Ljósberinn - 06.08.1921, Qupperneq 12

Ljósberinn - 06.08.1921, Qupperneq 12
8 LJÓSBERINN ian lifandi maður fyrir. Hann ætlar að ganga inn í herbergi þar innar af, en kemur þá auga á körfu, fulla af eplum í stofuglugganum. Honum verður star- sýnt á eplin og dettur í hug, að óhætt væri að fá sér eitt þeirra. Auk þess var enginn f stofunni, sem gat séð það. En hann áttaði sig skjótt og sagði við sjálfan sig: »Nei, þótt enginn maður sé hér, sem sér til mín, þá sér Guð tíl míu. Honum kemur ekkert á óvart«. Síðan bjóst hann til ferðar og gekk fram að dyrunum. Þá var kallað á eftir honum: »Bídduvið! Hvaða asi er á þér, drengur«, sagði rödd fyrir aftan hann. Hann hrökk við og leit umhverfis sig. Að baki hans stóð aldraður maður, er leynst hafði í ofnskotinu og heyrt og séð til hans. »Láttu þér ekki bilt við verða, drengur minn«, mælti hann vingjarn- lega, wRú ert vel innrætt barn, það gleður mig að þú elskar Guð og ferð að hans boðum. Þigðu nú af mér eins mörg epli og þú vilt, en láttu þér aldrei úr minni liða þessi orð: »Hvað sem eg geri og hvar sem eg fer, hvilir Guðs auga á mér«. SÁLMUR. O, gef pú raér aö gleðjast, minn Guð, í dag í þér, svo aðrir sjái að sumar og sólskin pitt býr í mér. Ó, send mjer yl píns anda, svo ilmur sé eg pinn, sem laði aðra og leiði í ljósið pitt, Drottinn minn. B. J. Siðprúðir drengir og stúikur getafengiðað selja Ljósberann. Afgreiðsla Ljósberans er í Bergstaðastræti 27. Afgreiðslu- maður Helgi Árnason, Njálsgötu 40. Útgefandi: Jón Helgason, prentari. — Prentsm. Gutenberg.

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.