Iðnneminn


Iðnneminn - 01.05.1999, Blaðsíða 2

Iðnneminn - 01.05.1999, Blaðsíða 2
L e i ð a r i Iðnnemasamband íslands Hverfisgötu 105 101 Reykjavík Sími: 551-4410 Bréfsími: 551-4411 Vefsíða: www.insi.is Upplýsinga- og réttindaskrifstofa INSÍ er opin alla virka daga frá kl. 9:00 til 17:00. IÐNNEMINN 1. tbl. 67. árg. febrúar 1999 Ritstjóri: Sigríður Magnúsdóttir Ritnefnd: Brynjar Páll Björnsson. Hafþór Benónýson. Rúnar S. Sigurjónsson, Sigurður Hörður Kristjánsson og Sindri Svavarsson. Ábm.: Guðrún Gestsdóttir Prófarkalestur: Reykvísk útgáfa sf. Umbrot: Reykvísk útgáfa sf. Auglýsingasöfnun: Markaðsmenn Prentvinnsla: Hagprent-lngólfsprent Iðnneminn er gefinn út á tveggja mánaða fresti í 10.000 eintökum. Iðnneminn er sendur endurgjalds- laust heim til allra iðnnema og til rúmlega 5.000 iðnfyrirtækja. meistara og stofnana. kæru iðn- og starfsnámsnemar. Nú líður að kosningum eins.og allir sem hafa kveikt á sjónvarpi ( og ekki hafa límt fyrir póstlúguna heirna hjá sér ) vita. Þeir sem ekki hafa gert upp hug sinn ennþá geta vonandi orðið einhvers vísari með því að glugga í gegnum þetta blað og lesa stefnu stjórnmálaflokkanna í niennta- og iðnarmálum. Þetta blað er gefið út af tilefni l.maí hátíð- arhaldana.Vert er að lesa ávarp formanns okkar á 1. maí, þar kemur hann inná sovéskuhugsjónina sem á að gleypa okkur iðnnema lifandi og gangast undir eitthvað fortíðarhyggjufýribæri sem kallast Samiðn. Áfrarn Notsalgígjan hrópa ryðkollarnir sem þar sitja við stjórn. En að frátaldri moldarkofa-hugsjóninni, þá er þetta blað unnið í góðri sam- vinnu við útskriftarnema í Fataiðnadeild Iðnskólans í Reykjavík og er forvitnilegt að sjá inní þeirra nám og hvað tekur við að því loknu, sem og gömul vinnubrögð í þessari iðn. Minnst er á Obessufund sem haldin var í febrúar síðastliðin í Búdapest og forvintilegt verður að sjá næsta blað sem verður gefið út eftir næsta Obessufund, sem einmitt verður haldin á Islandi og í sama húsi og okkar skrifstofa er. Svo líka ákvaðum við í ritstjórn að reyna fríska aðeins uppá á andann í blað- inu, kom með nóg af altaf einhverjum greinum um utanlandsferðir og þessháttar og komum inn með vandamálapóst og jafnvel eitthvað fleira í næstu eintökum. Næsta blað er væntanlegt júní/júlí og með- al efnis þar verður efni frá iðn- og verkmenntaskólum, auk verk- menntadeilda innan aðra framhaldskóla. Það blað verður í samvinnu við Hótel- og matvælaskólann í Kópavogi . Baráttukveðjur og hvetum við ykkur öll að mæta fyrir fram Hall- grímskirkju l.maí og fylkja liði niður Skólavörðustígin og niður á Ingólfstorgi undir fánum verkalýðshreyfingana. Ritstjórn Frá öðrum ritstjóra Hér kemur fyrir sjónir fyrsta samstarfsverkefni Iðn- nemasambandsins og fataiðnaðardeildar Iðnskólans í Reykjavík. En þetta tölublað er ein af fjáröflunarleiðum okkar vegna náms og útskrifarferðar til New York. Sú ferða var farin fyrir páska og kynntum við okkur starf- serni hjá hönnuðum, klæðskerum og skólum, auk þess sem farið var á söfn, bæði búninga- og listasöfn. Þess ut- an var borgin könnuð eins og ferðamönnum sæmir. Voru það því þreytir en ánægðir og urn margt fróðari nemar sem hafa verið að leggja síðustu hönd á blaðið. Njótið. Bragi Þ. Jósefsson er beð- inn afsökunar á því að nafn hans kom ekki fram scm ljósmyndari forsíöu og mynda sem fylgdu grein- inni „Bólstrun“ í síðasta tölublaði. Fyrir hönd verðandi kjól- og klæðskera Júlía Garðarsdóttir 2 I ð n n e m i n n

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.