Fréttablaðið - 29.10.2009, Side 22

Fréttablaðið - 29.10.2009, Side 22
22 29. október 2009 FIMMTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Ríkisstjórnin heldur áfram að brjóta mannréttindi. Undir- rót brotanna virðist vera sið- blinda og hroki, sem náðu að grafa sig niður á nýja dýpt á vett- vangi stjórnmálanna eftir 1980 og hrintu landinu að endingu fram af bjargbrúninni fyrir ári, þegar bankarnir hrundu. Fyrir ligg- ur, að Landssamband íslenzkra útvegsmanna (LÍÚ) samdi fisk- veiðistjórnarlögin, sem mannrétt- indanefnd Sameinuðu þjóðanna gerði í reyndinni ómerk með bind- andi úrskurði 2007. Ríkisstjórnin sendi þá nefndinni svarbréf þess efnis, að nefndin hlyti að hafa misskilið málið. Í bréfinu voru tuggðar aftur upp þær röksemdir, sem mannréttindanefndin, skip- uð þaulreyndum sérfræðingum víðs vegar að, hafði áður reifað og hafnað með vandlegum rökstuðn- ingi. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurð- ardóttir hefur ekki dregið bréfið til baka og sýnir engin merki um, að hún hyggist greiða sjómönnun- um, sem unnu málið, bætur í sam- ræmi við úrskurð mannréttinda- nefndarinnar. Ekki liggja heldur fyrir skýr áform um að skera mannréttindabrotin burt úr fisk- veiðistjórninni. Samtök atvinnu- lífsins heimta óbreytta fiskveiði- stjórn, frekari mannréttindabrot. Vandinn er því ekki bundinn við LÍÚ. Hrunið hefði að réttu lagi átt að kalla á tafarlausa endurskoð- un kvótakerfisins, þar eð rætur hrunsins má rekja til endurgjalds- lausrar úthlutunar aflakvóta og sjálftökuhugsunarinnar, sem að baki bjó. Þetta hugarfar sýndi sig að nýju í illa útfærðri einkavæð- ingu bankanna, sem voru afhent- ir vel tengdum vildarvinum á silfurfati. Hvert örstutt spor Aðrar þjóðir fylgjast nú með hverju fótmáli Íslands. Tilefn- ið er ærið, enda hefur það ekki áður gerzt, að bankahrun með svo fámennri þjóð hafi valdið jafn- mörgu fólki svo miklum skaða. Tjónið mun nema kannski fimm- faldri landsframleiðslu Íslands, þegar öll kurl koma til graf- ar. Ætla má, að útlendingar setji ítrekaðan brotavilja stjórnvalda í fiskveiðistjórnarmálinu í sam- hengi við framferði þeirra og bandamanna þeirra í bankaheim- inum og viðskiptalífinu fyrir og eftir hrun. Enginn þarf lengur að velkjast í vafa um, að ábyrgð- arleysi og óstjórn ásamt óviður- kvæmilegu samneyti bankanna, stjórnmálastéttarinnar og við- skiptalífsins með tilheyrandi skorti á valdmörkum og mótvægi ollu mestu um hrunið. Þetta sam- neyti hlýtur rannsóknarnefnd Alþingis að telja sér skylt að kort- leggja. Einstefnuveðmál Rösku ári eftir hrun hefur ekki enn fengizt upplýst, hvaða stjórn- málamenn, embættismenn og aðrir tóku áhættulaus auðkúlulán í bönkunum til hlutabréfakaupa með veði í bréfunum einum. Þessi einstefnuveðmál kunna að stríða m.a. gegn 249. grein hegningar- laga um umboðssvik, þar eð ætl- unin að baki viðskiptunum var bersýnilega að láta saklausa veg- farendur, það er aðra hluthafa og að lokum skattgreiðendur, taka skellinn, ef illa færi. Rannsókn- arnefnd Alþingis hefði verið í lófa lagið að taka þetta afmarkaða mál og önnur slík út fyrir sviga og birta upplýsingarnar sérstaklega. Hefði það verið gert, hefði Alþingi kannski hugsað sig tvisvar um, áður en það lagði auðkúlulánþega að jöfnu við heiðarlega skuldara, sem lögðu húseignir sínar að veði, með því að bjóða báðum hópum hliðstæða eftirgjöf skulda með nýjum lögum, sem voru keyrð í gegnum þingið með hraði um dag- inn. Við þurfum hjálp Úr því að bankahrunið bakaði miklum fjölda fólks heima og erlendis svo mikinn skaða sem raun ber vitni, á umheimurinn eins og Íslendingar sjálfir ský- lausa heimtingu á undanbragða- lausu uppgjöri. Dýrmætur tími fór til spillis fyrstu mánuðina eftir hrun. Ríkisstjórnin hafnaði tillögum um erlenda rannsókn og uppskar skiljanlega tortryggni. Enn eru uppi háværar raddir um að slíta samstarfinu við Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn (AGS), þótt samkomulag stjórnvalda við sjóð- inn hafi skipt sköpum. Engin þjóð nema Færeyingar hefur fallizt á að veita Íslendingum aðstoð án milligöngu AGS. Aðrir reyna að gera hlut Evu Joly rannsóknar- dómara tortryggilegan, væntan- lega í þeirri von, að hún verði send til síns heima. Hún hefur öðrum fremur vakið vonir um, að meint- ir lögbrjótar verði sóttir til saka. Þörfin fyrir efnahagsráðgjöf með alþjóðlegu sniði og fyrir erlenda rannsóknarhjálp við uppgjörið er runnin af sömu rót og ætti að blasa við hverjum manni. Erlend aðstoð getur skipt sköpum fyrir uppgjör erfiðra innanlandsmála. Til dæmis þurfti spænskan dóm- ara og brezka lögreglu til að opna augu Sílebúa fyrir margþættum glæpum Augustos Pinochet, fyrr- um forseta Síle. Hjálp að utan Í DAG | Hrunið í samhengi ÞORVALDUR GYLFASON Peningar lækna öll sár Furðulegt er mál konunnar sem telur lögregluna á Suðurnesjum hafa leikið sig og fjölskyldu sína grátt í man- salsmálinu svokallaða. Hún vildi afsök- unarbeiðni þar sem hún varð fyrir áfalli vegna framgöngu lögreglunnar við handtöku manns hennar – og í framhaldinu hennar sjálfrar. Afsökun- arbeiðnin fæst ekki og þess vegna ætlar konan að fara í skaðabóta- mál. Sem sagt: Áfallahjálpin átti fyrst að felast í afsökunarbeiðni en þar sem hún fékkst ekki á hún að felast í fébótum. Sveinn Andri Sveinsson er lög- maður konunnar og tekur málið föstum tökum eins og hans er stíll og vani. Einmitt það Fjallað er um málið í DV í gær. „Þetta er hrikalegt morð á mínu mannorði og ég veit ekkert hvort ég nái að vinna það til baka,“ er haft eftir konunni um kæruna. Hún vill ekki koma fram undir nafni, barna sinna vegna. „Börnin mín eru líka komin með lögfræðing og eru að kæra,“ segir hún. Börnin eru fjögurra og níu ára. Undarlegt er að bæði konan og blaðið skuli láta eins og börnin hafi tekið sjálf- stæða ákvörðun um að kæra lögregluna vegna ólögmætrar handtöku foreldra þeirra. Þannig ganga hlutirnir ekki fyrir sig. Foreldrarnir ákveða það sjálfir. Einstakt tækifæri Tveggja daga aðalfundur LÍÚ hefst í dag. Venju samkvæmt ávarpar sjávar- útvegsráðherra fundinn. Útgerðar- menn hafa í gegnum árin átt því láni að fagna að sjávarútvegsráðherrann hefur verið þeim heldur vinveittur. Nú er annað uppi á teningnum; sjávarútvegsráðherrann er vinstri grænn. Sá flokkur ætlar að taka kvótann af útgerðarmönnum. Auðvitað eru þeir óhressir með það. Jón Bjarnason fær því í dag einstakt tækifæri til að sannfæra útgerðarmennina, milliliðalaust, um ágæti þess að taka af þeim kvótann, þjóðinni allri til heilla. Gangi honum vel. bjorn@frettabladid.is UMRÆÐAN Kristján Kristjánsson skrifar um aðgengi fatlaðra að að- alútibúi Landbankans Í leiðaragrein Þorkels Sigur-laugssonar sem birtist í Fréttablaðinu 26. október var vakin athygli á myndbroti úr þætti þess snjalla tvíeykis Audda og Sveppa frá því föstu- dagskvöldið 23. október á Stöð 2. Í þættinum höfðu þeir Auddi og Sveppi reynt að komast inn í aðalúti- bú Landsbankans á hjólastólum á tveimur stöðum, en gengið afleitlega og verið fremur illa tekið af hálfu öryggisvarðar í bankanum. Vera má að öryggisvörðurinn hafi haldið að hinir kunnu spaugarar hafi ætlað sér það sem þeir helst eru þekktir fyrir en ekki talið að þeir væru að fjalla um alvörumál. Framkoma hans var hins vegar ekki í þeim anda sem bankinn kýs og verður farið yfir það mál eins og eðlilegt er. Rétt er að geta þess að aðgangur er fyrir hjóla- stóla frá Hafnarstræti í aðalútibúið, þótt hann láti lítið yfir sér. Því miður var tvímenningunum og fylgdarliði ekki bent á hann. Þorkell Sigurlaugsson notar tækifærið í fyrr- nefndri grein til að gagnrýna bankann fyrir slælegt aðgengi fatlaðra að aðalútibúi hans. Gagnrýnin á rétt á sér, en þess verður að geta að bankinn hefur á undanförnum árum tvívegis sótt um leyfi bygging- aryfirvalda til að byggja hjólastólabrú eða –rampa, fyrst við aðaldyr á horni Austurstrætis og Pósthúss- trætis og síðar við inngang í Hafnarstræti. Jafn- oft hefur bankanum verið synjað um þetta leyfi af hálfu yfirvalda í Reykjavík. Jafnframt hafa aðrar leiðir verið kannaðar til að koma þessum málum í lag en sannfærandi lausn ekki fundist. Bankinn hefur nú í vinnslu hugmyndir sem lagðar verða fyrir yfirvöld í borginni í fyllingu tímans. Vonandi finnst þá viðunandi lausn og verður samráð haft við forsvarsmenn fatlaðra um málið, enda fullur skiln- ingur á því innan bankans að úr verði að bæta. Við hæfi er að nefna að þess hefur sérstaklega verið gætt í öllum öðrum útibúum að aðgangur fyrir fatlaða sé eins og best verði við komið á hverj- um stað. Landsbankinn hefur enga hagsmuni af því að haga málum með öðrum hætti. Höfundur er upplýsingafulltrúi Landsbankans. Landsbankinn og aðgengi fatlaðra KRISTJÁN KRISTJÁNSSON helgi á Korputorgi um helgina. Á tta mánuðum á eftir áætlun samþykkti stjórn Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins loks í gær endurskoðun á þeirri efnahagsáætlun sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar lagði grunninn að áður en hún fór frá völdum. Góð von er um að nýr kafli í endurreisn efna- hagslífs landsins geti hafist í kjölfarið. Þar allra efst á blaði hlýtur að vera að freista þess að lappa upp á gengi krónunnar. Tjónið af þessum minnsta sjálfstæða gjaldmiðli heims er þegar orðið skelfilegt, eins og nánast hvert heimili og fyrirtæki landsins getur vitnað um, jafnt þau sem eru með verðtryggð lán og hin sem voru svo óheppin að vera með skuldir í erlendri mynt. Í fyrra tilvikinu hefur verðbólgan valdið stórfelldri og óafturkræfri hækkun á höfuðstóli lána. Í því síðara hafa skuldirnar allt að tvöfaldast á innan við tveimur árum. Nú í vikunni birti Hagstofan nýjustu verðbólgutölurnar. Þær eru ekki fallegar. Útlit er fyrir að verðbólgan verði um tíu prósent á ársgrundvelli. Það er töluvert hærra en væntingar voru um. Þetta þarf þó ekki að koma á óvart. Meginorsökin er veikt gengi krónunnar, sem hefur í för með sér hátt verð á innfluttum nauðsynjavörum. Það er í raun alveg makalaust að enn sé til fólk sem er reiðu- búið að taka málstað krónunnar. Vissulega gagnast hún okkur við núverandi aðstæður, en hitt er alveg víst að staðan væri ekki svona afleit ef Ísland hefði haft annan gjaldmiðil. Helstu gjaldmiðlar heims, dollari og evra, hækkuðu um 100 prósent gagnvart krónu á innan við tveimur árum. Enginn rekst- ur, hvorki á heimili eða fyrirtæki, þolir slíkar ógnarsveiflur. Það hlálega við aðdáendaklúbb krónunnar er að hann samanstendur af sömu mönnum og þreyttust ekki á að lofsyngja sveigjanleika hagkerfis með eigin mynt. Það átti að vera grunn- urinn að velmegun þjóðarinnar. En þau leiktjöld brunnu til ösku síðasta haust. Stefnan að baki þeim skildi íslenska þjóð eftir í sjálfheldu, rúna trausti og virðingu umheimsins. Svo illa er meira að segja komið fyrir krónunni að þegar erlend- ir kaupendur að fiskinum okkar hafa reynt að greiða fyrir hann með krónum neita útflytjendurnir að taka við slíkri greiðslu. Niður lægingin er algjör. Hugmyndafræði sjálfstæðu peningamálastefnunnar varð endan lega gjaldþrota fyrir ári. Og það í orðsins fyllstu merkingu. Enda er krónan ekki annað en tæki fyrir viðvaninga í efnahags- stjórnun. Sveigjanleikinn sem hún gefur nýtist fyrst og fremst stjórn- málamönnum til að halda þjóðinni í þeirri gíslingu að hún hefur ekki hugmynd um hvaða rekstrarumhverfi bíður hennar. Með aðild að Evrópusambandinu og upptöku evru í framhald- inu opnast möguleiki á meiri stöðugleika og festu en er í boði hjá innfæddum stjórnendum efnahagslífsins. Um annað er óþarfi að efast eftir að aðdáendur sjálfstæðu peningamálastefnunnar keyrðu með landið fram af bjargbrún- inni síðasta haust. Afneitun gjaldþrotamanna: Krónan er tæki fyrir viðvaninga JÓN KALDAL SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.