Iðnneminn


Iðnneminn - 01.05.1999, Side 17

Iðnneminn - 01.05.1999, Side 17
• • Oðru hvoru hafa íslenskir námsmenn staðið fýrir svokölluðu dagsverki. Dagsverkið gengur út á það að námsmenn helga einum degi úr skólastarfinu í sjálfboðavinnu fyrir söfnun handa uppbygg- ingu skóla eða námsaðstöðu í þróunarlöndun- um. Samhliða verkefnunum fer síðan fram kynning/kennsla í skólunum um lífið í land- inu/svæðinu sem styrkja á. Verkefnin eru skipulögð af námsmannahreyfingunum og hef- ur Iðnnemasamband Islands verið í forsvari þess í þau skipti sem dagsverk hafa verið hald- in. Islenskir námsmenn hafa nokkrum sinnum staðið fyrir dagsverkum. Skemmt er að minn- ast Islensks dagsverks árið 1997 þar sem ís- lenskir námsmenn söfnuðu með vinnu sinni rúmum 5 milljónum til uppbyggingar starfs- námsskóla á Indlandi og samnorrænu verkefni árið 1991, en þá rann hundruða miljóna króna söfnunarfé frá öllum norðurlöndunum til upp- byggingar starfsnámsskóla í Braselíu. Nýlega var haldinn samráðsftmdur náms- mannahreyfinganna á norðurlöndum vegna samnorræns dagsverks sem fyrirhugað er að halda árið 2002. Undirritaður fór á þennan flind sem haldinn var í Færeyjum í febrúar s.l. ásamt Soffíu Sigurðardóttur frá Félagi fram- haldsskólanema. A fundinum var gengið frá fyrirkomulagi samstarfsins og gengið frá vinnuplani fram að dagsverkinu. Á fundinum komu fram hugmyndir að því að næsta verkefni yrði helgað “Tígurlöndunum”, þ.e. Indónesía, Austur-Tímor, Filipseyjar, Malasía, Papá-Nýja- Gínea, Thailand, Víetnam og Kambódía. I’essi lönd eiga það sameiginlegt að hafa lent í rnikl- um efnahagslegum þrengingum eftir mjög liratt vaxtaskeið. Samnorræna verkefnið yrði síðan keyrt þannig að hvert norðurlandanna, eitt eða fleiri er í sjálfsvald sett hvað og hvar þau styrkja á svæðinu. Þannig yrði ekki endi- lega um einn stóran söfnunarpott að ræða heldur sjálfstæð verkefni undir sama þema. I framhaldi af þessurn fundi var ákveðið að fara af stað með sér-íslenskt dagsverk (eins og 1997) árið 2000. Hafin er undirbúningur að því og búið að skipa í framkvæmdanefnd. Nefndin tekur bráðlega til starfa en gert er ráð fyrir því að styrkja áframhaldandi uppbygg- ingu á Indlandi. Rætt hefur verið við Hjálpar- starf Kirkjunnar og hafa þau tekið vel í að að- stoða við að fylgja því eftir. í næstu tölublöðum Iðnnemans er ætlunuin að birta meiri upplýsingar af þessum verkefn- um og sýna myndir frá þeirri uppbyggingu sem þegar hefur átt sér stað á Indlandi. Brjdnn Jónsson fmmkvamdastjóri INSI Menntamálaráðuneytið Auglýsing um sveinspróf Innritun stendur yfir í sveinspróf í löggiltum iðngreinum sem fara fram í júní n.k. Umsóknarfrestur rennur út 7. maí og er ekki tekið við umsóknum sem berast eítir þann tíma. Sótt er um á eyðublöðum sem liggja frammi í menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, sími 560 9500. Einnig er hægt að nálgast umsóknareyðublöð á heimasíðu ráðuneytisins, www.mrn, stjr.is. Með umsókn skal fylgja afrit af námssamningi og braut- skráningarskírteini iðnmenntaskóla. Nemar í matvælagreinum, rafiðngreinum, byggingagreininum og málmiðn- greinum sæki um sveinsprófið hjá fræðslumiðstöð viðkomandi iðngreina flokks. Iðnneminn 17

x

Iðnneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.