Iðnneminn


Iðnneminn - 01.05.1999, Blaðsíða 18

Iðnneminn - 01.05.1999, Blaðsíða 18
PARLAMENT BUDAPBST PARLIAMENT Bygging nýrra félagasamtaka í Evrópu Vikuna 14-21. feb. var haldin ráð- stefna á vegum OBESSU í Evr- ópsku ungmennamiðstöðinni í Budapest (European youth center). Fullrúar íslands voru undirrituð frá INSI og Jóhann frá BÍSN. Yfirskrift þessarar ráðstefnu var eins og fram kemur í titlinum, “Bygging nýrra nemenda- samtaka í Evrópu” og var þar af leiðandi ekki einungis félögum innan OBESSU boðin þátt- taka að þessu sinni heldur einnig fulltrúum nýrra nemendasamtaka á framhaldsskólastigi innan Evrópu. Nokkrir fulltrúar komu þó frá eldri og reyndari samtökum innan OBESSU og voru íslensku fulltrúarnir þar á meðal. Dagskráin virtist í fyrstu aðallega eiga erindi við hina nýju og /eða væntanlegau félaga en annað kom þó á daginn. Farið var til að byrja með í nýverandi stöðu og voru spurningalistar sem svarað var fýrirfram notaðir til stuðnings. Feir innihéldu margvíslegar upplýsingar um félögin, til að mynda aldur, félagafjölda, fé- lagsgjöld, fjölda virkra meðlima ofl. Einna at- hygliverðust þótti mér þó umræðan um hvort kjörin stjórn væri raunverulega að tala máli al- mennra félagsmanna og hvernig væri best að tryggja að svo væri. I öllum tilvikum þar sem þetta var vandamál var því um að kenna að al- rnennir félagsmenn létu skoðun sína ekki í ljós en ekki því að stjórnarmenn væri á einhverju einkaflippi. I framhaldi af fyrri umræðu var farið út í upp- byggingu samtakanna, hvernig uppbygging hentaði best til að sem allra flestir tækju þátt og að raddir þeirra heyrðust. I þessa umræðu fléttuðust svo markmið og þróun þeirra og fleiri mikilvægir þættir. Ymislegt fleira var gert til að komast að því hvað þyrfti til að byggja sterk námsmannasam- tök og hvernig mætti ná markmiðum fram t.d. vinnustofur sem fjalla um tengsl við félags- menn, herferðir til að vekja athygli á baráttu- málum og fjáröflun svo einhvað sé nefnt. Ráðstefna þessi var yfirgripsmeiri en svo að allt verði upptalið hár. Ég vona þó að lesend- ur séu einhvers vísari. Ef frekari upplýsinga er óskað bendi ég á skrifstofu INSI. Katrín María Káradóttir Alþjóðafulltrúi INSÍ ^^s^ennubreytar Trönuhrauni 5 220 Hafnarfirði • Sími 555 4745 18 Iðnneminn

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.