Fréttablaðið - 29.10.2009, Page 2
2 29. október 2009 FIMMTUDAGUR
HEILBRIGÐISMÁL Sóttvarnalækn-
ir telur allt að fimmtíu þúsund
Íslendinga vera í mestri hættu af
svínaflensunni, með svokallaða
undirliggjandi sjúkdóma. Stefnt
er að því að þetta fólk fái bólu-
setningu fyrir lok nóvember.
Ekki er á Haraldi Briem sótt-
varnalækni að heyra að rétt sé að
gera lítið úr svínaflensunni eða
leggja hana að jöfnu við árlegu
inflúensuna.
„Þótt svínaflensan sé almennt
séð tiltölulega væg og að sumu
leyti eins og venjulega inflúensan
er lítill hópur manna sem veikist
mjög hastarlega. Hundrað manns
hafa verið lagðir inn á sjúkrahús
síðan í lok september og fer tala
þeirra vaxandi í hverri viku,“
segir Haraldur.
„Tíu prósent þessara lenda
á gjörgæslu. Svo er þessi stóri
massi sem lendir ekki svona illa
í þessu, en þeir geta ekki talað
fyrir hina. Ég hugsa að enginn
myndi tala svona, að segja þetta
eins og hvern annan inflúensu-
skít, ef hann þekkti einhvern
sem hefur lent illa í þessu,“ segir
hann.
Árstíðabundna inflúensan leggi
helst aldrað fólk á dvalarheimil-
um að velli og veki ekki mikla
athygli.
„Munurinn núna er að þeir
sem eru að lenda á gjörgæslu
eru miklu yngri, þrjátíu til sex-
tíu ára, með mjög svæsna veiru-
lungnabólgu með miklum öndun-
arerfiðleikum,“ segir Haraldur.
En sagan er ekki sögð með
þessu, því erlendar tölur benda
til að um þriðjungur þeirra sem
lenda á gjörgæslu sé alls ekki
með undirliggjandi sjúkdóma.
Ekki heldur allir þeir sem hafa
látist úr veikinni. Því vill Harald-
ur láta bólusetja alla landsmenn.
klemens@frettabladid.is
Fimmtíu þúsund eru
talin í mestri áhættu
Sóttvarnalæknir segir 16 prósent Íslendinga með undirliggjandi sjúkdóma sem
setji þá í áhættuhóp vegna svínaflensu. Veikin er ólík árlegu flensunni því tíu
prósent sýktra lenda á gjörgæslu. Þriðjungur þeirra telst ekki í mestri áhættu.
Sú aðferðarfræði að for-
gangsraða í bólusetningu
þannig að heilbrigðis-
starfsmenn, lögreglumenn
og björgunarsveitafólk fái
sprautur á undan þeim sem
taldir eru í mestri hættu
kemur í grundvallaratriðum
frá Alþjóðaheilbrigðisstofn-
uninni, segir sóttvarnalækn-
ir. Síðan hafi sóttvarnaráð,
skipað sérfræðingum í heilbrigðis-
málum, mælt með því sama.
„Við vorum með tiltölulega lítið
magn af bóluefni og það
var mat okkar og annarra
að það væri mikilvægast
af öllu að heilbrigðisstarfs-
mennirnir, sem eiga að
sinna þessu fólki, stæðu
uppi og væru ekki að bera
þennan sjúkdóm inn á
stofnunina. Það er einnig
talið mun mikilvægara í
árlegu inflúensusprautunni
að bólusetja heilbrigðisstarfsmenn
en sjúklingana,“ segir Haraldur Briem
sóttvarnalæknir.
FORGANGSRÖÐUNIN
NÁGRANNINN SPRAUTAÐUR Heilbrigðisstarfsfólk á Landspítala sprautaði hvert
annað á dögunum, samkvæmt ráðleggingum frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni
og sóttvarnaráði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
HARALDUR BRIEM
Þráinn, kreppir skórinn ekki
að skóurum í kreppunni?
„Nei, það er ekki hægt að gera því
skóna.“
Það er allt vitlaust að gera hjá Þráni
Jóhannssyni skóara þessa dagana. Fólk
sækir frekar í að láta lagfæra skótau sitt
eftir að kreppan skall á.
SAMGÖNGUR Vegatollur á allar
stofnbrautir út úr Reykjavík, Suð-
urlandsveg, Vesturlandsveg og
Reykjanesbraut, er nú til skoð-
unar í viðræðum stjórnvalda og
lífeyrissjóða um fjármögnun á
breikkun Suðurlandsvegar. Þetta
kom fram í fréttum Stöðvar 2 í
gær.
Í viðræðunum liggur þegar
fyrir sú forgangsröðun að breikk-
un Suðurlandsvegar milli Lög-
bergsbrekku og Selfoss verði
fyrst á dagskrá. Síðan komi
Vaðlaheiðargöng og þar á eftir
breikkun Vesturlandsvegar á
Kjalarnesi.
Hugmyndin er að lífeyrissjóð-
ir láni til verkefnanna en fái
endurgreitt með vegatollum, eins
og tíðkast í Hvalfjarðargöngum.
Fjármögnun framkvæmda:
Vegatollur á
stofnbrautir
VIÐSKIPTI Landsnet hefur lokið
útgáfu skuldabréfa að fjárhæð 5
milljarðar króna. Um er að ræða
fyrstu útgáfu fyrirtækisins á inn-
lendum skuldabréfamarkaði og
voru bréfin seld til lífeyrissjóða.
Jákvæð viðbrögð fjárfesta, að því
er segir í tilkynningu, leiddu til
verulegrar umframeftirspurn-
ar, en upphaflega voru boðnir út 3
milljarðar króna.
Saga Capital Fjárfestingar-
banki hafði umsjón með útgáfu
og sölu skuldabréfanna og mun
einnig sjá um skráningu þeirra á
Nasdaq OMX á Íslandi. Skulda-
bréfin eru verðtryggð og gefin út
til 25 ára. - kh
Landsnet í skuldabréfaútgáfu:
Skuldabréf fyrir
fimm milljarða
DÓMSMÁL Hálffertugur síbrotamað-
ur, Einar Örn Sigurðsson, hefur
verið dæmdur í átján mánaða fang-
elsi fyrir ýmis hegningarlagabrot,
meðal annars tilraun til handrukk-
unar.
Einar Örn knúði dyra á húsi
við Framnesveg í maí í fyrra með
kúbein að vopni í því skyni að inn-
heimta húsaleiguskuld fyrir kunn-
ingja sinn. Í kjölfarið brutust út átök
milli hans og íbúa hússins og hlaut
fólkið minniháttar meiðsl af.
Í dómnum er brotið sagt rudda-
legt og ófyrirleitið og hann sakfelld-
ur fyrir það þrátt fyrir neitun sína.
Einar var einnig sakfelldur
fyrir að brjótast inn í hús í Hafn-
Síbrotamaður reyndi að innheimta húsaleiguskuld með kúbein að vopni:
18 mánuðir fyrir handrukkun
Einar Örn braust inn í íbúð og tvo bíla og meðal þýfisins var eftirtalið:
FJÖLBREYTT ÞÝFI
arfirði og stela þar góssi fyrir vel
á aðra milljón króna, stela úr bíl,
hafa fíkniefni í fórum sínum og
aka bíl í vímu.
Einar Örn hefur hlotið 30 refsi-
dóma frá árinu 1990. Dómurinn
var kveðinn upp á mánudag í Hér-
aðsdómi Reykjavíkur. - sh
■ Skartgripir og úr
■ 42“ plasmasjónvarp
■ 32“ sjónvarp
■ Tölvuskjár
■ Tveir flakkarar
■ Tvær fartölvur og
fylgihlutir
■ Tveir rafmagnsgítarar
■ Tveir kassagítarar
■ Tuttugu DVD-mynd-
diskar
■ DVD-spilari
■ Fatnaður
■ Prentari og skanni
■ Ellefu miðar í Hval-
fjarðargöngin
■ Ferðataska, skjala-
taska og íþrótta-
taska
■ Hátalarar
■ Áfengi
■ Þjófavarnarkerfi
■ Sólgleraugu
■ 21 geisladiskur
Eldur á Tunguvegi
Eldur kom upp í raðhúsi við Tunguveg
í Reykjavík í gærkvöldi sem reyndist
vera minniháttar. Eldur hafði blossað
upp í potti og gekk greiðlega að
slökkva hann. Einn dælubíll var send-
ur á staðinn en öðrum sem sendur
hafði verið af stað til aðstoðar var
snúið við. Íbúðin var reykræst en hún
var mannlaus.
LÖGREGLUFRÉTTIR
KIRKJAN Biskup Íslands bauð séra Gunnari Björns-
syni bréfleiðis fyrir skömmu að halda launum
sínum út skipunartímann ef hann segði strax af
embætti. Í boðinu fólst einnig að Gunnari yrði
greiddur áfallinn lögmannskostnaður. Í heildina
myndu greiðslur til Gunnars þá nema um tuttugu
milljónum.
Starfslokasamningurinn var einn af fjórum kost-
um sem Gunnari stóðu til boða fyrr í mánuðinum.
Meðal þeirra var einnig að fara í leyfi, taka við sem
sóknarprestur á Selfossi á ný í skamma stund en
segja starfinu lausu samhliða, eða að vera fluttur til
í starfi. Gunnar hafnaði öllum kostunum og í kjöl-
farið flutti biskup hann nauðugan viljugan í starf
sérþjónustuprests á Biskupsstofu. Þeirri ráðstöfun
hefur Gunnar mótmælt ákaft, líkt og stuðnings-
menn hans.
Kostirnir standa Gunnari hins vegar enn til boða
og mun hann nú vera að íhuga þá.
Fimm stúlkur lögðu fram kæru gegn Gunnari í
fyrravor fyrir kynferðislega áreitni. Tvær kærur
urðu að ákærum, en Gunnar var hins vegar sýknað-
ur af þeim bæði í héraði og Hæstarétti. Hann hefur
verið í leyfi frá starfi sínu sem sóknarprestur á Sel-
fossi frá því málið kom upp. Mikill styr hefur stað-
ið um stöðu hans síðan sýknudómurinn var kveðinn
upp í Hæstarétti. - sh
Biskup bauð séra Gunnari Björnssyni starfslokasamning:
Séra Gunnari boðnar 20 milljónir
SÉRA GUNNAR Ætlaði á sínum tíma í skaða- og miskabótamál
við biskup vegna leyfisins sem hann var skikkaður í. Ekkert
hefur orðið af því.
SVEITARFÉLÖG Skuldbinding sveitar-
félagsins Álftaness vegna gengis-
tryggðs leigusamnings við Eign-
arhaldsfélagið Fasteign um leigu
nýrrar sundlaugar næstu þrjá-
tíu árin nam um 2,5 milljörðum
króna um síðustu áramót.
Skuldbindingin jafngildir um
einni milljón króna á hvern íbúa
sveitarfélagsins.
Álftanes er þriðji stærsti eig-
andi Eignarhaldsfélagsins Fast-
eignar á eftir Íslandsbanka og
Reykjanesbæ með um fimmtán
prósenta hlut.
Rúmlega 800 milljóna króna
halli varð á rekstri sveitarfélags-
ins árið 2008 og er eiginfjárstaða
þess neikvæð.
Eftirlitsnefnd með fjármálum
sveitarfélaga hefur rekstur Álfta-
ness til skoðunar. Vinna við end-
urskoðun fjárhagsáætlunar ársins
stendur yfir. Fjárhagsstaðan var
til umfjöllunar á bæjarstjórnar-
fundi í gærkvöldi. - pg
Álftanes stendur illa:
2,5 milljarða
leigusamningur
um sundlaug
Á ÁLFTANESI Laugin er glæsilegt mann-
virki en ætlar að reynast Álftnesingum
dýr. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
KABÚL, AP Ellefu manns, þar af
fimm starfsmenn Sameinuðu
þjóðanna, létust í árás talibana
á gistiheimili í Kabúl í gær. Her-
skáir talibanar réðust inn á heim-
ilið í gærmorgun útbúnir sjálfs-
morðssprengjum og íklæddir
lögreglubúningum. Árásin varði í
tvær klukkustundir.
Talið er að árásinni hafi verið
ætlað að hræða Sameinuðu þjóð-
irnar frá því að endurtaka for-
setakosningarnar í landinu vegna
grunsemda um kosningasvik. Ban
Ki-moon, aðalritari SÞ, sór þess
hins vegar eið í gær að hvergi
yrði hvikað í þeim efnum. Hundr-
uð starfsmanna SÞ eru staddir
í landinu vegna kosninganna.
Ki-moon gaf ekkert upp um það
hvernig öryggi þeirra yrði tryggt.
Norrænir utanríkisráðherr-
ar fordæmdu í gær árásina með
sameiginlegri yfirlýsingu.
- sh
SÞ hvika hvergi í Afganistan:
Ellefu létust í
árás talibana
SPURNING DAGSINS