Fréttablaðið - 29.10.2009, Side 28

Fréttablaðið - 29.10.2009, Side 28
 29. október 2009 FIMMTUDAGUR4 Rakel Ársælsdóttir rekur vef- verslunina Desire Boutique sem selur fallega skó á fínu verði. „Ég stofnaði vefsíðuna í apríl á þessu ári,“ segir Rakel Ársælsdótt- ir sem rekur vefverslunina Desire Boutique frá heimili sínu á Suður- nesjum. Rakel missti sjálf vinnuna í janúar en dó ekki ráðalaus heldur nýtti tækifærið til að kanna ónýtt- an markað. „Ég hef verið í þess- um tískubransa í mörg ár, meðal annars átti ég verslunina Mangó í Keflavík og var rekstrarstjóri Topshop um tíma. Ég hafði alltaf haft þá flugu í höfðinu að opna vef- verslun og var síðustu tvö ár búin að litast um eftir skóheildsölum sem byðu bæði upp á gott verð og mikil gæði,“ segir Rakel. Þá fann hún í vor og til að kanna markaðinn setti hún fyrirspurn inn á Facebook þar sem hún spurði vini og kunn- ingja hvern- ig þeim litist á skóúrval- ið. „Þá varð sprenging í svörum og ég ákvað að taka áhættu og pantaði um 160 skópör sem seldust upp á viku. Þannig fór boltinn að rúlla og ég sá fyrir mér að þetta gæti alveg virkað,“ segir hún ánægð. Rakel sameinar nú heimilislíf og viðskiptalíf með því að sinna börnunum jafnhliða því að afgreiða pantanir úr bílskúrnum hjá sér. En hvernig skó býður hún upp á? „Þetta eru kvenmannsskór. Til að byrja með var ég með fínlega hælaskó í anda Sex and the City en vegna mikillar eftirspurnar er ég nú með breiða flóru af flatbotna skóm og stígvélum í bland við hælaskóna,“ útskýrir Rakel. Nánari upplýsing- ar má nálgast á vef- síðu Desire Boutique www.desire.is - sg Rekur vefverslun að heiman Flott hælahá stíg vél. Rakel hefur verið viðriðin tískubransann í mörg ár. Skvísulegir hælaháir ökklaskór. mig k efni úr ætihvönn og blágresi. em vilja viðhalda góðu minni. agaMemo fyrir gott minni! SagaMemo www.sagamedica.is gar þú kaupir glas af SagaMemo færðu annað á hálfvirði. ð gildir 29. október - 1. nóvember 2009. Helgartilboð Heilsuhússins ðustíg, Kringlunni, Smáratorgi, Lágmúla, Selfossi og Akureyri System kr. 33.900,- Flex Max kr. 27.900,- Flex kr. 22.900,- FLOTT Í VETUR... Stella McCartney hefur hannað barnafatalínu fyrir tískuverslanirnar Gap. Mun hún koma í valdar versl- anir í Bandaríkjunum, Kanada, Bretlandi, Frakklandi og Japan eftir helgi. Í línunni reynir tískuhönn- uðurinn að blanda saman sínum eigin stíl sem hefur verið áberandi í fullorðinsfötum hennar og þann smekk sem hún telur að börn hafi. Þannig nýttist það henni vel að vera móðir þriggja barna, enda fékk hún margar ráðleggingar frá krökkunum sínum. Hún valdi efni sem börn klæj- ar ekki undan og hafði í huga að fötin væru einnig lífleg og skemmtileg. Bítlarnir eru ekki langt undan enda svipar einum jakkanum mjög til jakkanna sem Bítlarnir voru í á plötuumslagi Sgt. Pepper‘s. Stella hannar föt fyrir börnin NÝ BARNAFATALÍNA STELLU MCCARTNEY KEMUR Í VERSLANIR GAP. Ný barnafatalína Stellu McCartney.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.