Fréttablaðið - 26.10.2009, Qupperneq 16
26. OKTÓBER 2009 MÁNUDAGUR4 ● fréttablaðið ● híbýli og viðhald
● UNDIR ÁHRIFUM FRÁ GAUDI
Þennan stól hannaði Hollendingurinn Bram
Geenen og kallar Gaudi-stólinn. Heiti hans
skírskotar til þess að stóllinn er búinn til með
svipuðum aðferðum og spænski arkitekt-
inn og hönnuðurinn Antoní Gaudi lét byggja
kirkjur sínar og þar á meðal meistaraverk sitt,
la Sagrada Familia í Barcelona. Stóll Geenens
er hluti af Furnistructure-verk-
efninu þar sem markmiðið
var að nota létt efni í hönn-
un húsgagna og annarra
innanstokksmuna. Geen-
en á um þessar mundir í samstarfi við TNO um
þróun og framleiðslu á Gaudi-stólnum.
Skammdegið nálgast og
heimilið verður manns helsti
griðastaður yfir veturinn. Það
er ótrúlegt hve auðvelt er að
létta lundina með réttu litavali
á heimilinu og lýsingu.
Gullnu reglurnar þrjár í heim-
ilisfræðum eru þessar: skipu-
lag, þrifalegheit og virkni. Því
meiri óreiða, hvort sem hún nær
alveg til yfirborðsins eða er bara í
geymslunni hjá okkur – getur virk-
að íþyngjandi. Því er gott að hafa
í huga strax um haustið að reyna
að skipuleggja aðeins uppröðun í
skápum og skúffum og númer eitt,
tvö og þrjú er að losa sig við það
sem maður hefur ekki not fyrir.
Það sama gildir um hreint um-
hverfi og þegar talað eru um virkni
er átt við að leyfa ekki rafmagns-
tækjum, lömpum og ljósum að
standa biluð eða perulaus. Fyrsta
reglan til dæmis í Feng-Shui fræð-
unum er að geyma aldrei hluti sem
eru ónýtir eða bilaðir. Henda eða
koma þeim strax í lag. Oft er talað
um „hvíta fílinn“ í þessu samhengi.
Að bleiki fílinn í stofunni, sem angr-
ar þig, þegar þetta þrennt er ekki í
lagi – breytist í eitt stykki hvítan.
Ekki má gleyma litavali. Rauð-
ur og appelsínugulur ættu alls ekki
að vera afgerandi í rými þar sem
slakað skal á, þar sem þeir koma
róti á hugann. Rauðir litir í fylgi-
hlutum geta þó glatt, nægir þar
jafnvel einn vasi eða rammi.
Þess mun heldur ættu hlýir
viðartónar, blár og grænn að vera
til staðar þar sem þeir hafa róandi
áhrif. Það skiptir þó máli hvern-
ig blár og hvernig grænn er val-
inn. Ekki velja klósettbláan eða
spítalagrænan.
Að lokum er þess vert að minn-
ast á fjölskyldumyndir. Settu
myndir af þínum nánustu, þar
sem þeir eru brosandi og glaðir, í
ramma og raðaðu í kringum þig.
Oft er nóg að líta á myndirnar til
að líða betur. - jma
Heimilið getur bæði
íþyngt og létt lund
● KÍKTU Í KISTUNA MÍNA
Þetta leikfang eru úr smiðju
japanska hönnuðarins Shin
Tanaka, sem er þekktur
fyrir graffíti-pappírslista-
verk sín. Tanka vakti fyrst at-
hygli þegar hann fór að búa
til pappaeftirlíkingar af uppá-
haldsstrigaskónum á námsárun-
um. Hann var þá fátækur náms-
maður og hafði ekki efni á þeim
þannig að pappaskórnir komust
næst þeim draumi. Uppátækið vakti athygli Nike og Adidas sem réðu
hann til starfa og eftir það tók ferill Tanaka á flug. Nýlega er hafin fram-
leiðsla á leikföngum sem byggja á verkum hans.
● FÚINN VIÐUR Fúinn við
þarf að fjarlægja og finna orsökina
fyrir skemmdinni. Hugsanlega
getur fúinn hafa myndast vegna
leka eða ónógrar loftræstingar.
Í bókinni Verk að vinna
– handbók um viðhald, viðgerðir
og smíðar er bent á að of margar
umferðir fúavarnar á veggi utan-
húss gera ógagn. Við það getur
raki lokast í viðnum og valdið
fúaskemmdum. Þar er einnig bent
á hvernig má athuga hvort fúi er
kominn í við: Stingdu hnífsoddi í
við á álagstöðum svo sem undir
gluggum, við niðurfallsrör við
þakrennur og slíka staði. Gangi oddurinn tvo millimetra eða svo inn
í viðinn er allt með feldu en fangi hann fyrirstöðulítið lengra inn í
viðinn er hætta á ferð. Fjarlægðu allan morknaðan við, láttu svo sárið
standa opið áður en viðarvörn er borin á og bættu svo svæðið með
gagnvörðum viðarbút.
Reyndu að hafa
vinnu aðstöðuna
þína í námunda við
stóran glugga þar
sem birtu nýtur við.
„Aldrei hefði mér dottið í hug
þegar ég hóf ferilinn árið 1958 að
ég ætti nú eftir að selja húsgögn
til Danmerkur. Annað kom held-
ur betur á daginn,“ segir Sigurð-
ur Mar Helgason húsgagnahönn-
uður, sem hefur gert samning um
að sýna verk sín í hönnunarrými
dönsku stórverslunarinnar Maga-
sin du Nord.
Í versluninni verður eitt þekkt-
asta verk Sigurðar, gærukollur-
inn Fuzzy, til sýnis í sérstöku
hönnunarrými fyrir
spennandi húsögn.
Sigurður hann-
aði og smíðaði
fyrsta eintakið
af honum árið
1972, lítinn koll
með sútaðri
lambsgæru. Það
er lambsgæra með
ullinni eins og hún
kemur af kindinni,
en fæturnir eru síðan
renndir í líki vatnsdropa.
Sigurður mun
vera fyrsti Ís-
lendingurinn sem
sýnir hönnunarverk í
þessari ástkæru versl-
un Dana. „Ég veit ekki
hvað kom til að þeir
höfðu samband við
mig,“ segir Sigurður. „Hugsanlega
vegna þess að húsgögn eftir mig
hafa verið á sýningunni Scand-
inavian Design vítt og breitt um
Evrópu og Bandaríkin.“
Þess má geta að Fuzzy fæst á
Þjóðminjasafninu, í Epal, Kraum
og Mýrinni. - rve
Húsögn seld til Danmerkur
„Ég er að koma með afmælisútgáfu af kollinum, í tilefni þess að
hann verður þúsundasta eintakið,“ segir Sigurður.
Passaðu að allt virki og gangi á heimil-
inu, hvort sem er gamli skífusíminn eða
gamla klukkan.
Lampar ættu
að vera helst að
vera með hvítum
skermi til að gefa
sem besta birtu í
skammdeginu.
TIL
BO
Ð!
VETRARDEKK
ÓD
ÝR
T
5.490,- jepplingur kr 6.490,-
Tilboð á umfelgun
Verðtilboð fyrir eldri borgara
Fólksbíll kr 4.990,-
Jepplingur kr 5.990,-
Gerið verðsamanburð
Sama verð fyrir ál- og stálfelgur
Borgartúni 36, (bakvið Cabin hótel) • Sími 588 9747 • www.vdo.is
Opið mán.–fös. 8–18. Lau. 10–14.
FR
ÉT
TA
BL
A
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M