Fréttablaðið - 29.10.2009, Qupperneq 42
26 29. október 2009 FIMMTUDAGUR
UMRÆÐAN
Svala Ólafsdóttir skrif-
ar um kynferðisbrota-
dóma
Í dómi Hæsta rét ta r Íslands frá 22. október
sl. (mál nr. 259/2009) er
faðir dæmdur í 5 ára fang-
elsi fyrir að misnota kyn-
ferðislega kornunga dóttur sína.
Sannað þykir að hann hafi haft við
hana kynferðismök önnur en sam-
ræði frá því í september 2007 til
nóvember 2008. Stúlkan er fædd í
maí 2005 og var því aðeins 2-3 ára
meðan á brotunum stóð.
Dómur þessi er markverður
af þremur ástæðum einkanlega.
Í fyrsta lagi þyngir Hæstiréttur
refsiákvörðun héraðsdóms veru-
lega, þ.e. úr 2 ára fangelsi í 5 ár,
með þeim orðum að faðirinn hafi
framið brot gegn „barnungri dótt-
ur [sinni], sem hann einn hafði for-
sjá með, og stóðu [brotin] í rúmt ár.
Þau [hafi verið] ítrekuð, alvarleg og
til þess fallin að hafa mikil og var-
anleg áhrif á telpuna.“
Dómurinn er að þessu leyti í sam-
ræmi við þróun sem gætt hefur und-
anfarin ár og þó einkum á þessu ári,
sbr. dóma Hæstaréttar sem voru
kveðnir upp annars vegar 22. janúar
(mál nr. 527/2008) og hins vegar 28.
maí (mál nr. 58/2009), vegna grófra
kynferðisbrota gegn börnum. Sak-
borningar (stjúpfeður) voru dæmdir
í 6 og 8 ára fangelsi. Þetta eru allra
þyngstu dómar sem kveðnir hafa
verið upp í Hæstarétti í málum af
þessu tagi.
Í öðru lagi vekur athygli í hinum
nýja dómi frá 22. október að fram-
burður barnsins, tjáning og hegðun,
á grundvelli yfirheyrslu og rann-
sóknar sérfræðinga, fær þungt
vægi sem sönnunargagn í málinu,
þótt barnið hafi aðeins verið 3 ára
gamalt þegar það var yfir-
heyrt. Þetta er í samræmi
við þróun sem gætt hefur
undanfarin ár, þar sem
framburður barns, meints
þolanda brots, hefur feng-
ið aukið vægi. Byggist það
á auknum rannsóknum og
meiri þekkingu á afleiðing-
um brota af þessu tagi auk
bættra og þróaðra aðferða
við skýrslutökur af börn-
um.
Þá er dómurinn í þriðja lagi í
samræmi við þá þungu dóma sem
nefndir voru að framan, að því leyti
að Hæstiréttur virðist líta það jafn
alvarlegum augum að brotamenn
misnoti börn af eigin holdi og blóði
eða börn sem þeir eru ekki líffræði-
lega skyldir en hafa tekið að sér að
annast og ganga í föðurstað. Þannig
er það sett í öndvegi að börn, hvort
sem þau eru líffræðilega skyld
brotamanni eða hann gengur þeim
í föðurstað, njóta jafn ríkrar vernd-
ar. Leiðarljósið er velferð barnanna
og það skjól og öryggi sem heimilið
á að veita þeim, óháð því hvort þau
búa með kynföður sínum eða ekki.
Erfitt er að segja nákvæmlega til
um ástæður fyrrgreindrar þróun-
ar. Hinu verður ekki litið framhjá
að hún er í samræmi við breytingar
sem gerðar voru á ákvæðum hegn-
ingarlaga um kynferðisbrot vorið
2007, þar sem m.a. var afnuminn
með öllu fyrningarfrestur sakar
vegna tiltekinna grófra kynferðis-
brota gegn börnum, aukinn skilning
á eðli og afleiðingum þessara brota
og gagnrýna umræðu um dómstóla
fyrir meðferð þeirra á málum og
refsiákvarðanir. Hæstiréttur hefur
með þessum dómum svarað kallinu
sem í þessari umræðu fólst. Hæsti-
réttur lítur þessi brot afar alvarleg-
um augum og telur þau eiga að sæta
þungum refsingum.
Höfundur er sérfræðingur við
lagadeild Háskólans í Reykjavík.
Blásið til sóknar
SVALA
ÓLAFSDÓTTIR
Hvað gengur skólastjórnendum til?
UMRÆÐAN
Bjarni Jónsson skrifar um trúarstarf í
skólum
Bænahald, sálmasöngur, dreifing trúarrita, samþætting skólakóra við kirkjustarf,
heimsóknir presta, samskráning í skólagæslu
og trúarlegt starf, kirkjuferðir, setning skóla í
kirkjum og skólum lokað til að sinna ferming-
arstarfi.
Ef einhver heldur að verið sé að lýsa skólastarfi
og trúboði undir íslömsku trúræði þá er það rangt.
Þetta eru atriði úr kvörtunum foreldra við fulltrúa
Siðmenntar yfir skólastarfi á Íslandi á 21. öldinni.
Á hverju hausti hafa foreldrar samband við Sið-
mennt og kvarta undan því að skólar sem reknir eru
fyrir almannafé virði ekki lífsskoðanir þeirra. Þegar
aðventa gengur síðan í garð hefst næsta holskefla
hringinga óánægðra foreldra. Mörgum skólastjórn-
endum virðist um megn að virða þau mannréttindi
foreldra að ala börn sín í þeirri lífsskoðun sem þeir
kjósa sjálfir. Þetta á sér stað þrátt fyrir að dómur
Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg árið
2007, í máli nokkurra norskra foreldra gegn norskum
menntayfirvöldum, kvæði skýrt á um að brotið hefði
verið gegn eftirfarandi ákvæði úr Mannréttindasátt-
mála Evrópu með ofangreindu háttalagi:
„Réttur til menntunar (Samningsviðauki 1, gr.2)
Engum manni skal synjað um rétt til menntunar.
Hið opinbera skal í öllum ráðstöfunum sínum, er miða
að menntun og fræðslu, virða rétt foreldra til þess að
tryggja það að slík menntun og fræðsla sé í samræmi
við trúar- og lífsskoðanir þeirra.“
Hvað gengur skólastjórnendum til? Ég hef þá bjarg-
föstu skoðun að þeir séu heiðvirt fólk og vilji vel.
Hugsanlega telja sumir þeirra að með því að heimila
t.d. presti að messa yfir börnum sé einfaldlega verið
að gera þeim gott. Hugsanlega telja einhverjir þeirra
að verið sé að uppfylla skyldur aðalnámsskrár leik- og
grunnskóla. Mögulega telur einhver þeirra að það sé í
lagi að stunda trúboð í skólum.
Óháð því hvaða ástæður liggja þar að baki
er verið að brjóta á mannréttindum foreldra.
Það er ekkert sem réttlætir trúboð. Ekki einu
sinni röksemdin að vel flestir Íslendingar séu
skráðir í kristna söfnuði. Ekki er heldur nóg
að vitna til kristilegs uppbyggingarstarfs sem
auðveldlega er hægt að lesa úr efni aðalnáms-
skrár. Mannréttindi eru óháð því hver er í
meirihluta eða minnihluta og það fer enginn í
grafgötur með það að börn eiga rétt á mennt-
un án þess að verða fyrir trúboði eða iðkun
trúar í skólum.
En hvað með þá foreldra sem vilja trúarlegt uppeldi
barna sinna? Á ekki skólinn að sjá fyrir því? Svarið
er nei. Hvorki leik- né grunnskólar hafa það hlutverk.
Kirkjudeildir eru með öflugt barnastarf í eigin hús-
næði með sínu fólki. Þangað geta foreldrar sótt með
börn sín ef þau telja þess þurfa.
Veraldlegir skólar eru fyrir börn foreldra sem hafa
mismunandi lífsskoðanir. Þær geta verið kristnar,
íslamskar eða veraldlegar. Foreldar eiga að geta geng-
ið að því vísu, og treyst skólum fyrir, að ekki sé stund-
að trúboð í skólunum. Þeir eiga ekki að þurfa að líða
hugarvíl vegna ágreinings við skólastjórnendur um
uppeldi barna sinna. Foreldrar eiga ekki að þurfa að
upplýsa skólastjórnendur um lífsskoðun sína, eins og
nú gerist oft, þegar þeir bera fram kvartanir vegna
þess að skólinn er að vinna gegn lífsskoðunum þeirra.
Opinberir skólar eiga að vera frísvæði sem tekur
tillit til allra lífsskoðana, gerir ekki greinarmun þar á
og ívilnar engri umfram aðrar. Siðmennt hefur farið
kurteislega fram á það í mörg ár að breyting verði
á, en fáir skólar hafa breytt starfi sínu til batnaðar
í þessum efnum. Skólastjórnendur virðast því þurfa
skýr tilmæli frá menntayfirvöldum um að ekki sé
heimilt að stunda trúboð. Ég skora því á skólastjórn-
endur og menntayfirvöld, hvort sem er í sveitarfé-
lögum eða í ráðuneyti, að taka í eitt skipti fyrir öll á
þessu máli og stöðva trúboð í skólum. Opinberir skól-
ar eru fyrir alla.
Höfundur er varaformaður Siðmenntar.
BJARNI JÓNSSON
Full búð af föndur-
vörum fyrir jólin...
Smáratorgi 1, Kópavogi + Sími: 515 5100 + sala@a4.is + www.a4.is
Glerárgötu 34, Akureyri + Sími: 515 5160 + akureyri@a4.is + www.a4.is
Athugið! Lokum kl. 17
föstudaginn 30. okt.
Frískir snjókarlar
Settið inniheldur
allt efni í 8 stk.
Hæð 7 sm.
Verð 3.690 kr.
Klemmuenglar Settið
inniheldur allt efni í 8 stk.
Hæð 8,5 sm. Verð 2.940 kr.
Jarðarberjarsveinar Settið
inniheldur allt efni í 6 stk.
Hæð 15 sm. Verð 3.460 kr.
Snjókarlar með hatt Settið
inniheldur allt efni í 2 stk.
Hæð 26 sm. Verð 2.630 kr.
Sjóðheit
eftir drottningu dirfskunnar
UMRÆÐAN
Einar Karl Birgisson
skrifar um bæjarmál á
Álftanesi
Ég hef ekki búið lengi á Álftanesi en þó nógu
lengi til að hafa tekið eftir
sandkassaleiknum sem
bæjarfullrúar hafa verið í
undanfarin ár. Ég hef séð
börn í leikskóla vera að leika sér í
sandkassa og þeim ferst það öllum
vel úr hendi, einstaka ágreining-
ur en hann er yfirleitt leystur með
knúsi eða hlátri. En sandkassaleik-
urinn sem nokkrir bæjarfulltrúar á
Álftanesi hafa verið í und-
anfarin ár er hreint út sagt
ótrúlegur. Þar er erfitt að
trúa að þarna fari fullorðið
fólk. Illdeilur, baktal, lygar,
ótryggð, barnaskapur, klíku-
skapur og fleira er það sem
kemur upp í hugann. Flest
af því fólki sem er og hefur
verið við stjórnvölinn virð-
ist áhugalítið um það sem
kemur bæjarbúum til góða
en mun áhugasamara um
það sem hentar því sjálfu.
Eftir situr að við erum eitt skuld-
ugasta sveitarfélag á Íslandi. En
menn eru ekki að hugsa mikið um
það eða reyna að finna leið út úr því.
Nei, tryggjum okkur völd, ráðum
öllu og gerum svo ekki neitt. Þetta
verður ekki liðið. Það þarf að fá fólk
til starfa sem er tilbúið að vinna
fyrir fólkið sem hér býr og vill búa
hér áfram, ekki fyrir þá sem hafa
verið með völdin og vilja halda í þau
áfram.
Sem betur fer er stutt í kosn-
ingar en því miður þarf þetta fólk
að stjórna bænum þangað til. En í
vor er kominn tími til að hér verði
hreinsað til. Fæstir núverandi bæj-
arfulltrúa ættu svo mikið sem að
íhuga að bjóða sig fram aftur. Takið
skófluna ykkar og rótið upp mold í
ykkar eigin garði. Látið garðinn sem
Álftnesingar eiga vera.
Höfundur er íbúi á Álftanesi.
Bæjarfulltrúar í sandkassaleik
EINAR KARL
BIRGISSON