Fréttablaðið - 29.10.2009, Síða 8
8 29. október 2009 FIMMTUDAGUR
1. Hvað greiddu álfyrirtækin
samtals háa skatta á síðasta
ári?
2. Hver verður næsti forseti
Norðurlandaráðs?
3. Hvaða ár hóf Þráinn skóari
starfsemi?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 46
DÓMSMÁL Einkahlutafélagið Bleiks-
staðir á að fá greiddar rúmar 110
milljónir króna frá Vegagerð rík-
isins samkvæmt niðurstöðu Mats-
nefndar eignarnámsbóta. Greiðsl-
una á Vegagerðin að inna af hendi
fyrir 4,4 hektara lands með Vest-
urlandsvegi í landi Blikastaða
milli Mosfellsbæjar og Reykjavík-
ur. Hluta landræmunnar sem um
ræðir tók Vegagerðin til handar-
gagns þegar á árinu 1976 en þurfti
breiðari spildu vegna breikkunar
sem gerð var á Vesturlandsvegi á
árunum 2005 og 2006.
Bleiksstaðir, sem eignuðust Blika-
staði snemma á árinu 2008, vildu að
miðað yrði við verð byggingarlands
á þeim tíma sem félagið keypti
jörðina. Landið hafi getað nýst
undir byggingar. Vegagerðin sagði
óraunhæft að miða verðið við árið
2008 og að landið væri óbyggingar-
hæft, meðal annars vegna halla og
nálægðar við þjóðveginn.
Matsnefndin segir engan virkan
markað vera með land til nýbygg-
inga á svæðinu og að fjöldi ný- og
hálfbyggðra húsa sé til sölu. Mark-
aðsástandið sé mun lakara nú en í
október 2004 þegar Vegagerðin fékk
umráð yfir landinu. Við matið verði
því að líta til markaðsverðs ársins
2004 og taka tillit til þess tíma sem
liðinn er frá því ári. Þá féllst mats-
nefndin á það með Vegagerðinni að
landið hafi aldrei hentað til bygg-
inga, bæði vegna landhallans og
ákvæða í vegalögum. - gar
Matsnefnd úrskurðar í eignarnámsmáli eiganda Blikastaða og Vegagerðarinnar:
Fái 110 milljónir króna fyrir vegstæði
FYRIR TVÖFÖLDUN Byrjað var að breikka
Vesturlandsveg ofan við Blikastaði í
Mosfellsbæ á árinu 2005 og þurfti að
taka land við vegstæðið eignarnámi.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
WWW.N1.IS
Frábært úrval af dekkjum, dekkjahótel og betri þjónusta
Þú færð skjóta og góða hjólbarðaþjónustu hjá N1. Við bjóðum
upp á eitt mesta úrval landsins af hjólbörðum og geymum
sumardekkin á dekkjahóteli fyrir þá sem vilja. Renndu við hjá
okkur þegar þér hentar, við tökum vel á móti þér!
Láttu ekki veturinn
koma þér á óvart!
-15%
Hjólbarða-
þjónusta
Þeir sem skrá sig
í Sparitilboð N1 á
n1.is fá veglegan
afslátt
Hjólbarðaþjónusta N1 er að finna víða á höfuðborgarsvæðinu
og á völdum stöðum á landsbyggðinni.
A
u
g
lý
si
n
g
a
sí
m
i
– Mest lesið
ferd@ferd.is • 570 4455 • Skútuvogi 13A • 104 Reykjavík
Bangkok frá 152.680 kr.
Beijing frá 141.910 kr.
Bombay frá 154.240 kr.
Cairo frá 152.680 kr.
Cape Town frá 150.270 kr.
Delhi frá 155.360 kr.
Hong Kong frá 163.440 kr.
Jakarta frá 154.970 kr.
Johannesburg frá 191.220 kr.
Shanghai frá 153.110 kr.
Singapore frá 154.830 kr.
Ferð.is býður upp á framandi áfangastaði alla daga, allt árið,
á frábæru verði. Hafðu samband og bókaðu draumaferðina
þína. Fjölmargir gistimöguleikar í boði. Sjá nánar á www.ferd.is
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
V
IT
4
77
86
1
0/
09
ÚT Í HEIM, ALLA DAGA, ALLT ÁRIÐ
TÉKKLAND Í skoðun er hjá tékk-
neska stjórnarskrárdómstólnum
að taka upp mál sem snýr að Lissa-
bonsáttmála Evrópusambandsins.
Sautján þingmenn hafa vísað
sáttmálanum til dómstólsins og
segja að verði hann samþykktur
verði til einhvers konar ofurríki
og um leið verði vegið að fullveldi
Tékklands.
Til að Lissabonsáttmálinn öðlist
gildi þurfa öll aðildarríkin 27 að
samþykkja hann. Tékkland er eina
landið sem eftir á að samþykkja
hann. Tékkneska þingið hefur
þegar samþykkt sáttmálann en for-
setinn á eftir að skrifa undir.
- kh
Lissabonsáttmálinn fyrir dóm:
Telja sáttmálann
skerða fullveldið
EVRÓPUSAMBANDIÐ Gerist Íslend-
ingar aðilar að Evrópusambandinu
(ESB) er líklegt að kostnaðurinn
verði 500-3.500 milljónum króna
meiri á ári en kostnaðurinn sem
fylgir aðild að EFTA og samningn-
um um Evrópska efnahagssvæðið.
Þetta kemur fram í bókinni Frá
Evróvisjón til evru eftir Eirík Berg-
mann, dósent og forstöðumann Evr-
ópufræðaseturs Háskólans á Bif-
röst.
Miðað við heildarframlag núver-
andi aðildarríkja ESB til sameig-
inlegra sjóða er líklegt að heildar-
framlag Íslands verði rétt yfir 10
milljörðum króna á ári, segir í bók
Eiríks. Óljósara sé hvað komi til
baka en ætla megi að það verði 5-7,5
milljarðar króna, til dæmis í formi
landbúnaðar- og byggðastyrkja.
Kostnaður við aðildina að EES og
EFTA sé nú þegar um 2 milljarðar
króna. Samkvæmt því aukist kostn-
aður um 500-3.500 milljónir á ári við
fulla aðild.
Eiríkur segir að enn standi þá út
af ýmsir þættir, sem hafa áhrif á
heildarmyndina, eins og til dæmis
það að skólagjöld Íslendinga í Bret-
landi lækki verulega við aðild. Eins
muni sá þýðingarkostnaður sem nú
fellur á Íslendinga vegna EES-samn-
ingsins falla á ESB gangi Ísland í
sambandið.
Eins væri efnahagslegur ávinn-
ingur fólginn í „lægra matvælaverði,
samræmdri tollastefnu og niðurfell-
ingu tolla inn á stærri heimamark-
að,“ segir í bókinni. „Þá er engin leið
að meta til fjár aukin áhrif Íslands
innan stofnana ESB.“
Dósent um kostnað Íslands við aðild að ESB:
Kostnaður margfaldur
miðað við EFTA og EES
EIRÍKUR BERGMANN Í bókinni frá Evró-
visjón til evru er reynt að áætla kostnað
Íslendinga af fullri aðild að ESB.
EFNAHAGSMÁL Stjórn Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins (AGS) samþykkti á
fundi sínum síðdegis í gær aðra
endurskoðun efnahagsáætlunar
Íslands, sem tafist hefur um átta
mánuði. Íslensk stjórnvöld mega því
eiga von á næstu lánafyrirgreiðslu
AGS á næstunni.
Tafirnar hafa það í för með sér
að afgangi áætlunarinnar verður í
raun hliðrað um nokkra mánuði, og
samstarfið framlengt frá nóvember
2010 fram í maí 2011.
Lánið frá AGS er 167,5 milljónir
Bandaríkjadala, eða um 21 millj-
arður íslenskra króna. Þá er einnig
að vænta viðbótarlána frá Norður-
löndunum sem voru háð endurskoð-
uninni, upp á 625 milljónir dala, eða
um 78 milljarða króna. Heildarlán-
ið sem Ísland fær á næstunni er því
rétt tæplega 100 milljarðar.
Til þessa hefur það helst verið
Icesave-málið sem staðið hefur í
vegi fyrir því að endurskoðunin yrði
samþykkt. Breytingar á Icesave-lög-
unum hafa hins vegar enn ekki verið
samþykktar á Alþingi og málinu því
enn ólokið. Að sögn Gylfa Magnús-
sonar efnahags- og viðskiptaráð-
herra hefur stjórn AGS nú fulla trú
á að frumvarpið verði samþykkt
og tók ákvörðun sína í trausti orða
íslenskra stjórnvalda þar um.
Til að endurskoðunin gengi í gegn
þurftu stjórnvöld að fá undanþágu
frá nokkrum atriðum sem kveðið er
á um í samningnum við AGS. Kröf-
ur sem settar voru um lánsfjárjöfn-
uð ríkissjóðs við lok desember 2008
stóðust ekki vegna þess að hrunið
reyndist kostnaðarsamara en við
var búist og gjaldeyrisforði á sama
tíma var undir viðmiðunarmörkum
AGS.
Einnig þurfti undanþágu vegna
þess að herða þurfti á gjaldeyris-
höftum fyrir skemmstu til að koma
í veg fyrir leka og vegna þess að
endurfjármögnun bankanna er enn
ólokið, en henni á að ljúka í nóvem-
ber.
Stjórnvöld vonast til þess að
áfanginn auki traust alþjóðlegra
fjármálamarkaða á Íslandi, dragi
úr vaxtakostnaði, auðveldi Seðla-
banka Íslands að lækka stýrivexti
og afnema gjaldeyrishöft. Gylfi
segir að fyrsti áfangi í afnámi
haftanna, það er að opna fyrir inn-
streymi erlends fjármagns, taki
gildi nú fyrir helgi.
Næsta endurskoðun er áætluð í
desember. Þá berast einnig næstu
lán frá Norðurlöndunum og Pól-
landi. stigur@frettabladid.is
Ísland háð AGS hálfu
ári lengur en til stóð
Önnur endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands var samþykkt í stjórn AGS í gær,
eftir átta mánaða töf. 100 milljarðar berast frá AGS og Norðurlöndunum á næst-
unni. Vonast er til að nú verði hægt að lækka vexti og slaka á gjaldeyrishöftum.
NIÐURSTAÐAN KYNNT Gylfi Magnússon sagðist ekki búast við því að áfanginn
hefði mikil áhrif á gengi krónunnar strax, enda hefði hann verið viðbúinn.
Gylfi Magnússon, efnahags- og við-
skiptaráðherra, sagði á blaðamanna-
fundi í gær að „nokkuð góðar líkur“
væru á því að nýir fjárfestar myndu
koma til Íslands með fjármagn í
kjölfar þess að höftum verði aflétt af
innstreymi fjármagns.
Sagðst hann meðal annars hafa
heyrt af áhuga erlendra fyrirtækja í
fjármálageiranum sem vildu hasla
sér völl hérlendis. Gylfi vildi ekki
svara því hvaða fyrirtæki það væru,
en sagði að orðið fjármálafyrirtæki
ætti yfirleitt við banka eða sparisjóði.
ÁHUGI FRÁ ERLENDUM BÖNKUM
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
VEISTU SVARIÐ?