Fréttablaðið - 29.10.2009, Side 33

Fréttablaðið - 29.10.2009, Side 33
FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 2009 Þegar velja skal skrifborðs- lampa skiptir miklu að huga að því fyrir hvers konar starfsemi lampinn verður notaður og hvar hann á að standa. Skrifborðslampar eru stundum einnig kallaðir „verkefnalampar“ og vísar heitið til þess að skrifborð- slampa notar maður yfirleitt þegar maður vinnur að einhverj- um sérstökum verkefn- um sem þarfnast betri lýsingar en fæst frá venjulegu loftljósi. Það er hins vegar engin ástæða til að binda notkun skrifborð- slampa einungis við skrifborð því margir lampanna eru hinir ákjósanlegustu í önnur rými, svo sem eldhús, svefnherbergi og á fleiri staði. Skrifborðslampar eru oft flokkaðir og nefndir eftir verk- efnum sem þeir eru notaðir í eða starfsstéttinni sem notast helst við þá. SKRIFBORÐSLAMPI ARKITEKTSINS Fólk sem vinnur með teikningar og hönnun þarf skrifborðslampa sem skín yfir stórt svæði teikninga og því nota þeir til að mynda allt öðru vísi skrifborðslampa en rithöfund- ar. Gott er að hafa slökkvar- ann á toppi lampans og skerminn hringlaga. SKRIFBORÐSLAMPI NEMANDANS Skólafólk og aðrir sem liggja yfir afmörkuðu svæði af texta þurfa ljós sem miðar skæru ljósi á lítinn af- markaðan flöt. Ljósið má ekki dreif- ast um rýmið þar sem skólalestur stendur oft fram á nótt og þá er ekki gott að hafa kveikt á lampa sem vekur kannski sam- nemendur á heimavist eða aðra sem sofa í sama herbergi. BANKALAMPINN Bankalampann þekkja flestir í sjón en lampinn er með aflangan skerm og skín vel. Sérstaklega góður fyrir kraðak af tölustöfum og útreikning- um. Lampinn er einnig notaður víða á bókasöfnum. PÍANÓLAMPINN Skermur píanólampans og bankalampans hefur sama form en þeir gefa þó yfir- leitt þægilegri og fal- legri birtu enda oft notaðir á sviði. - jma Skrifborðslampi ekki það sama og skrifborðslampi Hin fullkomna heimaskrifstofa hefur að geyma góðan skrifborðslampa fyrir vinnuna, einn borðlampa fyrir afslappaðra andrúms- loft og gólflampa þegar lýsa á betur upp öll horn. Stíga er hægt að lýsa fallega upp með lágum lömpum. Þeir sem eiga lóð og palla sem þarf að lýsa vita að það getur gjörbreytt umhverfinu að nota rétta lýsingu til að skerpa á umhverfinu og búa til fallegt samspil ljóss og skugga. Einnig skiptir miklu að lýsa upp aðkeyrslu og stíga sem liggja að húsinu, bæði fyrir íbúa og gest- komandi og ekki síst hér á landi þar sem skammdeg- ið stendur lengi yfir. Eitt ber þó að hafa í huga og það er að ljósin séu þannig staðsett að birtan flæði ekki inn í híbýlin. Þá getur myndast leiðinleg speglun og heimilisfólk átt erfitt með að horfa út í garð og njóta útsýnisins sem fyrir ber í kring. Allra best er að fá ráðleggingar hjá ljósafyrirtækj- um með útilýsingu þar sem hún er oft jafnvel vand- meðfarnari en sú sem inni er. Og muna að ekki gildir endilega reglan „því meira, því betra“ heldur er það staðsetningin. Pottaeigendur skulu fara sérstaklega varlega því margir hafa lent í því að hafa lýsinguna í kringum heita pottinn það mikla að stjörnuhimininn sér eng- inn. Lýsingin skal fara framan á pottana. - jma Staðsetning útiljósa mikilvæg Lampann græna kannast flestir við en hann er oft kallaður „banka- lampinn“ þar sem hann þykir lýsa vel tölur og útreikninga. Hinn fullkomni píanó- lampi er með aflangan skerm en mildari skugga en banka- lampinn. S amskiptavefur á borð við Facebook getur gert flókna hluti einfalda. Margir eiga hálfsystkini sem þeir hafa ekki samband við af einh verj- um ástæðum og með tilk omu samskiptavefjanna er sky ndi- lega orðið miklu einfaldar a að nálgast fólk, kannski án þess að það verði svo dramatísk t og erfitt eins og að leita í geg num manntalsskrifstofur. Ólafur Elfar Stefánsson er san n- arlega gott dæmi um mann sem að notaði sér tæknina til a ð ná sambandi við hálfsystkini sí n, og þau reyndar fleiri en hann ha fði í upphafi haldið. Forsaga málsi ns er sú að Ólafur Elfar, eða Elfar eins og hann er kallaður, er ekki a linn upp af blóðföður sínum, St efáni Gunnari Kragh. Faðir hans f lutti til Noregs þegar Elfar var u ngur og hafa þeir ekki verið í samb andi. Elfar vissi að hann átti hálfb róð- ur í Noregi, Dan að nafni, enda hafði Elfar hitt hann þegar hann var unglingur og Dan nokk rum árum yngri. „Okkur langaði til þess að hal da sambandinu en það datt upp f yrir. Svo datt mér í hug í fyrra, mör gum árum síðar, að finna föður m inn á Facebook. Eftir að við höf ðum tekið upp samband þar leið ekki langur tími þangað til Dan, sem hafði alltaf vitað af mér, s endi mér vinabeiðni. Ég gerði han n að sjálfsögðu strax að vini mí num og hringdi um leið í meðfylgj andi númer.“ Bræðurnir sem aldrei höfðu hist náðu strax vel saman. Elfar á kvað þ s h h þ Fann systkinin á Faceb Auglýsendur vinsamlegast hafið samband: Benedikt Benediktj@365.is s: 5125411 Bjarni Bjarnithor@365.is s: 5125471 fjölskyldan fylgir Fréttablaðinu á laugardaginn VSK

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.