Fréttablaðið - 29.10.2009, Side 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
Ljós og lamparFylgirit Fréttablaðsins 29. október 2009Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473
RONNIE WOOD rokkarinn úr Rolling Stones, hefur
hleypt af stokkunum nýrri fatalínu sem fáanleg er í verslun-
inni Liberty í London. Innblástur að fatalínu sinni fékk hann
frá málverkum sem hann hefur sjálfur málað í gegnum tíð-
ina en rokkgoðinu er greinilega ýmislegt til lista lagt.
!
"#$%&'( )* +
,-%,.,/,-%,.,0&
www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25
Viðurkenndar stuðningshlífarí úrvali
Auglýsingasími
– Mest lesið
„Ég er frekar glötuð þegar kemur að gellustússinu og hef alltaf verið,“ segir Ragnhildur Magn-úsdóttir Thordarson, dagskrár-gerðar- og kvikm dk
Hún segist þó hafa ánægju af því að klæðast fallegum kjólum við rétt tilefni. Það sé þó ef tilaðein
en er hér á landi,“ segir Ragnhildur en hún ól t
Gaman að vera damaRagnhildur Magnúsdóttir Thordarson, dagskrárgerðar- og kvikmyndagerðarkona, er einkar ánægð með
kjól sem vinur hennar gaf henni fyrir skömmu. Hún hreifst af sniðinu og sérstæðu mynstrinu.
Ragga Magg hefur gaman að því að vera dama.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
35%
72%
Fr
ét
ta
bl
að
ið
M
or
gu
nb
la
ði
ð
Meðallestur á tölublað, höfuðborgarsvæðið, 18 – 49 ára.
Könnun Capacent í maí 2009 – júlí 2009.
Fréttablaðið er með 106%
meiri lestur en Morgunblaðið
Allt sem þú þarft...
FIMMTUDAGUR
29. október 2009 — 256. tölublað — 9. árgangur
VEÐRIÐ Í DAG
RAGGA MAGG
Líður best án farða
í gallabuxum og bol
• tíska • heimili
Í MIÐJU BLAÐSINS
Hjálp að utan
„Engin þjóð nema Færeyingar
hefur fallizt á að veita Íslendingum
aðstoð án milligöngu AGS,“ skrifar
Þorvaldur Gylfason.
Í DAG 22
Loksins
aftur
Opnum
eftir
2
daga
Vöðvabúnt leika
hest
Ingó Veðurguð, Ívar
og Arnar Grant
leika saman í
auglýsingu.
FÓLK 46
LJÓS OG LAMPAR
Lýsing getur haft áhrif
á líðan og heilsu
Sérblað um ljós og lampa
FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG
Auka veg íslenskra
teiknimyndasagna
Ólafía Erla Svansdóttir
og Hugleikur Dagsson
stofna nýtt útgáfu-
fyrirtæki.
TÍMAMÓT 28
Milt veður á landinu í dag og
rigning sunnan- og vestanlands
með strekkingsvindi á Suðvest-
urlandi. Þurrt og fremur hægur
vindur fyrir norðaustan.
VEÐUR 4
11
8
8
8
9
STJÓRNMÁL Tveir áfangar á leið til endur-
reisnar efnahagslífsins náðust í gær og
fyrrakvöld. Endurskoðun Alþjóðagjaldeyr-
issjóðsins (AGS) á efnahagsáætlun Íslands
og framlenging kjarasamninga á almennum
vinnumarkaði.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra
segir báða þætti mjög mikilvæga fyrir fram-
haldið. „Þetta eru góðir dagar sem sýna
okkur að hér er allt á uppleið,“ sagði hún í
samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi. Með
samþykkt AGS fáist lánin frá Norðurlöndun-
um. Við það styrkist gjaldeyrisforðinn veru-
lega og þannig skapist góð skilyrði til stýri-
vaxtalækkana. „Þetta hefur vonandi áhrif á
ákvarðanir Seðlabankans og gefur hugsan-
lega svigrúm til að losa fyrr um gjaldeyris-
höftin.“
Jóhanna segir næstu endurskoðun fara
fram í desember og þá verði metið hvort þörf
sé á öllum þeim lántökum sem áður voru
áætlaðar.
Jóhanna er á þingi Norðurlandaráðs í
Stokkhólmi. Kveðst hún hafa rætt málefni
Íslands við norræna starfsbræður sína og
lýst óánægju með að Icesave-málið skyldi
tengt afgreiðslu AGS og þar með lánveiting-
um Norðurlandanna. Telur hún raunar að
þau samtöl hafi greitt fyrir málum.
Jóhanna og Steingrímur J. Sigfússon fjár-
málaráðherra gáfu í gær út yfirlýsingu
um framgang stöðugleikasáttmálans. Með
henni eru áform um nýjan orkuskatt tekin til
endurskoðunar.
Jóhanna segir það ekki þýða að áformin
séu slegin út af borðinu; ætlunin sé að efna
til víðtæks samráðs um tekjuöflun ríkissjóðs
og áhrif hennar á fólk og fyrirtæki.
Þá segir að kapp verði lagt á að greiða
fyrir fjárfestingum í atvinnulífinu og að
úrvinnslu mála sem tengjast þegar ákveðn-
um stórframkvæmdum verði hraðað.
Spurð hvort þetta þýði að öllum hindrunum
verði rutt úr vegi Helguvíkurálvers segist
Jóhanna vona að úr þeim málum greiðist.
Niðurstaða Skipulagsstofnunar vegna
úrskurðar umhverfisráðherra eigi að liggja
fyrir á næstu dögum og endanleg niðurstaða
í málinu eigi að geta legið fyrir að nokkrum
vikum liðnum. - bþs / sjá síðu 8
Jóhanna segir allt á uppleið
Forsætisráðherra segir framlengingu kjarasamninga og endurskoðun AGS á efnahagsáætlun Íslands mikil-
væga áfanga á leið úr þrengingunum. Stjórnin endurnýjaði yfirlýsingu um að kapp verði lagt á fjárfestingar.
Þetta eru góðir dagar sem sýna okkur
að hér er allt á uppleið.
JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR
FORSÆTISRÁÐHERRA
EFNAHAGSMÁL Litlu munaði að slitn-
aði upp úr kjarasamningum Sam-
taka atvinnulífsins og Alþýðusam-
bandsins vegna óvæntrar breytingar
ríkisstjórnarinnar á yfirlýsingu um
stöðugleikasáttmálann.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ,
útskýrir að á þriðjudagskvöldið,
augnabliki áður en SA þurfti að
ákveða hvort kjarasamningar stæðu
eða ekki, hafi Steingrímur J. Sigfús-
son fjármálaráðherra verið búinn að
sættast á að ræða þann möguleika
að fallið yrði frá orkuskattinum með
öllu.
Þess í stað myndi atvinnulífið
tryggja ríkissjóði þá sextán millj-
arða króna sem orkuskattinum er
ætlað að afla í gegnum atvinnu-
tryggingargjald.
Atvinnulífið vildi þannig „fjár-
magna atvinnuleysið“ en fá í stað-
inn ríkara hlutverk í því hvernig
Atvinnuleysistryggingasjóður er
rekinn.
ASÍ segir yfirlýsingu ríkis-
stjórnarinnar um framgang
stöðug leikasáttmálans í gær með
öllu óásættanlega.
- shá / sjá síðu 4
Ríkisstjórnin taldi koma til greina að falla frá orkuskattinum með öllu:
Snerist hugur á síðustu stundu
SORG Í PAKISTAN Ungur örvæntingafullur Pakistani við markað þar sem bílasprengja var sprengd í borginni Peshawar í Pakistan
í gær. Talið er að meira en hundrað manns hafi látið lífið og fjöldinn allur slasast. NORDICPHOTOS/AFP
PAKISTAN Fjöldi fólks var fast-
ur undir húsarústum eftir
sprengjuárás sem gerð var á
markaðstorgi í borginni Pesh-
awar í Pakistan í gærmorgun.
Slökkviliðsmenn og björgun-
arsveitir reyna sem þeir geta til
að bjarga fórnarlömbunum áður
en það verður um seinan.
Talið er að yfir eitt hundr-
að manns hafi fallið þegar
sprengja sprakk í verslunargötu
í Peshawar.
Eldur kviknaði í mörgum nær-
liggjandi húsum við sprenging-
una og þau stóðu í björtu báli.
Brakið á slysstað var svo
mikið að björgunarsveitir áttu
erfitt með að komast á vettvang.
Öfgahópar eru taldir hafa
staðið fyrir sprengingunni og
líklegt að hún tengist heim-
sókn Hillary Clinton, utanrík-
isráðherra Bandaríkjanna, til
Pakistans.
Sprengjuárás í Pakistan:
Leita enn að
fórnarlömbum
í húsarústum
Dýrmætur sigur
Katrín Ómarsdóttir
tryggði Íslandi
nauman 1-0 sigur
á Norður-Írum
í gær.
ÍÞRÓTTIR 42