Iðnneminn


Iðnneminn - 01.05.1999, Síða 16

Iðnneminn - 01.05.1999, Síða 16
helst fræg fyrir að hafa gert brúðarkjólinn á Sarah Ferguson, Duchess of York. Þetta er fyr- irtæki sem sérhæfir sig í couture, aðallega kvöld- og samkvæmisklæðnaði, gert eftir máli. “Processinn” er sá að þú kemur í mælingu og “consultation”, þar sem þú ákveður hvað þú vilt eða velur úr síðustu collection, kemur í fyrstu mátun í “toile” sem er prufa, aðra mátun í “fabric” þ.e. í raunverulega efninu, og síðan “collecting” síðasta mátun og ef allt er í lagi þá tekur þú flíkina með þér. Brúðarkjólar eru í algjörum minnhluta af því sem við gerum, u.þ.b. 3-4 á ári, og kosta þá upp í 2 milljónir ísl.kr. meðan samkvæmiskjóll kostar um 3-400 þús. Við erum með tvær “collections” og tísku- sýningar á ári sem tekur okkur um 4 -6 vikur að undirbúa og gera. Mitt hlutverk er að skipuleggja vinnuna, hver gerir hvað og þar af leiðandi; hver gerir hvað best og úthluta verk- efnum í framhaldi af því í samráði við hönnuð- inn og svo leggja mitt af liði hvort sem er í sniðagerð, skurði, gerð kjólanna og mátanir. Venjulega ef um er að ræða flókna og erfiða kjóla þá sé ég um gerð þeirra frá byrjun til enda, þetta þýðir oft á tíðum langan vinnudag með mikilli pressu, því það er ekki bara gæði sem skipta máli heldur líka (og kannski of mik- ið) hraðinn, maður þarft að vera tilbúin til að C^e^mce LAUGAVEGI 71 - P.O. BOX 289 - 121 REYKJAVlK - ICELAND TEL. 354 551 0424 - TELEFAX 354 551 3&04 Efni í allan fatnað Tölur - Belti - Klútar gera flóknan blúndu og siffon kjól byggðan utan um corset á tveimur til þremur dögurn. ICúnnahópurinn uppistendur af fólki sem er í sviðsljósinu í Englandi sem og frá Mið- austurlöndum s.s. Jordan og Kuwait þar sem fólk setur það ekki fyrir sig að koma í mátan- ir í annan heimshluta. Það sem stendur upp úr eftir þessi tæp 3 ár síðan ég útskrifaðist er fyrst og fremst fjöl- hæfnin sem ég hef sent getur gert mér kleyft að vinna á næstum hvaða grundvelli sem er innan tískuheimsins og í öðru lagi áherslan sem lögð er á hraða, sem lætur vinnuhraðan á námsárunum líta út eins og rólegan sauma- klúbb. Astæðan fyrir að ég vil hvetja námsmenn í mínu fagi á Isiandi til að fara erlendis í starfs- þjálfun eða vinnu er fyrst og frentst sú að eft- ir að nárni lýkur er svo ótal margt enn að læra. A Islandi eru fá tækifæri til að vinna með fólki sem er með áratugareynslu í eldlínunni, vinna með dýr, sérhönnuð efni og perlu- skreytt af sérfræðingum. Sennileg ástæða fyr- ir þessum skorti á tækifærum er að fólk á Is- landi er ekki tilbúið til að borga fyrir sér- hannaðan fatnað því vissulega er enginn skortur á vel menntuðu og góðu fagfólki sem getur uppfyllt ströngustu kröfúr á al- þjóðamarkaði. Nanna Bjarnadóttir Mobile-sími: (0)778866-0334 Heimilisiðnaðarskólinn Laufásvegi 2 101 Reykjavík Sími 551 5500 Fax 551 5532 Verslun, þjónustu og upplýsingar. Allt til þjóðbúningagerðar, íslensk út- saumsmynstur og efni, vefnaðaráhöld og efni. Ullarefni, skyrtuefni, svuntuefni Kniplingar, orkeringar, slifsi, húfur og skúfar Javi, strammi og ullargarn Hörband, bómullarband, skyttur og skeiðar Og margt fleira. Spennandi handverksnámskeið. Lærið gömul vinnubrögð hjá sérhæfðum kennurum. Kvöldnámskeið. Allar upplýsingar og skráning á Námskeið mánudaga til mið- vikudaga kl.10-13 og fimmtudaga og föstudaga kl. 10-18. spjaldvefnaður — bútasaumur — tóvinna sauðskinnskógerð — og margt fleira. Sumarnámskeið barna dagana 7.-11 .júní og 14.-18 júní kl. 13-17. Jurtalitun og vefnaður Pappírsvinna Listsköpun i gler Tálgun og trélist Dúkkufatasaumur þjónustudeild Heimilisiðnaðarfélags Islands 16 Iðnneminn

x

Iðnneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.