Fréttablaðið

Dato
  • forrige månedoktober 2009næste måned
    mationtofr
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Fréttablaðið - 21.10.2009, Side 23

Fréttablaðið - 21.10.2009, Side 23
MIÐVIKUDAGUR 21. október 2009 19 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Miðvikudagur 21. október 2009 ➜ Tónleikar 20.00 Flautuleikarinn Martial Nardeau flytur verk eftir m.a. J.S. Bach, F. Kuhlau og C. Debussy á tónleikum í Norræna húsinu við Sturlugötu. 20.30 Papar halda tón- leika í Saltfiskssetrinu við Hafnargötu 12a í Grindavík. Sérstakir gestir verða Gylfi Ægisson og Bubbi Morthens. Húsið verður opnað kl. 20. ➜ Sýningar Erlendur Bogason hefur opnað ljós- myndasýningu í gallerý LA (Læknastofa Akureyrar) við Hafnarstræti 97 (6. hæð). Þar sýnir hann ljósmyndir er teknar voru í sjó, vötnum og ám á Norðurlandi. Opin virka daga kl. 9-16. Í Menningarmiðstöðinni Gerðuberg (Gerðubergi 3-5) hefur Sigurborg Stef- ánsdóttur opnað sýninguna „Línudans á striga“ í kaffihúsinu. Í Boganum stendur yfir sýning Steinunnar Einars- dóttur, „Hún rís úr sumarsænum“. Opið virka daga kl. 11-7 og um helgar kl. 13-16. í Listhúsi Ófeigs við Skólavörðustíg 5, hefur Sigurður Örlygsson opnað sýn- inguna „Stiklað á stóru“ þar sem hann sýnir verk sem spanna Íslandssöguna fram að hruni. Opið mán.-fös. kl. 10-18 og lau. kl. 10-18. ➜ Dans Opið verður hjá Þjóðdansafélagi Reykjavíkur að Álfabakka 14a kl. 20.30-23. Dans og lifandi tónlist. Allir velkomnir. ➜ Námskeið 16.00 Dr. Berglind Guðmundsdótt- ir sálfræðingur og sr. Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur, hafa umsjón með námskeiði um sálgæslu og áfallahjálp sem hefst í dag hjá End- urmenntun HÍ að Dunhaga 7. Nánari upplýsingar og skráning á www.endur- menntun.is. ➜ Umræður 13.00 Hjá Alliance Française við Tryggvagötu 8, gefst fólki kostur á að spyrja og ræða við Jean Guichard um náms- og starfsráðgjöf og ræða aðstæð- ur í þeim málum í dag. Allir velkomnir. ➜ Leikrit 20.30 Í húsakynnum leiklistardeildar Listaháskólans við Sölvhólsgötu 13 verður leiklesið verkið „Þekking og stúlka“ (Knowledge and a Girl) eftir Howard Baker í þýðingu Kolbrúnar Sig- fúsdóttur. Enginn aðgangseyrir og allir velkomnir. Nánari upplýsingar á www. lhi.is. ➜ Fyrirlestrar 12.00 Þórunn Erlu- Valdimarsdótt- ir ræðir um tilurð skáldsögu sinnar „Stúlka með fingur“ á fyrirlestri hjá HÍ, Háskólatorgi við Sæmundargötu 4 (st. 102). Allir velkomnir. 12.00 Helga Kristín Kolbeins flyt- ur erindið „Embættismannakerfið í Alþýðulýðveldinu Kína“ hjá HÍ, í Lög- bergi við Sæmundargötu 8 (st. 201). Allir velkomnir. 12.00 Sonja Sif Jóhannsdóttir fjallar um rannsókn á heilsufari og líkams- ástandi sjómanna á fyrirlestri hjá Háskólanum á Akureyri að Sólborg v. Norðurslóð (st. 201). Allir velkomnir. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Næstu tónleikar haustannar Jazzklúbbsins Múl- ans verða haldnir annað kvöld. Á tónleikunum koma fram tvær hljómsveitir. Hljómsveitin Joni Mitchel Tribute hefur leik en hún er skipuð söng- konunni Erlu Stefánsdóttur og eru meðreiðar- sveinar hennar Helgi Rúnar Heiðarsson, Hlyn- ur Stefánsson, Ingi Bjarni Skúlason, Sigmar Þór Matthíasson og Örvar Erling Árnason. Tilefni tónleikanna er að í ár eru liðin 30 ár frá útkomu Mingus-hljómplötu Joni Mitchell sem hún vann með bassaleikaranum Charles Mingus. Hann lést áður en platan var fullkláruð. Á tónleikun- um flytur sveitin nokkur lög af þeirri skífu ásamt öðrum lögum úr safni Mitchell í bæði nýjum og eldri djössuðum útsetningum. Þau hefja leik kl. 21.00. Kl. 22.30 kemur söngkonan María Magnúsdóttir fram ásamt hljóm- sveit sinni Mama’s Bag. María gaf nýlega út sína fyrstu plötu, Not Your Housewife, sem inniheldur 11 lög og texta eftir hana, sem eiga rætur sínar að rekja til R&B, fönks og djass. Ásamt Maríu koma fram Ragnar Árni Ágústsson, Rafn Emilsson, Stefán H. Henrýsson, Kristj- án Hafsteinsson og Sigfús Ómar Höskuldsson. Tónleikar Múlans fara fram í Jazzkjallaranum á Café Cultura, Hverfisgötu 18, gegnt Þjóðleikhúsinu, og hefjast þeir kl. 21 - pbb Joni Mitchell hyllt TÓNLIST Kanadíska söngskáldið Joni Mitchell. B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér r ét t til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . Kanarí Frá kr. 99.900 Frá kr. 99.900 Aðeins örfáar íbúðir í boði! Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina á Kanarí- eyjum 24. nóvember í 25 nætur á frábæru tilboði. Í boði er m.a. frábært stökktu tilboð þar sem þú bókar flugsæti og gistingu og fjórum dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir (stökktu tilboð með „öllu inniföldu” jafnframt í boði). Einnig bjóðum við frábær sértilboð á Parquemar og á hinu vinsæla Jardin del Atlantico íbúðahóteli með „öllu inniföldu“ á hreint ótrúlegum kjörum. Gríptu tækifærið og njóttu lífsins á þessum vinsæla áfangastað á hreint ótrúlegum kjörum. Ath. verð getur hækkað án fyrirvara! 25. okt. 24. nóv. Tryggðu þér sæti strax! Frá kr. 149.900 – með „öllu inniföldu“ ÓTRÚLEG SÉRTILBOÐ! NÝTT! Jardin A tlantico með „ö llu innifö ldu“ Ný jólaferð! 14 nætur frá kr. 119.500 Tryggðu þér sæti strax! Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar: 249. tölublað (21.10.2009)
https://timarit.is/issue/296266

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

249. tölublað (21.10.2009)

Handlinger: