Ljósberinn


Ljósberinn - 01.05.1937, Blaðsíða 2

Ljósberinn - 01.05.1937, Blaðsíða 2
LJóSBEBINN r>- TIIL BARHANNÁ >Flý þettci*. Er sá hugað- ur sem flýr? Nei. Ef þú hleyp- ur frá henni litlu systur þinni þegar seppi kemur og lætur hana eiga sig, ertu ekki hug- aður. Ef þú hleypur burt þeg- ar þú ert búinn að skemma eitthvað og lætur síðan sem ekkert sé, ertu ekki hugaður. Það sýnir ekki hugrekki að flýja. Og þó er ritað í bibl- íunni, að við eigum að flýja. Flettu upp fyrra bréfinu til Tímóteusar, sem er eitt hinna síðustu af hinum 13 hréfum Páls postula. Flettu upp 6. kapítula, 11. versinu. Hvað er ritað þar? >Flý þetta«, segir postulinn. Sá er hugaður, sem flýr syndina. Jósef var hug- aður, þegar liann flýði frá konu Pótífars. Enginn má halda að hann sé meiri mað- ur, ef hann talar ljótt. Það er óþokkaskapur og heigul- skapur meira að segja að fara með ljótar sögur. Það er rœf- ilskapur að fara með ósann- indi. Það er aumingjaskapur að láta sigrast af því, sem saurugt er. »Flýjum þetta!« Getum við það? Nei, ekki af sjálfum okkur. En við getum talað um það við Jesúm í kveldbæninni okkar. Yið get- um beðið hann um hugrekki til að flýja, þegar við eigum að flýja, og um hugrekki til að standa fast, þegar við eig- um að standa fast. Flýðu til Jesú, þá flýr hið illa frá þér! Viltu ekki festa það í minni?

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.