Fréttablaðið - 29.10.2009, Blaðsíða 62
46 29. október 2009 FIMMTUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
LÖGIN VIÐ VINNUNA
LÁRÉTT
2. skrambi, 6. í röð, 8. skjögur, 9.
stefna, 11. mun, 12. töng, 14. yfirstétt-
ar, 16. skammstöfun, 17. hlaup, 18.
dvelja, 20. tveir eins, 21. merki.
LÓÐRÉTT
1. fituskán, 3. númer, 4. eyja í Mið-
jarðarhafi, 5. svelg, 7. hnöttur, 10.
skítur, 13. starfsgrein, 15. óhapp, 16.
fálm, 19. rykkorn.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. ansi, 6. rs, 8. rið, 9. átt,
11. ku, 12. kjafi, 14. aðals, 16. fr, 17.
gel, 18. una, 20. yy, 21. mark.
LÓÐRÉTT: 1. brák, 3. nr, 4. sikiley, 5.
iðu, 7. stjarna, 10. tað, 13. fag, 15.
slys, 16. fum, 19. ar.
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á síðu 8.
1. 1,9 milljarða króna.
2. Helgi Hjörvar.
3. 1984 – fyrir 25 árum.
Stefán Karl Stefáns-
son mun taka við af
Christopher Lloyd sem
Trölli í samnefndum
söngleik eftir frægri
bók Dr. Seuss en
söngleikurinn
verður frumsýnd-
ur í Los Angeles
um miðjan næsta mánuð. Eins og
Fréttablaðið hefur greint frá áttu
Lloyd og Stefán að skipta hlut-
verkinu á milli sín en eðli máls-
ins samkvæmt var Lloyd stjarna
sýningarinnar enda þekkt nafn í
Hollywood. Samkvæmt yfirlýsingu
frá framleiðendum sýningarinnar
gerðu veikindi í fjölskyldu Lloyds
það að verkum að hann gat ekki
tekið þátt.
Sláturhátíðin var
haldin hátíðleg
á föstudaginn á
Búðardal og tók
vertinn, Grímur
Atlason, vel á
móti 101-elítunni
sem höfðu fæstir
komið þangað áður.
Afróhár trommuleik-
arans í Agent Fresco
vakti mikla athygli
í sveitinni, svo mikla að lögreglan
á staðnum stoppaði hann af til að
skoða drenginn betur. Var haft á
orði að kappinn þyrfti að skreppa á
rúningsmótið daginn eftir, þá ekki
sem keppandi heldur mannlegt
viðfangsefni.
Aðstandendur skemmtistaðarins
´80 Club við Grensásveg vilja taka
fram að beinar útsendingar verða
frá íþróttakappleikjum eins og á
forvera staðarins, Steak and Play.
Hinn skeleggi blaðamaður Bloom-
berg-fréttastofunnar, Ómar R.
Valdimarsson, hefur setið undan-
farna daga í húðflúrstól Reykjavik
Ink. Samkvæmt samningum við
Bloomberg má Ómar ekki tjá sig
við blaðamenn annarra fjölmiðla
en samkvæmt heimild-
um Fréttablaðsins var
Ómar orðinn þreyttur
á gömlu húðflúri sem
hann bar á handlegg
sínum og er að láta
breyta því. Slíkt ku
víst vera ansi sárt
samkvæmt sömu
heimildum. - fgg
FRÉTTIR AF FÓLKI
„Ég hlusta mjög mikið á
Mogwai þegar ég er að vinna,
svona sönglausa og heilaróandi
tónlist. Ef mér gengur aftur á
móti illa að vinna hlusta ég á
þungarokk.“
Edda Guðmundsdóttir fatahönnuður.
„Þú þarft ekki að vera eitthvert
tröll en þú þarft að vera í góðu
formi, geta hlaupið mikið og
tekið á næsta manni,“ segir Frið-
geir Torfi Ásgeirsson, stofnandi
fyrsta íþróttafélagsins í ástr-
ölskum fótbolta hér á landi. Í dag
æfa í kringum tuttugu Íslend-
ingar ástralskan fótbolta í Kórn-
um tvisvar í viku. Friðgeir Torfi
segir mikinn hug í mönnum,
stofna eigi deild í íþróttinni hér á
landi þar sem fjögur lið verði með
þátttökurétt. Stefnan sé síðan
sett á að íslenska landsliðið taki
þátt í Evrópumeistaramótinu sem
haldið verður í Danmörku og Sví-
þjóð á næsta ári og heimsmeist-
aramótinu í Melbourne eftir tvö
ár. Áhugasamir geta kynnt sér
æfingar og fyrirkomulag á Face-
book-síðu liðsins sem er Aussie
Rules Football – Iceland.
Þótt hópurinn hafi ekki stund-
að neinar æfingar af viti fyrr en
í maí á þessu ári gerði liðið góða
ferð á Evrópumót sem haldið var
í Króatíu. Þar lagði það Ítalíu,
Þýskaland og Frakkland og einn
leikmaður úr íslenska hópnum
var valinn í úrvalslið mótsins.
Ástralskur fótbolti á rætur sínar
að rekja til Ástralíu eins og nafnið
gefur glögglega til kynna. Íþrótt-
in er harðneskjuleg, myndbönd á
Netinu sýna það svart á hvítu.
Ástralar hafa hins vegar smám
saman verið að skerpa reglurnar
til að koma í veg fyrir hvers kyns
fantabrögð og slagsmál sem voru
tíð á níunda áratug síðustu aldar.
„Það er reyndar hvorki gefið gult
né rautt spjald heldur fara menn í
bann eftir leik,“ segir Friðgeir en
spjaldareglurnar hafa hins vegar
verið teknar upp í Evrópu með
góðum árangri. Íþróttin nýtur
töluverðra vinsælda á svæðinu
í kringum Melbourne og hefur
breiðst út til Evrópu. Danir eru
til að mynda mjög framarlega,
sem og Írar og Englendingar.
Friðgeir segir að það hafi
FRIÐGEIR TORFI: ÍSLAND SETUR STEFNUNA Á HM 2011
Ástralskur fótbolti ryður
sér til rúms á Íslandi
„Við erum svolítið að skjóta á sjálfa
okkur,“ segir útvarpsmaðurinn og
fitness-tröllið Ívar Guðmundsson.
Tökur á nýrri sjónvarpsaug-
lýsingu fyrir prótídrykk Ívars og
Arnars Grant, Hámark, hófust
á þriðjudag. Þar leika þeir félag-
ar hest og verður fróðlegt að sjá
hvernig útkoman verður. Engin
vöðvasýning verður því í boði í
þetta sinn líkt og í síðustu aug-
lýsingu þar sem Ívar og Arnar
hermdu eftir Rocky-myndinni.
„Við erum að gera pínulítið grín að
sjálfum okkur. Við erum aðeins að
breyta um áherslu. Það þarf ekk-
ert að segja fólki að við séum með
vöðva,“ segir Ívar og hlær.
Ingó Veðurguð, herbergisfélagi
Ívars úr Wipeout-keppninni í Arg-
entínu, var fenginn til að semja
auglýsingastefið og leikur hann
einnig í auglýsingunni. Honum líst
vel á að leika á móti vöðvatröllun-
um þrátt fyrir að sjálfur sé hann
hálfgerð písl við hliðina á þeim.
„Þetta snýst um að vera stór að
innan, að massa þetta að innan.“
Tvö ný Hámarks-bragðefni
verða sett á markað á næstunni,
vanillu- og jarðarberjabragð. Að
sögn Ívars voru nýju bragðefnin
framleidd vegna góðra viðbragða
við súkkulaðibragðinu. „Sem dæmi
erum við með sextíu prósent af til-
búnum prótíndrykkjum á mark-
aðnum og við komum á markað í
janúar. Þetta er bara beint fram-
hald af því.“ - fb
Ívar Guðmunds og Arnar Grant leika hest
ÞRÍR GÓÐIR Ívar Guðmundsson, Arnar
Grant og Ingó Veðurguð leika í nýrri
auglýsingu fyrir drykkinn Hámark.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
ÚTRÁS OG INNRÁS Friðgeir Torfi segir í burðarliðnum að stofna fjögurra liða deild
næsta sumar. Þá ætli íslenska landsliðið að keppa bæði á Evrópumeistaramótinu á
næsta ári og Heimsmeistaramótinu í Ástralíu eftir tvö ár.
LANDSLIÐ ÍSLANDS Þessir óárennilegu piltar gerðu góða ferð til Króatíu og lögðu
meðal annars Þýskaland, Ítalíu og Frakkland á Evrópumóti.
vissulega verið erfitt að byrja en
leikmenn hafi náð sér í styrktar-
aðila og fengið sjálfan Henson til
að framleiða keppnisbúninga úr
sterku efni. „Þetta er íþrótt sem
smellpassar fyrir Íslendinga, við
erum enda líkamlega sterkt fólk
að eðlisfari.“ freyrgigja@frettabladid.is
Ísland verður í forgrunni í uppfærslu Metrop-
olitan-óperunnar í New York á Niflungahring
Richards Wagner. Þetta upplýsir leikstjóri sýn-
ingarinnar, hinn virti Robert Lepage, í viðtali
við Wall Street Journal. Þetta er talið vera djarf-
ur leikur hjá þessu óperuhúsi, ekki hafi verið
búin til ný útgáfa af þessu verki Wagners í 23 ár
og þá er Lepage ekki feiminn við að reyna eitt-
hvað nýtt. Hann þótti til að mynda brjóta hálf-
gert blað með útgáfu sinni af Bölvun Fausts
eftir Berlioz sem sýnd var á sama stað í fyrra.
Lepage segir í samtali við Wall Street Journal
að hann heimsæki Ísland eins oft og hann geti.
Og að landið og landslagið muni verða fyrirferð-
armikið í uppfærslunni. „Wagner notaði íslensku
fornsögurnar til að færa þýsku mýturnar frá
Grikkjum og Miðjarðarhafinu til sinna nor-
rænu róta,“ segir Lepage í viðtalinu og byrjar
í kjölfarið að dásama Ísland og íslenskt lands-
lag. „Ísland er bara önnur pláneta, heimur út
af fyrir sig. Jörðin er ótrúlega heit, þeir þurfa
ekki einu sinni að hita húsin sín og þú getur synt
í ám þrátt fyrir snjó. Þannig að þegar þú hefur
verið á Íslandi og hugsar svo um Niflungahring-
inn þá sérðu hann ekki sömu
augum.“
Lepage þykir í raun
vera einstakt fyrir-
bæri í leikhúsheimin-
um, sýningar hans hafa
hlotið mikið lof úti
um allan heim og ef
marka má skrif Wall
Street Journal þá er
hann vinsælastur meðal
„hipp-leikhúsgesta“. Hann
hefur jafnframt lýst því
yfir að í óperuforminu
geti allar listir sam-
einast í eitt. - fgg
Ísland í aðalhlutverk hjá Metropolitan
SJÓNRÆNN LEIKSTJÓRI Sýningar Roberts Lepage
þykja mikið sjónarspil og nú hyggst þessi leikstjóri nýta
sér íslenskt landslag í uppfærslu Metropolitan-óper-
unnar á Niflungahring Wagners. NORDICPHOTOS/AFP