Fréttablaðið - 29.10.2009, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 29.10.2009, Blaðsíða 62
46 29. október 2009 FIMMTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÖGIN VIÐ VINNUNA LÁRÉTT 2. skrambi, 6. í röð, 8. skjögur, 9. stefna, 11. mun, 12. töng, 14. yfirstétt- ar, 16. skammstöfun, 17. hlaup, 18. dvelja, 20. tveir eins, 21. merki. LÓÐRÉTT 1. fituskán, 3. númer, 4. eyja í Mið- jarðarhafi, 5. svelg, 7. hnöttur, 10. skítur, 13. starfsgrein, 15. óhapp, 16. fálm, 19. rykkorn. LAUSN LÁRÉTT: 2. ansi, 6. rs, 8. rið, 9. átt, 11. ku, 12. kjafi, 14. aðals, 16. fr, 17. gel, 18. una, 20. yy, 21. mark. LÓÐRÉTT: 1. brák, 3. nr, 4. sikiley, 5. iðu, 7. stjarna, 10. tað, 13. fag, 15. slys, 16. fum, 19. ar. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8. 1. 1,9 milljarða króna. 2. Helgi Hjörvar. 3. 1984 – fyrir 25 árum. Stefán Karl Stefáns- son mun taka við af Christopher Lloyd sem Trölli í samnefndum söngleik eftir frægri bók Dr. Seuss en söngleikurinn verður frumsýnd- ur í Los Angeles um miðjan næsta mánuð. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá áttu Lloyd og Stefán að skipta hlut- verkinu á milli sín en eðli máls- ins samkvæmt var Lloyd stjarna sýningarinnar enda þekkt nafn í Hollywood. Samkvæmt yfirlýsingu frá framleiðendum sýningarinnar gerðu veikindi í fjölskyldu Lloyds það að verkum að hann gat ekki tekið þátt. Sláturhátíðin var haldin hátíðleg á föstudaginn á Búðardal og tók vertinn, Grímur Atlason, vel á móti 101-elítunni sem höfðu fæstir komið þangað áður. Afróhár trommuleik- arans í Agent Fresco vakti mikla athygli í sveitinni, svo mikla að lögreglan á staðnum stoppaði hann af til að skoða drenginn betur. Var haft á orði að kappinn þyrfti að skreppa á rúningsmótið daginn eftir, þá ekki sem keppandi heldur mannlegt viðfangsefni. Aðstandendur skemmtistaðarins ´80 Club við Grensásveg vilja taka fram að beinar útsendingar verða frá íþróttakappleikjum eins og á forvera staðarins, Steak and Play. Hinn skeleggi blaðamaður Bloom- berg-fréttastofunnar, Ómar R. Valdimarsson, hefur setið undan- farna daga í húðflúrstól Reykjavik Ink. Samkvæmt samningum við Bloomberg má Ómar ekki tjá sig við blaðamenn annarra fjölmiðla en samkvæmt heimild- um Fréttablaðsins var Ómar orðinn þreyttur á gömlu húðflúri sem hann bar á handlegg sínum og er að láta breyta því. Slíkt ku víst vera ansi sárt samkvæmt sömu heimildum. - fgg FRÉTTIR AF FÓLKI „Ég hlusta mjög mikið á Mogwai þegar ég er að vinna, svona sönglausa og heilaróandi tónlist. Ef mér gengur aftur á móti illa að vinna hlusta ég á þungarokk.“ Edda Guðmundsdóttir fatahönnuður. „Þú þarft ekki að vera eitthvert tröll en þú þarft að vera í góðu formi, geta hlaupið mikið og tekið á næsta manni,“ segir Frið- geir Torfi Ásgeirsson, stofnandi fyrsta íþróttafélagsins í ástr- ölskum fótbolta hér á landi. Í dag æfa í kringum tuttugu Íslend- ingar ástralskan fótbolta í Kórn- um tvisvar í viku. Friðgeir Torfi segir mikinn hug í mönnum, stofna eigi deild í íþróttinni hér á landi þar sem fjögur lið verði með þátttökurétt. Stefnan sé síðan sett á að íslenska landsliðið taki þátt í Evrópumeistaramótinu sem haldið verður í Danmörku og Sví- þjóð á næsta ári og heimsmeist- aramótinu í Melbourne eftir tvö ár. Áhugasamir geta kynnt sér æfingar og fyrirkomulag á Face- book-síðu liðsins sem er Aussie Rules Football – Iceland. Þótt hópurinn hafi ekki stund- að neinar æfingar af viti fyrr en í maí á þessu ári gerði liðið góða ferð á Evrópumót sem haldið var í Króatíu. Þar lagði það Ítalíu, Þýskaland og Frakkland og einn leikmaður úr íslenska hópnum var valinn í úrvalslið mótsins. Ástralskur fótbolti á rætur sínar að rekja til Ástralíu eins og nafnið gefur glögglega til kynna. Íþrótt- in er harðneskjuleg, myndbönd á Netinu sýna það svart á hvítu. Ástralar hafa hins vegar smám saman verið að skerpa reglurnar til að koma í veg fyrir hvers kyns fantabrögð og slagsmál sem voru tíð á níunda áratug síðustu aldar. „Það er reyndar hvorki gefið gult né rautt spjald heldur fara menn í bann eftir leik,“ segir Friðgeir en spjaldareglurnar hafa hins vegar verið teknar upp í Evrópu með góðum árangri. Íþróttin nýtur töluverðra vinsælda á svæðinu í kringum Melbourne og hefur breiðst út til Evrópu. Danir eru til að mynda mjög framarlega, sem og Írar og Englendingar. Friðgeir segir að það hafi FRIÐGEIR TORFI: ÍSLAND SETUR STEFNUNA Á HM 2011 Ástralskur fótbolti ryður sér til rúms á Íslandi „Við erum svolítið að skjóta á sjálfa okkur,“ segir útvarpsmaðurinn og fitness-tröllið Ívar Guðmundsson. Tökur á nýrri sjónvarpsaug- lýsingu fyrir prótídrykk Ívars og Arnars Grant, Hámark, hófust á þriðjudag. Þar leika þeir félag- ar hest og verður fróðlegt að sjá hvernig útkoman verður. Engin vöðvasýning verður því í boði í þetta sinn líkt og í síðustu aug- lýsingu þar sem Ívar og Arnar hermdu eftir Rocky-myndinni. „Við erum að gera pínulítið grín að sjálfum okkur. Við erum aðeins að breyta um áherslu. Það þarf ekk- ert að segja fólki að við séum með vöðva,“ segir Ívar og hlær. Ingó Veðurguð, herbergisfélagi Ívars úr Wipeout-keppninni í Arg- entínu, var fenginn til að semja auglýsingastefið og leikur hann einnig í auglýsingunni. Honum líst vel á að leika á móti vöðvatröllun- um þrátt fyrir að sjálfur sé hann hálfgerð písl við hliðina á þeim. „Þetta snýst um að vera stór að innan, að massa þetta að innan.“ Tvö ný Hámarks-bragðefni verða sett á markað á næstunni, vanillu- og jarðarberjabragð. Að sögn Ívars voru nýju bragðefnin framleidd vegna góðra viðbragða við súkkulaðibragðinu. „Sem dæmi erum við með sextíu prósent af til- búnum prótíndrykkjum á mark- aðnum og við komum á markað í janúar. Þetta er bara beint fram- hald af því.“ - fb Ívar Guðmunds og Arnar Grant leika hest ÞRÍR GÓÐIR Ívar Guðmundsson, Arnar Grant og Ingó Veðurguð leika í nýrri auglýsingu fyrir drykkinn Hámark. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ÚTRÁS OG INNRÁS Friðgeir Torfi segir í burðarliðnum að stofna fjögurra liða deild næsta sumar. Þá ætli íslenska landsliðið að keppa bæði á Evrópumeistaramótinu á næsta ári og Heimsmeistaramótinu í Ástralíu eftir tvö ár. LANDSLIÐ ÍSLANDS Þessir óárennilegu piltar gerðu góða ferð til Króatíu og lögðu meðal annars Þýskaland, Ítalíu og Frakkland á Evrópumóti. vissulega verið erfitt að byrja en leikmenn hafi náð sér í styrktar- aðila og fengið sjálfan Henson til að framleiða keppnisbúninga úr sterku efni. „Þetta er íþrótt sem smellpassar fyrir Íslendinga, við erum enda líkamlega sterkt fólk að eðlisfari.“ freyrgigja@frettabladid.is Ísland verður í forgrunni í uppfærslu Metrop- olitan-óperunnar í New York á Niflungahring Richards Wagner. Þetta upplýsir leikstjóri sýn- ingarinnar, hinn virti Robert Lepage, í viðtali við Wall Street Journal. Þetta er talið vera djarf- ur leikur hjá þessu óperuhúsi, ekki hafi verið búin til ný útgáfa af þessu verki Wagners í 23 ár og þá er Lepage ekki feiminn við að reyna eitt- hvað nýtt. Hann þótti til að mynda brjóta hálf- gert blað með útgáfu sinni af Bölvun Fausts eftir Berlioz sem sýnd var á sama stað í fyrra. Lepage segir í samtali við Wall Street Journal að hann heimsæki Ísland eins oft og hann geti. Og að landið og landslagið muni verða fyrirferð- armikið í uppfærslunni. „Wagner notaði íslensku fornsögurnar til að færa þýsku mýturnar frá Grikkjum og Miðjarðarhafinu til sinna nor- rænu róta,“ segir Lepage í viðtalinu og byrjar í kjölfarið að dásama Ísland og íslenskt lands- lag. „Ísland er bara önnur pláneta, heimur út af fyrir sig. Jörðin er ótrúlega heit, þeir þurfa ekki einu sinni að hita húsin sín og þú getur synt í ám þrátt fyrir snjó. Þannig að þegar þú hefur verið á Íslandi og hugsar svo um Niflungahring- inn þá sérðu hann ekki sömu augum.“ Lepage þykir í raun vera einstakt fyrir- bæri í leikhúsheimin- um, sýningar hans hafa hlotið mikið lof úti um allan heim og ef marka má skrif Wall Street Journal þá er hann vinsælastur meðal „hipp-leikhúsgesta“. Hann hefur jafnframt lýst því yfir að í óperuforminu geti allar listir sam- einast í eitt. - fgg Ísland í aðalhlutverk hjá Metropolitan SJÓNRÆNN LEIKSTJÓRI Sýningar Roberts Lepage þykja mikið sjónarspil og nú hyggst þessi leikstjóri nýta sér íslenskt landslag í uppfærslu Metropolitan-óper- unnar á Niflungahring Wagners. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.