Iðnneminn


Iðnneminn - 01.05.1999, Qupperneq 12

Iðnneminn - 01.05.1999, Qupperneq 12
Martha Hetting, Haute Couture er staðsett í hjarta Kaupmannahafnar á horni Silkegade og Pilostræde. Það tók mig smá tíma að finna staðinn í fyrsta sinn, þrátt fyr- ir nrjög góðar upplýsingar frá mér reyndari Danmerkurför- um. En, jú þarna var eitthvað sem svipaði til saumastofu. Fjórir stórir gluggar með gín- um klæddar í hátískufatnað. Martha Hetting, eigandi stof- unnar, tók á móti mér og sýndi mér um alla króka og kima. Saumastofan sjálf var staðsett í kjallaranum og var ég ekki iengi að gera mig heimakomna þar. Tókjafnvel að mér að sópa og tæma ruslið þar sem samstarfskonur mínar sýndu því elcki rnikinn áhuga. En hingað kornin var ég til að sauma. Vinnutíminn var þægileg- ur, frá 9:30 - 17 mánudaga til fimmtudaga en til 16:30 á föstudögum. Nóg var að gera og þetta sumarið áttu brúðarkjólarnir vinninginn. Eg saumaði aðal- lega kjóla en einnig nokkuð af drögtum, síðan var það hand- saumur og önnur tilfallandi verkefni. Sömuleiðis fylgdist ég með hvernig mátanir fóru fram. Það var rnjög ánægulegt að fá að vinna með öll þessu fínu efni og þann fína saurn sem þeim fylgdi. Að mínu mati var dýrmætasta reynslan að vinna með mismunandi efni og sjá hvernig mismunandi aðferðum var beitt á ýmsan hátt. Mér fannst ég vel sett með rnitt þriggja ára nám úr fataiðndeildinni skorti helst æfinguna að vinna með þær aðferðir sem okkur hafði ver- ið kenndar sem prufúr í skól- anum. Mesta muninn fann ég þó þegar ég byrjaði í skól- anum aftur hve öðruvísi og öruggari ég gekk til verks við saumaskapinn. Það sem ég gæti helst sett út á vinnubrögð á saumastof- unni er í sambandi við sníða- gerðina. Martha sá sjálf um alla sníðagerð og sníðingu efna en hún fólst aðeins í því að teikna beint á efnið og síð- an að klippa eftir auganu. Það er töluvert annað en sú nákvæmu vinnubrögð sem ég hef lært. En það er víst ekki hægt að fá allt í einu. Samstarfsfólk mitt reyndist mér vel í þessa tvo mánuði og sendu mig heim með fúllt af efnum og öðru sem tengdist saumaskap. En fyrst og fremst kom ég heim með góða reynslu í farteskinu. Lilja Dögg Gylfadóttir Silkiþrœðir Ármúla 24 - 108 Reykjavík Sími: 568-2160 Netfang: geg@ir.is Guðrún Ema Guðmundsdóttir kjólameistari -saumastofa -ráðgjöf tölvuvinnsla á sniðum. Ijósmyndun Vertu þar sem hlutirnir gerast Art.e-hönnunarskólinn Flórens Skólinn býöur upp á viöamikiö, sérhæft hönnunarnám sem tekur 2 ár jafnt og styttri námskeið í ákveðnum greinum. Styttra námið getur verið frá einum upp í sex mánuði. Istituto Europeo di Desiqn Margir íslendingar hafa lagt leið sína í nám í led-hönnunarskólann og staöiö sig vel. Þessi vinsæli skóli býður upp á ítarlegt nám á flestum sviðum hönnunar og tekur almennt nám 3-4 ár. í ákveðnum fögum er einnig boöiö upp á mastersgráðu. Skólinn, sem hefur á að skipa um 700 faglærðum kennurum, hefur það orð á sér að vera mjög framsækinn og er stöðugt leitast við að endurskoða kennsluefnið. Aðalsetur skólans er í Mílanó, en einnig er kennt f Róm, Tórínó, Cagliari og Madrid á Spáni. í báðum skóium er séð til þess að nemendur séu vel í stakk búnir til að takast á við námið og er því boðið upp á gagnleg og hnitmiðuð tungumálanámskeið áður en sjálft hönnunarnámið hefst. V Komdu við á Hringbrautinni og leilaðu nánari upplýsinga á skrifstolu Feröaskrifstofu stúdenta eða skoðaðu slóöir skólanna: "ÍSSSlS''' http://www.fioline.It/art.e og http://www.ied.it

x

Iðnneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.