Iðnneminn


Iðnneminn - 01.05.1977, Síða 7

Iðnneminn - 01.05.1977, Síða 7
Ljmaí 1977 lönneminn 7. Lítil stúlka þurfti að ganga undir skurðaðgerð vegna augnanna í sér. Þegar sá dagur rann upp, að um- búðirnar voru teknar af, hrópaði hún viti sínu fjær: — Læknir, ég sé ekki neitt. Læknirinn svaraði: — 1. apríl. — Pabbi. Hversvegna geng ég allt- af í hring? — Þegiðu strákur, eða ég negli líka niður á þér hina löppina. — Mamma. Mér finnst systir mín vond. — Haltu kjafti og kláraðu af disknum. Iðnnemar eflið blaðið ykkar Iðnnemar skrifið í Iðnnemann SÁLFRÆÐI Heyrst hefur að félag sálfræð- inga hafi áhuga á að fá til athug- unar þá menn er komu með gagn- tilboð vinnuveitendasambandsins við kröfum ASÍ. TILKYNNING Heyrst hefur að fyrir dyrum standi stœkkun á fjölleikahúsi Geirs Smart's. Núverandi húsrými mun ekki vera nægilega stórt til að sviðsetja þá farsa sem eru á sýningarskrá komandi leikárs. Einnig hefur það heyrst, að veita eigi Matta Matt verðlaunaseðil fyrir bezta gamanþátt ársins. Nefnd nr. 657849367460901. ATVINNA ÓSKAST Get bœtt við mig nokkrum aukadjobbum. Allt kemur til greinaþó sérstaklega; dyravarzla, plötusnúðsstarf, allskonar félags- störf og umboðsmennska. Einnig hef ég mikla reynslu í að sitja veizlur með stórhöfðingjum. Upp- lýsingar í síma 17290, efég er ekki þar þá 11322, ef ég er ekki þar þá 23333, ef ég er ekki þar þá 14410. Og ef ekki næst í mig i neinu af þessum númerum, þá er ég ekki við. H. Hjartar. TAPAÐ — FUNDIÐ Hef tapað sparisokkunum min- um einhversstaðar í námunda við Sigtún. Finnandi vinsamlegast bendið á staðinn ef hann ekki treystir sér til að takaþá upp. H. Armannsson Þetta gerist á vorum dögum: Kona nokkur, austur í sveitum, sem kominn er til ára sinna, veikt- ist nú fyrir skömmu og varþví flutt úr koti sínu og undir lœknishend- ur. Þótti vissara að hún dveldist um sinn nálœgt lœkninum og var henni því komið fyrir hjá kunn- ingjafólki. Hvemigsem á því stóð, datt fólkinu í hug að bjóða kon- unni í bað, sem hún þáði, en gat þess um leið að hún hefði ekki komið í bað síðan 1924 og þá var eins ástatt fyrir henni. Haldiði ad það sé nú. BÍLL — BÍLL. Óskum eftir að taka á leigu, eða jafnvel kaupa ameríska for- stjórabifreið, til stuttrar sendiferð- ar norður í land. Innbyggður bar er algjört skilyrði. Jafnframt ósk- um við eftir að ráða einkabíl- stjóra. Allar frekari upplýsingar gefur FCLFRSTJ. (Ferðaklúbbur framkvœmdastjórnar.) ATHUGIÐ! JEPPAR KOMA EKKITTL GREINA. — Við gerum nú ekki miklar kröfur til iðnnemanna. Þeir eiga aó vera hlýðnir, heiðarlegir, duglegir, nœgjusamir og sanngjamir í launakröf- um og fýrir alla muhi án alls pólitíks áhuga. — Já. Leyfum þeim svo að detta íþað einstaka sinnum um helgar. — Já. Það skaðar ekki að vera svolítið frjálslyndir. ★ — Til hamingju ungj maður. Nú ert þú útlœrður. Þú skalt ekki hafa áhyggjur afþví þóttþú hafir ekki lœrt neitt hér l fyrirtœkinu, því þú ert rekinn ogþar með atvinnulaus og hefurþar með engin not fyrir fagið. Haukur íhomi

x

Iðnneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.