Iðnneminn


Iðnneminn - 01.05.1999, Blaðsíða 7

Iðnneminn - 01.05.1999, Blaðsíða 7
krækt í göt á tungunum þegar skift var um. Pressustykki á eldhúsborði þar fer verkið fram. Seinna komu járn með lausu handfangi sem smellt var á járnin til skiftis en þau hituð ofan á eldavélinni á hell, sem þá var komin yfir eldhol. Líka hefi ég séð lítið pressujárn með áföstu járnhandfangi, hefði mátt hita í hlóðaviki. Gat verið ísienskt srníði. Fatnaður. I bernsku man ég eftir síðum svörtum pilsum sem eldri konur klæddust, sennilega úr heima- ofnum efnum. Við þessi pils, sem felld voru undir streng, voru dagtreyjur, oft svartar en líka mislitar, alltaf með líku sniði, aðskornar rétt niður fyrir mitti, þétt hnepptar að framan með lidum tölum upp að hálsi, kragalausar. Ermar langar með ofurlitíu púffi eða rikkingu á öxl, sléttar fram og engin líning við úlnlið. Pessum búningi fylgdi alltaf strengsvunta. Yfir hárinu skýluklútur. Þess má geta að dagtreyjur voru alltaf fóðraðar og yfir þeim var þrýhyrnan, efnismikil og hlýleg, oftast í sauðalitum, líka úr lituðu bandi, oftast með garðaprjóni, alltaf með fallegri rönd, krosslögð á brjósti og hnýtt aftur fyrir, oftast kögruð. Eg bregð upp mynd af föður mínum á engj- urn, búningur hans er löngum hinn sami. Hann er í milliskyrtu og taubuxum með axla- böndum, tauvesti og oft með lítinn trefil um hálsinn, í ullarsokkum, og buxnaskálmunum brugiði undi sokkleggina. Leðurskó á fótum. Ahöfði hefur hann ætíð hatt og lætur hattbarð- ið hlýfa augunum í sólskyni. Stundum eru buxurnar úr léttara efni, striga eða gallaefni, sem og jakkinn, sem liggur oftast samanbrot- inn hjá steðjanum og klöppunni, því að öllu jöfnu slær faðir minn snöggklæddur. Beri nú svo til að foreldrar mínir ætli til kirkju á sunnudegi eða eitthvað annað, standa reið- hestar þeirra tygjaðir með hnakk og söðli. Móðir mín kemur út í skósíðu reiðpilsi og að- skorinni reiðtreyju úr sama efni, sem hún klæð- ist utan ufir peysufötín ef hún er að fara í kirkju, leggur hún slegi sjalið samanbrotið á söðulbogan, það ber hún í kirkju en afklæðist reiðfötunum. Slæða heldur skotthúfu og hári í skorðum. Faðir minn í dökkum sparifötum og ljósri skyrtu með hálstau. Með ökklaháa stígvélaskó á fótum, reymaða og leðurlegghlífar sem falla að fótleggjum utan yfir buxnaskálmarnar, spenntar með ólum. Á höfði hefur hann dökka sparihattinn. Um og uppúr 1920 munu ungar stúlkur al- mennt hafa farið að ríða í hnakk. Fegar ég leiði hugan að þessu tímaleiti finnst mér eftirtektar- vert, að þá er meiri stíll yfir reiðfatnaði en seinna varð. Reiðföt kvenna sem ríða í söðli eru grein'ilega mótuð af langri hefð og mjög falleg. Pilsið skósítt, jakkinn eða treyjan, sem svo er alltaf kölluð, aðskorin í mittið, hálsmál og horn með jakkasniði. Pils og treyja alltaf með sama lit, úr sama efni. Hin fyrstu hnakkreiðföt eru merkt sömu tísku hvað jakltan snerir, nema hann er ívið síðari. Buxurnar aðskornar um hnéð, falla að leggnum, hnepptar eða reymaðar niður á kálfasporð. Um læri slær þeim út. Stígvél hné- há. Erfjol og flannel, var notað í reiðföt. Bux- ur og treyja alltaf úr sama efni. Á þriðja ára- tugnum fara stúkur að klæðast nankinsbuxum, helst við útivinnu, heyskap og slíkt. Karlmenn sennilega eitthvar fyrr. Gallaefni fara að fást. Kaki er mjög liðlegt efni til heimasaums. Mik- ið notað í vinnuföt. Pokabuxur fara að verða algengar um 1930 líklega, flæða yfir, þær eru líka notaðar á hestbaki, og allskónar skór við. Fatnaður allur breytilegri og losaralegri. En buxnatískan var gengin í garð, og heldur velli, misjafnlega stöðug þó, til þessa dags, og þótti fljótt hentug og hagkvæm. Iðnneminn þakkar eftirtöldum fyrirtækjum stuðning við útgáfu blaðsins Hárkúnst Hverfisgata 62 101 HP Húsgögn Ármúta 44 108 Grímubúningateigan Tjarnarbraut 15 220 Kjótl og Hvítt ehf Sótheimar 29-33 104 Rafgeyma-og Dekkjaþjónustan Sigtún 29 800 Eðalklaeði ehf. Langholtsvegur 128 104 Bíliðnafélagið/Félag Btikksmiða Suðurlandsbraut 30 108 CM Laugarvegi 68 101 Saumsprettan Vettusund 3b 101 Liljur Sf. saumastofa Hafnargata 28 230 Sólstaða ehf Þöngtabakki 1 109 Sjö í höggi. saumastofa Skúlagata 32-34 101 Efnataugin Kjólt og Hvítt Eiðistorg 14 170 P. Eyfeld Laugavegur 65 101 Fatapressan Úðafoss Vitastíg 13 101 Gatterí Mót Vegamótastíg 4 101 Björn Kristjánsson Heildverslun Grensávegur 8 128 S. Ármann Magnússon Skútuvogur 12J 104 Óskar ykkur til hamingju meö áfangann og vonast til aö þið leggið grunn að enn blómlegri iðnaði. Við viljum jafiiframt bjóða ykkur velkomin í heildsöluviðskipti. Starfsfólk Vogue. I ð n n e m i n n 7

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.