Fréttablaðið - 29.10.2009, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 29.10.2009, Blaðsíða 64
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans BAKÞANKAR Dr. Gunna Í dag er fimmtudagurinn 29. okt- óber 2009, 302. dagur ársins. 9.02 13.11 17.20 8.55 12.56 16.56 Líðan manns er spurning um stemmingu. Jú, jú, það eru einhver efni á fleygiferð í haus- kúpunni á manni sem gera sitt, en svona í grunninn þá er þetta bara spurning um stemmingu. Og stemmingunni ræður maður að miklum hluta sjálfur. Frasinn um hálf fulla eða hálf tóma glasið er sannleikanum samkvæmur. ALLT hefur áhrif, staðan á banka- reikningnum og ekki síst tíðarfar- ið og birtan. Auðvelt er að detta í þunglyndi skuldugur í skamm- degi og súld. Maður vill ekki fara á fætur, bara þæfa sæng og sofa allan daginn. Með reikninginn í plús í sól og sumaryl er allt auð- veldara. Fólk í kringum mann hefur líka áhrif. Rekist maður á of marga hálfvita er voðinn vís. Kannski er svínað á manni í umferðinni, eða maður lafir aftan í bjána sem hangir í farsíma og gefur ekki stefnuljós. Svona getur safnast saman í fýlukýli, sem brýst fram yfir kvöldmatn- um, sérstaklega ef niðurdrep- andi fréttir eru baulandi á mann á sama tíma. HVERNIG maður er stemmdur er svo auðvitað nátengt almennri stemmingu í þjóðfélaginu. Ég rakst á lífsstílsblað frá 2007. Það rifjar upp fyrir manni stemm- inguna. Önnur hver frétt var um Íslendinga sem voru að slá í gegn erlendis fyrir hin ýmsu afrek. Hinar fréttirnar voru um fólk sem var að kaupa sér eitthvað dýrt. Leikkona fann draumahús- ið á 75 milljónir. Ekki hugsaði ég þegar ég las þetta á sínum tíma: Vá, hvernig hefur hún nú eigin- lega efni á þessu?, heldur hugsaði ég örugglega: Vá, hvílíkur lúser er ég að eiga ekki jafn flott hús. ÞETTA var glötuð stemming. Góðærið var blanda af minni- máttarkennd, græðgi og til- gangslausri keppni, keyrt áfram af yfirdrætti sem nú er gjaldfall- inn. Hvernig er hægt að sjá eftir þessu? Stemmingin hefur batn- að, heyrir maður og sér. En hún mætti vera enn betri. Ágætt skref í þá átt væri ef „stríðandi fylking- ar“ (þú veist um hverja ég er að tala) hættu að tala hvor um aðra af þessari heift og andúð. Það er alltaf eins og maður sé staddur í miðri mafíumynd. Sú stemm- ing á að vera sterkari að það að vera Íslendingur – örfáar hræð- ur brasandi á vindbörðu skeri tal- andi bullmál sem enginn annar skilur – er eins og að vera með- limur í leynifélagi. EINN fyrir alla, allir fyrir einn! Stemmingin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.