Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.10.2009, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 29.10.2009, Qupperneq 16
16 29. október 2009 FIMMTUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ „Það er bara ekkert að frétta,“ segir Dagný Jónsdóttir, íslenskufræðingur og fyrrverandi alþingismaður Framsóknarflokksins. „Dóttir mín var að byrja á leikskóla þannig að ég er bara ein að dúlla mér heima,“ segir hún. Dagný lauk BA-gráðu í íslensku í fyrra. „Og er ekki alveg búin að ákveða mig hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór.“ Ritgerðin hennar fjallaði um réttarstöðu íslensk- unnar hér á landi. „Hún er ekki mikil. Það stendur alltaf til að setja inn í stjórnarskrá að íslenskan sé þjóðtungan en það hefur ekki verið gert. Við stöndum mjög aftarlega á merinni í þessum málum miðað við önnur lönd.“ Nú er Dagný í atvinnuleit. „Þetta eru nú ekkert voðalega skemmtilegir tímar til að leita sér að góðri vinnu. En ég er mjög þolinmóð. Ég tók mér bara mjög langt og gott fæðingarorlof og sé ekki eftir því. En þetta eru mikil viðbrigði þótt þetta sé ljúft í smá tíma.“ Dagný tekur ekki lengur formlegan þátt í stjórnmálastarfi, þótt hún hafi undanfar- in tvö ár tekið þátt í nefndarstarfi hér og þar. „Er ekki fínt að taka sér pásu frá því á þessum tíma? Ég er ekki viss um að það sé svo gefandi um þessar mundir – þegar fólk hefur engar lausnir,“ segir Dagný Jónsdóttir. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? DAGNÝ JÓNSDÓTTIR, FYRRVERANDI ALÞINGISMAÐUR Viðbrigði að vera í atvinnuleit ■ Gerviefnið nælon (nylon) er eitt algengasta gerviefni í fatnaði og og öðru taui í heiminum. Það var fyrst búið til 28. febrúar árið 1935 af bandaríska lífefnafræðingnum Wallace Carothers. Efnið var fyrst notað í hagnýtum tilgangi árið 1938 í tannbursta, en tveimur árum síðar var það notað til að búa til sokkabuxur. Upphaflega átti efnið að heita „No-Run“, sem merkti að það gæti ekki raknað upp. Efnið bar hins vegar ekki nafnið með nógu mikilli rentu og því breytti Carothers nafninu í nylon. NÆLONEFNIÐ ÁTTI AÐ HEITA NO-RUN Guðjón Ragnar Jónasson, íslenskukennari í Austur- bæjarskóla, segir mikil- vægt að efla orðaforða barna. Hann hefur samið bókina Í bóli bjarnar til að nota í lifandi og áhuga- verðri íslenskukennslu. „Nemendur mínir í Austurbæjar- skóla hjálpuðu mér með sögusvið bókarinnar,“ segir Guðjón Ragn- ar Jónasson íslenskukennari um bókina Í bóli bjarnar. Hún segir frá pólska drengnum Tómasi sem sest að á Íslandi ásamt móður sinni. Mæðginin festa rætur í Gríms- ey þar sem Tómas lendir í ýmsum ævintýrum. „Ég dvaldi einnig í Grímsey um tíma og var tekið þar opnum örmum og fékk mikinn inn- blástur þar.“ Að sögn Guðjóns er mál- og les- skilningur íslenskra barna ekki mjög góður og langaði hann til þess að skrifa kennslubók sem hægt væri að nota til að efla hann. „Íslenskukennsla hjá börnum sem hafa annað móðurmál en íslensku opnaði augu mín fyrir því hversu mikilvægt það er að efla orða- forða barna. En það á ekki bara við um nýbúa, les- og málskilning- ur barna er oft mjög lélegur og ég vildi bregðast við því.“ Guðjón segir lestrarkennslu detta niður á miðstigi í grunnskóla, 4. til 7. bekk, með þeim afleiðing- um að mörg börn fari í gegnum það án þess að lesa sérlega mikið. En ráð til að stemma stigu við því sé til dæmis að vinna skipulega með læsi inni í grunnskólum, láta nem- endur lesa bækur og ræða um efnið og efla þannig orðaforða og áhuga á lestri. „Við höfum verið mjög mikið í vinnubókavinnu og stagli og svo ætlast til þess að nemendur lesi sjálfir bækur. Sumir gera hins vegar afar lítið af því og því verð- ur sjokkið mikið hjá nemendum þegar þeir í efstu bekkjum grunn- skóla eiga að lesa Engla alheimsins og Kjalnesingasögu.“ Að sögn Guðjóns er algengt að strákar missi áhugann á því að lesa og með bókinni vildi hann einnig nálgast hugarheim þeirra. „Af einhverri ástæðu hafa ekki margir íslenskir karlmenn skrifað barnabækur undanfarin ár, mér hefur þótt vanta bækur sem höfða til stráka,“ segir Guðjón. Nemend- ur hans í Austurbæjarskóla njóta um þessar mundir góðs af bók- inni en Guðjón segir marga kosti við að nota barnabækur í kennslu. „Ég bendi á það í kennsluleiðbein- ingum með bókinni að hægt er að kenna efni hennar á margvísleg- an hátt og fara misdjúpt í efnið allt eftir aldri nemenda. Aðalatriðið er að vinna skipulega með læsi nem- enda, efla orðaforðann og ræða efni bókanna.“ sigridur@frettabladid.is Mikilvægt að stuðla að meiri lestri skólabarna GUÐJÓN RAGNAR JÓNASSON OG BÓKIN GÓÐA Guðjón segir mikilvægt að efla orðaforða barna sem best verði gert með líflegri íslenskukennslu þar sem ekki er skilið á milli bókmennta og málfræði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VERKEFNI AF ÝMSUM TOGA Nemendur í Austurbæjarskóla voru í verkefnavinnu þegar ljósmyndari Fréttablaðsins kíkti í heimsókn. FJÖR Mikið stuð í verkefnavinnu í skólanum. „Ég þekki náttúrulega ekki Dyflinnarsamkomu- lagið nægilega vel til að segja til um hvort við eigum að vera aðilar að því eða ekki. En það er í skjóli þess sem fólki er nú vísað í burtu,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson kvikmynda- gerðarmaður. „Í eyrum Íslendinga hljómar það auðvitað dálítið harkalega að verið sé að senda fólk til baka í óvissu eða óöryggi, að maður tali nú ekki um ofsóknir eða pyntingar,“ segir Björn og bendir á að því sé náttúrulega haldið fram af þeim sem styðja hælisleitendur í umsóknum þeirra um vist hér að þeir eigi slíkt á hættu. „Síðan heldur dómsmálaráðherra því fram eftir úttekt, í þessu tilviki á fang- elsum, aðstæðum og aðbúnaði á Grikklandi, að svo sé ekki. Og þá má segja að hinn almenni borgari sitji uppi með spurninguna um hvor hafi rétt fyrir sér.“ Í þessari stöðu segir Björn eiginlega standa upp á fjórða valdið að draga fram sannleikann. Hann segist hins vegar vænta þess að dómsmálaráðherra lands- ins sendi fólk ekki úr landi brott í einhverja hættu. „Og segist hún hafa gengið sérstaklega úr skugga um það ætti maður nú almennt séð að geta treyst því. Að minnsta kosti þar til aðrar upplýsingar koma fram.“ Almennt á litið segist Björn Brynjúlfur hins vegar þeirrar skoðunar að Íslendingar, rétt eins og aðrar þjóðir heims, verði að taka einhvern þátt í því að bjóða flóttafólki skjól. „En auðvitað þarf að meta málin. Því ef þetta á að vera opið, eins og Norðurlandaþjóðirnar voru á tíma- bili með þessi mál, þá getur hellst inn fólk sem í raun og veru hefur engar góðar ástæður fyrir hælis- leitinni, aðrar en að leita að betra lífi á Vesturlöndum eða láta ríkið sjá fyrir sér og svo framvegis,“ segir hann og telur eitt af hlutverkum yfirvalda hér að passa að það gerist ekki. „Hins vegar erum við auðvitað mannúðarfólk og myndum vilja styðja við flóttafólk sem sannarlega á í erfiðleikum. Og hlutir eins og gerðust í stríðinu þegar við sendum til baka gyðinga sem hér leituðu hælis er ég viss um að gætu ekki átt sér stað í dag. Viðhorfin hafa breyst þannig að við myndum aldrei vilja taka þátt í neinu slíku.“ SJÓNARHÓLL Á ÍSLAND AÐ DRAGA SIG ÚT ÚR DYFLINNARSAMKOMULAGINU? Fullyrðingar stangast á BJÖRN BRYNJÚLFUR BJÖRNSSON Popparar vilja eiga lög á Strumpaplötu „Ég náði varla að stynja upp erindinu áður en þeir sögðu já.“ EIÐUR ARNARSON HJÁ SENU Fréttablaðið 27. október Drasl tíunda áratug- arins „Fyrir svona tíu árum var þetta óttalegt drasl en það var um svipað leyti og buffalo-skórnir voru sem vinsælastir.“ ÞRÁINN JÓHANNSSON SKÓARI Fréttablaðið 27. október Opinn fundur fyrir for eldra í Setrinu á Grand hótel í kvöld klukkan 20:00. Charles Desforges, prófessor frá háskólanum í Exeter, hefur rannsakað þá auðlind sem felst í foreldrum og hefur hugsanlega verið vannýtt hingað til. Erindi fyrirlesara fer fram á ensku. Aðgangur er ókeypis og allir foreldrar eru hvattir til að mæta. Áhersla verður lögð á fyrirspurnir og umræður. Foreldrar sem auðlind í skólastarfi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.