendar fjárfestingar hér á
landi auk þess að halda námskeið
um sjálfbærni og samfélagslega
ábyrgð í fjárfestingum og fjár-
málastjórnun á föstudag.
Rugiero hefur um nokkurra ára
skeið unnið með stjórnvöldum í
Austur-Evrópu um innleiðingu
sjálfbærrar hugsunar og samfé-
lagslegrar ábyrgðar í stjórnhátt-
um og fjármálum.
Hann segir margt líkt með
örlögum fjármálafyrirtækja þar
og íslensku bankanna. „Þegar
bankarnir voru einkavæddir í
Slóvakíu voru lyklarnir að þeim
afhentir nýjum eigendum án mik-
illa kvaða. Regluverkið var veikt,
bankarnir sprungu út og bilið á
milli ríkra og fátækra jókst. Í því
felst óréttlæti. Þegar stjórnvöld
þar sóttu um aðild að myntbanda-
laginu urðu þeir að laga reglu-
verk sitt að bandalaginu. Það kom
skikki á bankana. Mér sýnist sem
því hafi ekki verið að skipta hér,“
segir hann.
jonab@frettabladid.is
JEAN-DOMINIQUE RUGIERO Fyrirtæki verða að leggja línurnar fyrirfram og sýna fram
á hvaða leið þau ætla að fara í fjárfestingum. Það getur skapað sátt um umdeild
verkefni á borð við byggingu virkjana, segir sérfræðingur um samfélagslega ábyrgð í
fjárfestingum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Bankar hefðu
mátt sýna
meiri ábyrgð
Skortur á regluverki eftir einkavæðingu ríkisfyrir-
tækja jók ójöfnuð. Reglur og gegnsæi hefðu dregið
úr líkum á hruninu. Þetta segir franskur sérfræð-
ingur um samfélagslega ábyrgð í rekstri fyrirtækja.
„Úti í heimi er skortur á rafmagni.
Á sama tíma sitjið þið á miklum
virkjanakostum,“ segir Rugiero. Hann
bendir á að aðeins hafi um tuttugu
prósent af kostum landsins til raf-
magnsframleiðslu verið nýttir. Hann
viti að menn deili um framhaldið.
Mikilvægt sé að komast að niðurstöðu
um það hvort Íslendingar ætli að sitja
á ósnertri náttúru eða nýta ávexti
jarðar, svo sem jarðvarmann. Ákveða
verði hvaða leið eigi að fara. Sátt verði
að vera um það í samfélaginu. „Yfir-
völd verða að leggja línurnar um það
hvernig málum verður háttað og hvert
eigi að stefna. Allt verður að vera uppi
á borðum og ekkert á að fela. Gangi
það eftir eru meiri líkur að sátt náist
um flest mál en ella,“ segir Jean-Dom-
inique Rugiero.
GEGNSÆI SKAPAR SÁTT
DANMÖRK Yfir tvö hundruð þús-
und Danir eru nú á vanskilaskrá
(RKI) og hafa ekki verið fleiri
frá árinu 2006. Stöðugt bætist í
þennan hóp, að því er segir í frétt
um málið í Politiken.
Hinn dæmigerði skuldsetti
Dani er á aldrinum 21 til 30 ára
og býr á Sjálandi samkvæmt
nýjum tölum sem RKI hefur
tekið saman.
Meðalskuldir þeirra sem eru í
vanskilum nema 42.000 dönsk-
um krónum eða rúmlega millj-
ón króna. Heildarskuldir fyrr-
greindra 200.000 Dana nema 8,5
milljörðum danskra króna eða
um 210 milljörðum króna.
Danir skulda mikið:
Yfir 200 þúsund
á vanskilaskrá
Hvalaskoðun slær met
Um fimmtíu þúsund ferðamenn
sigldu út á Skjálfanda í sumar til að
berja hvali augum. Hvalaskoðunar-
fyrirtækin Norðursiglingar og Gentle
Giands gerðu út átta skip í sumar
og fengu upp undir þúsund farþega
á dag þegar annirnar voru mestar.
Hvalaskoðunartímabilinu lauk í gær.
FERÐAMENNSKA