Ljósberinn - 01.10.1939, Síða 4

Ljósberinn - 01.10.1939, Síða 4
216 LJÓSBERINN AÝJA SJÁLAND Pessar tvær fallegu landlagsmyndir, sem l>iö sjáið hér eru frá Nýja Sjálandi. Þið lesið um þetta fagra land í landafræðinni ykkar. Nýja Sjáland eru tvær afar stórar eyj- ar, suðaustur í Kyrrahafi, 2000 km. suó- austur af Ástralíu, þær eru eins og fótur og snýr táin í norð-vestur. Syðri eyjan er 150.5252 km. að stærð, en nyrðri evjan er 114.2952 km. að stærð, en með eyjum þeim, sem Nýja Sjálandi fylgja er öli stærð þess hér um bil 267.0002 km., eða liðlega 2\ sinnum stærra en, ísland. Af því að landið liggur á suðurhveli jarð- ar, þá eru köldustu mánuðir þar júlí og ágúst, en heitustu mánuðir desember og janúar. Á Nýja Sjálandi eru afar-há fjöll, t. d. er eitt fjallið, Mount Cook, 3786 m. hátt, til samanburðar má geta þess, að Öræfa- jökull er 2119 m. íbúatala, landsi,ns er í kringum hálfa aðra milljón. Þegar tekið er tillit til þess, að landið er stærra en England og Skotland, þá má telja að fremur sé þar strjálbyggt. Enska er töluð þar, enda langflestir íbú- arnir Bretar, en all-mikið er þar af Þjóð- verjum og Norðurlandabúum. Alíir íbúarnir eru kristnir og sunnudaga- helgi mikil. öll vinna á helgidögum er stranglega bönnuð, nema hi.n allra óhjá- kvæmilegasta. Wellington heitir höfuðborgin og stend- ur hún syðst á Norðureyjunni, um 164 þús. íbúar. Á Suðureyjunni er Christchurch (Kristskirkja) — fagurt bæjarheiti — Landslng í nágrenni Dunedin i Nýja Sjálandi.

x

Ljósberinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.