Iðnneminn


Iðnneminn - 01.05.1999, Blaðsíða 10

Iðnneminn - 01.05.1999, Blaðsíða 10
Hvað er kjól- og klæðskeranám? Nokkurs misskilnings hefur gætt um cðli og tilgang þess kjól- og klæðskeranáms sem kennt er á fataiðnaðardeild Iðnskólans í Reykjavík. Sér- staklega hefiir fólk ruglað þessu námi við fata- hönnun eða jafnvel talið það vera einungis undirbúning fyrir fatahönnunarnám. Það er með öllu rangt. Að lokinni útskrift úr deild- inni gangast nemendur undir sveinspróf jafnt og í öðrum löggildum iðngreinum. Þar með hafa þeir góða undirstöðu fyrir krefjandi at- vinnu, hvort sem er fyrir ffamleiðslufyrirtæki eða málsaum á viðskiptavini. A brautinni er kcnnd sníðagerð, þ.e. gerð sniða frá grunni, hvort sem er eftir uppgefn- um stærðartöflum eða eftir máltöku á. við- skiptavinum og þeirra óskum. Stærðarbreit- ingar sniða og undirstaða að saum á öllum kvenn- og karlmannafatnaði, að undanskild- um kápum og nærfötum og öil þáttum þeim að lútandi. Auk þess er kcnndur grunnur að almennri teikningu, tísku- og búningateikn- ingu og búningasögu. Námið tekur alls fjögur ár. Af þeim eru sjö annir kenndar í skóianum en á einni verða nemar að verða sér úti um reynslu á vinnu- markaði. Fyrstu þrjú árin er tekin fyrir grunn- ur við gerð kvenn- og karlmannafatnaðar, en á seinustu önninni skiptist námið í kjólasaum og klæðskera (herrafatnaður). Allt frá byrjun er mikið lagt upp úr vönd- uðum vinnubrögðum og af þeirn 28 einstak- lingum sem byrja í deildinni á hverju hausti, komast aðeins 14 áfram yfir á næstu önn. I byrjun byggjast annirnar meira og minna á gerð vinnubóka með grunnsniðum, útfærslum í hlutföllum (1/3 og 1/4) og saumaprufúm s.s. mismunandi vösum, klaufúm, slaufúm, blómum, perlusaum o.fl. I’essar bækur eru ætlaðar sem grunnur í náminu og sem upp- flettirit við vinnu eftir að skóla sleppir. Á fyrstu árunum er aðalega unnið að þessum vinnubókum cn raunverulegur fatasaumur og málsaumur á viðskiptavini verður smám santan veigameiri þegar á líður uns komið er á loka- önninna, þá verður hann svo til allsráðandi. Ædast er til að ncmcndur fái víðtæka reynslu við gerð fatnaðar á ólíka viðskiptavini, þannig að þeir séu hæfir til að taka að sér mis- jöfn verkefni. En nemar sem útskrifast hafa nreð sveinspróf í kjólasaum og klæðskera hafa ýmist tekið að sér málsaum á viðskiptavini í þeirri grein sem þeir eru útskrifaðir úr, fengið vinnu í fataframlciðslufyrirtækjum við sníða- gerð eða verkstjórn og aðrir hafa farið erlend- is að vinna eða til frekara náms og þá oftast hönnunarnáms. Júlía Garðarsdóttir Hjá Kjólameistara á Silkegade Sjöttu önn var senn að ljúka og næst á dagskrá var verknám. Þar sem ill- mögulcgt er að komast í verknám hér á landi annarstaðar en hjá framleiðslufyrir- tækjum þá ákvað ég að reyna fyrir mér í Kaup- mannahöfn. En éghafði heyrt góðar sögur frá þeim sem tekið höfðu sitt verknám þar. Ég lét því slag standa og skrifaði bréf til tveggja kjólameistara í Kaupmannahöfn og fékk fljót- lega svar ffá Mörthu Hetting, Haute Couture Þar sem verknám er illa eða jafnvel elckert borgað í þar í landi, sóttí ég um Leonardo styrk sem ég fékk og var þá ekkert að vanbún- aði. 18. júlí fór ég síðan út, burt frá syni mín- um og fjölskyldu í von um að afla mér reynslu sem ekki er hægt að afla hér á landi. Á saumastofunni með eitt af fjölmögum verkefnum sumarsins. 10 Iðnneminn framhald á síðu 12

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.