Iðnneminn


Iðnneminn - 01.05.1999, Blaðsíða 20

Iðnneminn - 01.05.1999, Blaðsíða 20
Kæru félagar. I upplýsingaþjóðfélagi nútímans geta allir verið vel með á nótunum í þeim málum sem snerta þá, séð umræður á alþingi samdægurs og lesið ræður alþingismanna á netinu daginn eftir. Sjaldan hefúr verið meiri samkeppni um að koma fréttum eins hratt og örugglega tíl neytenda. A þessum sama tíma er almenningur að færa ákvarðanavaldið meira og rneira í fárra hendur. Ahugi einstaklingsins á að hafa vald yf- ir eigin örlögum fer minnkandi og fólk heldur að öryggið sé í fjöldahreyfmgum. Sameining- artískan er í algleymingi. Til að hafa sterkari rödd í stéttarfélagsbarátt- unni hafa sveinafélögin þjappa sér saman í í eitt stórveldi, Samiðn. Það er aðeins einn galli á gjöf Njarðar. I stað þess að hvert félag sé sterkt innan samtakanna, virðist miðstýringin vera algjör. Hvert félag missir einkenni sín og verður að gangast undir samræmdar reglur samveldisins. Nú sýnir skrímslið hug á að inn- lima sjálfkrafa iðnnema sem tilheyra þeim greinum sem eru innan þeirra vébanda með Sovéskum hætti, í valdi stærðar sinnar. Ef ein- hverjum er sk>dt að sporna gegn þessu er það Iðnnemasambandi Islands. Iðnnemar eru stór hópur en reynslan sýnir að þeirn hættir til að týnast innan hagsmunafélaga sem ekki hafa þeirra hagsmuni fyrsta á blaði. Kjör hársnyrtinema og fleiri nema sem fá greitt eftir beru taxtakaupi þurfa á stórkostlegri leið- réttingu að halda. Þeir sem þurfa að lifa á laun- unum hljóta að hafa besta hvatningu til að vinna að kjarasamningunum. Við getum ekki sætt okkur við að tapa okkar skjólstæðingum í skrifinnsku og einhverskonar málamiðlunarsamfélag sem enga raunverulega afstöðu tekur. Það er óskiljanlegt að nokkur skuli beygja sig undir þessháttar. Hræðsla einstaklinganna til að taka ábyrgð á sinni eigin framtíð virðist eins og bráðsmitandi sjúkdómur í þjóðfélaginu. Þjóðin er að fram- selja vald sitt og ábyrgð yfir til stórfyrirtækja og fjármagnseigendanna með stjórnlausri einka- væðingu. Gróðavænlegustu rekstrareiningarnar sem líklegastar eru til að skila hagnaði eru seld- ar á gjafverði. Nú er byrjað að seija framhalds- menntunina á sama hátt. Hvernig tókst að telja þjóðinni trú um að við séurn ekki fær um að reka velferðarkerfið sjálf er eitt magnaðasta sölutrikk aldarinnar. Hlutafélag þjóðarinnar, Ríkið, sem við eigum öll hlut í, er að verða að engu í höndum núverandi stjórn- vaida og við horfiim þegjandi á. Það er í raun ótrúlegt að það liggi ekki við uppreisn þegar reikningar nýeinkavæddrar þjónustu berast. Hagræðingin og sparnaðurinn kemur fram í helmingi hærri reikningum til hins almenna borgara. Hver er það þá sem græðir? Það hlýt- ur að vera fjármagnseigandinn sem rekur þjón- ustuna, því ekki rennur gróðinn lengur í Ríkis- sjóð. Þetta ferli er farið að koma í ljós innan Lána- sjóðs íslenskra námsmanna eins og öðrum hlut- um velferðarkerfis þjóðarinnar. Námsmönnum er haldið við hungurmörk. Við hungurmörkin er auðvelt að sannfæra okkur urn að ekki sé hægt að reka fullnægjandi lánaþjónustu á veg- um Ríkissins. Menntun og möguleikar þjóðar- innar í framtíðinni er ekki nógu mikilvæg til að hljóta náð fyrir augum ráðamanna í útdeilingu fjármagnsins. Ef við látum glepjast selur ríkið námsmenn með húð og hári til bankanna og við höfúm lítið um kjör og vexti að segja frek- ar en aðra þjónustu sem hefur verið gefin á tombólu einkavæðingarinnar. Ef við ætlum að sporna við þessari þróun þurfum við að fara að gera eitthvað. Það liggur jafn mikil ábyrgð í aðgerðarleysi og í athöfnum. Það liggur samþykki í því að mótmæla ekki. Við þurfum að taka skýra afstöðu og fylgja henni eftir. I aðvífandi kosningum, í kjarasamningum og í allri umræðu okkar á milli er ekki hægt að beygja sig undir málamiðlanir og treysta því fólki sem hefitr brugðist okkur síðustu ár. Við verðum að hætta að trúa því að núverandi að- ferðir séu þær einu mögulegu. Við verðum að búa til nýjar, það gerir það enginn fyrir okkur. Guðrún Gcstsdóttir Fomuiður Iðnnemasamlmnds íslands. 20 Iðnneminn

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.